Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Kristófer Már Maronsson hefur sagt upp störfum sem starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Tveimur öðrum starfsmönnum var sagt upp störfum nýverið og aðeins fimm eru eftir. Þingflokksformaðurinn er nú í starfsmannaleit. 13.10.2025 16:43
Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Hundaræktendum hefur verið gert að endurgreiða konu 380 þúsund krónur vegna kaupa hennar á árs gömlum hundi, sem var sagður húsvanur. Konan skilaði hundinum þar sem hún taldi hann haldinn taugaveiklun. 13.10.2025 14:54
Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Evrópska miðstöðin EuroHPC Joint Undertaking hefur veitt íslensku samstarfsverkefni styrk upp á ríflega 700 milljónir króna til að koma á fót miðstöð á Íslandi fyrir gervigreind og stórvirka tölvuvinnslu (e. HPC). Verkefnið er leitt af Almannarómi í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Vísindagarða HÍ, Veðurstofu Íslands og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 13.10.2025 13:08
Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Dómur í máli lántakenda á hendur Íslandsbanka vegna meintra ólögmætra skilmála í samningum um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum verður kveðinn upp klukkan 13:30 á morgun. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 13.10.2025 12:06
Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Eignarhaldsfélag þingmannsins Jóns Péturs Zimsen, tveggja bræðra hans og föður þeirra hagnaðist um 48 milljónir króna í fyrra. Hagnaðurinn árið áður nam 217 milljónum króna. Um áramótin nam eigið fé félagsins 848 milljónum króna en skuldir aðeins níu milljónum. 13.10.2025 11:03
Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Ómar R. Valdimarsson lögmaður þarf að una úrskurði Úrskurðarnefndar lögmanna um að hann þurfi að endurgreiða móður rúmar tvær milljónir vegna starfa hans í forsjármáli hennar. Þá þarf hann einnig að una áminningu fyrir að hafa samband við sameiginlega kunningjakonu þeirra og föður konunnar. 10.10.2025 17:02
Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Eignaumsjón hf. hefur fest kaup á Rekstrarumsjón ehf. og tekur við allri þjónustu við viðskiptavini félagsins í samræmi við gildandi þjónustusamninga um næstu mánaðamót. Samkomulag náðist um kaupin í framhaldi af viðræðum forsvarsmanna félaganna. 10.10.2025 15:15
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. 10.10.2025 15:01
Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. 10.10.2025 13:29
Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Fjármála- og efnahagsráðherra fagnar loðnuráðgjöf upp á 44 þúsund tonn en segist þó ætla að bíða með allar meiri háttar flugeldasýningar þar til í ljós kemur hversu stór stofninn er. 10.10.2025 11:47