Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Upp­sagnir sjó­manna í Grinda­vík: „Hve­nær er nóg, nóg?“

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar.

Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða

Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum.

Sjó­mönnum sagt upp: Skipu­lags­breytingar vegna veiðigjalda

Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld.

Lög­reglan leitar tveggja manna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af tveimur mönnum vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu.

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðuna eykst hressi­lega

Sextíu prósent þjóðarinnar eru óánægð með störf stjórnarandstöðunnar, ef marka má nýja skoðanakönnun Maskínu. 48 prósent segjast ánægð með störf ríkisstjórnarinnar, sem er sjónarmun meiri ánægja en hefur mælst áður.

Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir frétta­flutning villandi

Listamaðurinn Odee Friðriksson er hvergi af baki dottinn í baráttu sinni við Samherja vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Hann ætlar með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði áfrýjunarbeiðni hans. Þá segir hann fréttaflutning Ríkisútvarpsins af málinu villandi.

Stærsti olíu­fundur Evrópu í ára­tug í Pól­landi

Kanadískt orkufyrirtæki hefur tilkynnt um stóran olíufund um sex kílómetra út af pólska hafnarbænum Świnoujście við Eystrasaltið. Talið er fundurinn sé upp á 200 milljónir olíutunnuígilda og að ríflega 400 milljónir tunna sé að finna á umráðasvæði fyrirtækisins. Það gerir olíufundinn þann stærsta í sögu Póllands og þann stærst í Evrópu síðastliðinn áratug.

Annar stór skartgripaþjófnaður í mið­borginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þjófnað úr skartgripabúð, hvaðan þjófarnir komust með talsverð verðmæti í gær. Á mánudag var einnig tilkynnt um skartgripaþjófa á ferð. Málin eru sögð sambærileg en ekki liggur fyrir hvort þau tengist.

Sjá meira