Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Það er verið að setja Austur­land í frost“

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir ríkisstjórnina þyrla upp ryki með nýrri samgönguáætlun og færa fjármuni, sem Austfirðingum höfðu verið lofaðir, á önnur svæði. Verið sé að setja Austurland í frost.

Þungt yfir Aust­firðingum í dag

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir mjög þungt yfir Austfirðingum í dag. Tilkynnt var í gær að Fjarðarheiðargöng verði ekki á forgangslista ríkisstjórnarinnar í jarðgangagerð. Banaslys varð á heiðinni stuttu síðar.

„Öll kosninga­lof­orð eru svikin“

Önnur umræða um fjárlög hefst á Alþingi eftir hádegi og hafa nokkrar breytingar verið gerðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórnina hafa svikið öll þau loforð sem gefin voru í aðdraganda síðustu kosninga og klúðra sóknarfæri að hallalausum ríkissjóði.

Ís­lendingur gekk ber­serks­gang í Horsens

Íslenskur karlmaður um tvítugt var handtekinn á aðfaranótt laugardags í Horsens í Danmörku eftir að hann gekk berserksgang í miðbænum. Maðurinn reyndi meðal annars að bíta lögregluþjón.

Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni

Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 

Læknir gerði sér upp krabba­mein í tví­gang

Læknir, sem hélt því ranglega fram við fjölskyldu sína mánuðum saman að hún glímdi við banvænt krabbamein og skrifaði út lyf á nána fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað læknaleyfinu. Þetta er í annað sinn sem konan gerir sér upp krabbamein.

Er­lend net­verslun eykst og ögur­stund hjá stelpunum okkar

Erlend netverslun jókst verulega í október og hefur vörum frá Kína fjölgað mjög á síðustu árum. Sérfræðingur í netverslun líkir aðferðafræði stórfyrirtækjanna til að ná í viðskiptavini við aðferðafræði veðmálafyrirtækja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Sjá meira