Fréttamaður

Andri Eysteinsson

Andri skrifar fréttir á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið

Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring.

Myndband frá falli skorsteinsins

Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi, í fréttinni má sjá myndband frá framkvæmdunum.

Fundu 40 kíló af plasti í hvalshræi

Hvalshræ sem skolaði á land á Filippseyjum á dögunum hefur verið krufið og er dánarorsökin ljós. Vísindamenn hafa greint frá því að hvalurinn hafi drepist vegna ofþornunar og hungurs sem rekja má til þeirra 40 kílóa af plastpokum sem fundust í maga hvalsins.

Mannréttindaleiðtogi fangelsaður í Tjetjeníu

Aðgerðarsinninn Oyub Titiev sem barist hefur í áraraðir fyrir mannréttindum í Tjetjeníu í Rússlandi ásamt samtökum sínum Memorial hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir vörslu eiturlyfja. Titiev og samtökin Amnesty International hafa gagnrýnt dóminn og sagt hann vera pólitískan.

Fyrsti íslenski álbíllinn orðinn ökufær

Fyrsti íslenski álbíllinn sem smíðaður var frá grunni hér á landi er orðinn ökufær og gefst Íslendingum færi á að skoða bifreiðina á morgun. Til stendur að framleiða fleiri eintök af jeppanum, sem fengið hefur nafnið Ísar, enda er nú þegar búið að selja fimm eintök og áhuginn enn meiri á þessum létta álbíl.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.