Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Yfir 200 tilkynningar til netöryggissveitarinnar

Fyrirtækjum er ekki skylt að tilkynna netöryggisveit um atvik sem varða netöryggi. Forstöðumaður sveitarinnar segir það akkillesarhæl. Fallið var frá flutningi sveitarinnar til Ríkislögreglustjóra. Unnið að þjónustusamningum í staðinn.

Icelandair endurskoðar umdeilda skilmála eftir kvartanir

Stjórnendur Iceland­air skoða afnám umdeildrar reglu í skilmálum fyrirtækisins sem veldur því að bókun fyrir báðar flugleiðir fellur niður í heild sinni ef fyrri ferðin er ekki nýtt af farþega. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum flugfélagsins.

Þroskaskertur fangi utanveltu í kerfinu

Maður sem hefur játað á sig ránið í Pétursbúð í júlí situr í fangelsi gegn tilmælum geðlæknis. Með vitsmunaþroska á við níu til tólf ára barn. Verjandi mannsins segir kerfið ekki hafa úrræði til að bregðast við.

Efnt til samkeppni um nýja mynd á Sjávarútvegshúsið

Efnt verður til samkeppni um nýja mynd á vegg Sjávarútvegshússins í stað sjómannsmyndarinnar sem málað var yfir á dögunum. Dómnefnd verður falið að velja mynd sem misbýður ekki sómakennd nágranna.

Furðu brött þrátt fyrir allt

Umfangsmestu sjúkraflutningar í sögu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands fóru fram í fyrrinótt. Vel á annað hundrað manns voru fluttir vegna bráðsmitandi nóróveirusýkingar. Flestir hinna veiku á batavegi og furðu brattir að sögn. Heilbrig

Erla segir of mikla áherslu lagða á játningar

„Þetta virðist hafa fengið mjög á fólk og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið,“ segir Erla Bolladóttir, sem sat fyrir svörum eftir frumsýningu myndarinnar í London fyrr í sumar.

Sjá meira