Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Tvítug kona hefur verið sýknuð af ákæru fyrir að hafa stungið sextán ára pilt einu sinni á tveimur stöðum sama kvöldið þegar hún var fimmtán ára. Héraðsdómari taldi þann tíma sem leið á milli atvika málsins og skýrslutaka af vitnum, þrjú ár og fjórir mánuðir, hefði verið aðfinnsluverður. Útilokað hefði verið að byggja sakfellingu í málinu á framburði brotaþola, stúlkunnar og vitna í málinu þar sem ekkert þeirra hefði verið trúverðugt. 22.12.2025 16:58
Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Ákveðið hefur verið að sameina Farice ehf., Öryggisfjarskipti ehf. og tæknihluta Neyðarlínunnar ohf. Félögin þrjú sem öll eru í eigu ríkisins, sinna hvert um sig lykilhlutverkum í rekstri alþjóðlegra og innlendra fjarskipta, neyðarsamskipta, öryggiskerfa og þjónustu við almenning, viðbragðsaðila og viðskiptavini. 22.12.2025 16:02
„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu. 22.12.2025 15:33
Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna. 22.12.2025 14:05
Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. 22.12.2025 13:32
Verðbólga eykst verulega Verðbólga mælist nú 4,5 prósent, miðað við 3,7 prósent í nóvember. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í desember 2025, er 665,8 stig og hækkar um 1,15 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 531,0 stig og hækkar um 1,45 prósent frá nóvember 2025. Greiningardeildir Landsbankans og Arion banka höfðu spáð 3,9 prósenta verðbólgu. 22.12.2025 09:11
Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Útvarpsstjóri segir ekki í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. 19.12.2025 17:04
Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Hæstiréttur mun kveða upp seinni tvo dómana í Vaxtamálinu svokallaða á mánudag. Rétturinn hefur frest til annars vegar gamlársdags og hins vegar 5. janúar til þess að kveða upp dóma í málunum tveimur. 19.12.2025 15:26
Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Birkir Ingibjartsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og arkitekt, sækist eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. 19.12.2025 15:18
Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Meðal boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í þágu fjölmiðla er að hluti auglýsingatekna Ríkissjónvarpsins mun renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður sett þak á auglýsingatekjur Rúv og allar tekjur umfram það renna til einkarekinna fjölmiðla. Þá verður stuðningur við fjölmiðla sem sinna skilgreindu almannaþjónustuhlutverki aukinn. 19.12.2025 14:22
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent