Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Arnfríður Einarsdóttir, fyrrverandi landsréttardómari, og Víðir Smári Petersen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, tóku sæti á dómarabekk Landsréttar í gær. Um skammtímasetningar út febrúar er að ræða. 14.11.2025 16:34
Fundinum mikilvæga frestað Fundi þar sem greiða átti atkvæði um tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um verndarráðstafanir vegna kísilmálms hefur verið frestað fram á mánudag. Samkvæmt tillögu framkvæmdastjórnarinnar verða íslenskir og norskir framleiðendur kísilmálms ekki undanþegnir verndarráðstöfununum. 14.11.2025 15:53
Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, um að ákvörðun Fjölmiðlanefndar um 1,5 milljóna króna sekt yrði ógilt. Árvakur var sektaður vegna 48 dulinna viðskiptaboða á Mbl.is á rúmlega einu ári. 14.11.2025 14:35
Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjö sóttu um tvær lausar stöður dómara við Landsrétt. Annars vegar er um að ræða skipun í embætti dómara við Landsrétt og hins vegar er um að ræða setningu í embætti. Á listanum er að finna fimm héraðsdómara, einn lögmann og einn dósent í lögfræði. 14.11.2025 11:53
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. 14.11.2025 11:08
Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Versnandi horfur í útflutningi lita hagvöxt næstu ára. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði 1,7 prósent í ár og 1,8 prósent á næsta ári. Reiknað er með að innlend eftirspurn verði helsti drifkraftur hagvaxtar í ár en að fjárfesting láti undan á næsta ári á meðan einkaneysla og samneysla vaxa áfram. Í júlí síðastliðnum var reiknað með að hagvöxtur yrði 2,2 prósent í ár og 2,5 prósent á næsta ári. 14.11.2025 10:12
Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur. 13.11.2025 16:41
Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ haldinn í gær samþykkti einróma tillögu stjórnar um að haldið verði prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. 13.11.2025 16:15
Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni. 13.11.2025 15:00
Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Gámaflutningar ehf. hafa verið sýknaðir af kröfum Landslagna ehf., sem lentu í því í fyrra að gámur í eigu félagsins var fluttur án heimildar á Hólmsheiði, þar sem hann fannst tómur. Gámaflutningar voru taldir ábyrgir fyrir þjófnaðinum en Landslagnir voru ekki taldar hafa fært sönnur á tjón sitt. 13.11.2025 14:22