Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjár­mála­stjóri Play segir upp

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, lætur af störfum að eigin ósk. Ólafur mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra fjármálasviðs þar til eftirmaður hans tekur við.

Hjúkrunar­fræðingurinn ekki laus allra mála enn

Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm.

Tryggðu sér 300 milljóna króna fjár­mögnun

Sprotafyrirtækið Prescriby, sem þróar hugbúnaðarlausn til að veita öruggari meðferðir uppáskrifaðra ópíóíða og annarra sterkra lyfja, tilkynnti í dag 300 milljóna króna fjármögnun leidda af Crowberry Capital.

Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað.

Sam­skipta­leysi meðal lög­reglu­manna olli því að fólk var sektað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tilkynnt að ekki verði byrjað að sekta fyrir notkun nagladekkja að svo stöddu, þrátt fyrir að bannað sé að nota nagladekk eftir 15. apríl. Þá hafi einhverjir fengið sektir um helgina fyrir misskilning. Þær sektir verði felldar niður.

Inn­sigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Þrettánda nafnið bætist við

Landskjörstjórn hefur tilkynnt að í ofanálag við þá tólf frambjóðendur til forseta, sem skiluðu meðmælalistum í Hörpu í dag, hafi sá þrettándi skilað með rafrænum hætti. Sá heitir Kári Vilmundarson Hansen.

Rekin vina­lega á brott en vonast til að fá að vera á­fram

Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd.

Sjá meira