Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. 7.1.2026 12:49
Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. 7.1.2026 11:05
Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Róbert Wessman kveðst spenntur og brattur yfir framtíð Alvotech en hann lætur senn af starfi forstjóra félagsins. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins í fullu starfi og segist munu slappa af síðar. Hann hafi samþykkt að taka stöðu forstjóra að sér árið 2023 með því skilyrði að ráðstöfunin yrði tímabundin. 6.1.2026 17:03
Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi. 6.1.2026 13:09
Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Í lok fyrsta ársfjórðungs ársins mun Róbert Wessman láta af störfum sem forstjóri Alvotech. Hann mun þó starfa áfram sem stjórnarformaður félagsins í fullu starfi. 6.1.2026 12:23
„Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún. 6.1.2026 12:13
Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Viktor Pétur Finnsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðvesturkjördæmi, býður sig fram í 2.-3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. 5.1.2026 15:52
Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau voru það líka síðast þegar embættið var auglýst laust til umsóknar. Þá hlaut Brynjar tæplega eins árs setningu í embætti. 5.1.2026 15:22
Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa. 5.1.2026 14:50
Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur áfrýjað sextán ára fangelsisdómi, sem hún hlaut fyrir að ráða föður sínum bana á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum og að ráðast á móður sína. 5.1.2026 11:30