Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Maðurinn, sem grunaður er um að hafa villt á sér heimildir sem starfsmaður Microsoft og með því komist yfir umtalsverða fjármuni eldri borgara, var gripinn glóðvolgur á heimili fólksins. Hann er grunaður um allt að tvö önnur slík brot. 3.9.2025 16:08
Dregið hefur úr skriðuhættu Eftir tvo mjög úrkomusama daga á Austfjörðum stytti að mestu upp í gærkvöldi og nótt og dregið hefur úr skriðuhættu á svæðinu. 3.9.2025 15:29
Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjársvikamál þar sem íslenskur karlmaður fór á heimili eldri borgara í umdæminu, sagðist vera starfsmaður Microsoft og vera kominn þeim til aðstoðar. Hann hafði með því umtalsverða fjármuni af fólkinu. 3.9.2025 15:00
Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna eftir að hnífur var dreginn á loft í Neðra-Breiðholti í gærkvöldi. Sá sem dró upp hnífinn lagði til þriðja manns en náði ekki að stinga hann. 3.9.2025 14:17
Flytja Emmessís í Grafarvog Á dögunum var tekin skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Emmessís við Fossaleyni í Grafarvogi í Reykjavík. Húsið verður 3.400 fermetrar að stærð og hýsir framleiðslu, dreifingu, vöruhús og skrifstofur. Samhliða mun fyrirtækið ráðast í umfangsmikla endurnýjun á framleiðslu -og frystibúnaði sínum. 3.9.2025 12:11
Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, hefur komið flokksbróður sínum Snorra Mássyni til varnar en hann hefur mátt þola holskeflu gagnrýni vegna orðræðu hans og framkomu í Kastljósi á mánudag. Sigríður bendir meðal annars á að samkvæmt könnun Fjölmiðlanefndar sé andúð í garð Miðflokksmanna rúmlega fjórum sinnum meiri en andúð í garð trans fólks. Þá hefur formaður flokksins komið sínum manni til varnar. 3.9.2025 11:49
Fækka eftirlitsaðilum verulega Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, kynntu í dag á sameiginlegum fundi ráðuneytanna áform um að gera leyfisveitingar og eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum einfaldara og skilvirkara auk þess að bæta þjónustu. Með breytingunum fækkar eftirlitsaðilum úr ellefu í tvo. 2.9.2025 16:42
Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Biskup Íslands segir skjóta skökku við að Ríkisútvarpið hafi lagt áherslu á að ræða skoðanir fólks á tilvist trans fólks, á setningardegi forvarna gegn sjálfsvígum. 2.9.2025 15:54
Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir hafa keypt tvo bræður Jakobs Valgeirs út úr útgerðarfélaginu Jakobi Valgeiri ehf. Þeir áttu 25 prósent í félaginu á móti hjónunum. 2.9.2025 14:55
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. 2.9.2025 13:25