
Hreinn hættur og Björg Ásta ráðin aðstoðarmaður
Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum.
Fréttamaður
Árni er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Björg Ásta Þórðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra. Hún tekur við af Hreini Loftssyni, sem hefur látið af störfum.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Þar kemur sveitarstjórnarfólk saman til skrafs og ráðagerða varðandi fjármál og verkefni sveitarfélaga, ásamt því að ræða þau mál sem efst ber á baugi í sveitarstjórnarmálum.
Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur samið viðbót við greinargerð sína vegna breytinga á valfrjálsu yfirtökutilboði Regins hf. til hluthafa Eikar fasteignafélags. Stjórnin tekur að svo stöddu ekki afstöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hluthafa sína að taka breyttu tilboði.
Nafn danska andspyrnumannsins, sem banaði rithöfundinum Guðmundi Kamban í Kaupmannahöfn árið 1945, hefur verið sveipað leyndarhjúp í rúm 78 ár. Sá hét Egon Alfred Højland.
Fjölskylda manns sem lést eftir að hafa ekið fram af brú, sem hafði hrunið níu árum áður, hefur stefnt tæknirisanum Google. Hún sakar fyrirtækið um að hafa ekki uppfært gervihnattakort sitt með þeim afleiðingum að maðurinn lést.
Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar.
Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag.
Seðlabanki Íslands hefur boðað til kynningar í tilefni af yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og útkomu Fjármálastöðugleika.
Nú blasa við hægari efnahagsumsvif samfara versnandi fjármálaskilyrðum, að því er segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Skipstjórar Hvals hf. hafa ekki haft kveikt á sjálfvirku auðkenniskerfi hvalveiðiskipanna tveggja á yfirstandandi vertíð, sem hefur sætt nokkurri gagnrýni. Reglugerð kveður á um að skipstjórum sé í sjálfsvald sett hvort þeir noti búnaðinn.