Aðalheiður Ámundadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Telja viku eftir af viðræðunum

Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót.

Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara

Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands.

Óbreytt staða í skattamálum

Málefnaviðræður flokkanna eru mjög langt komnar. Ríkisstjórn gæti orðið til um næstu helgi. Ágreiningur um ráðherraembætti geymdur þar til síðast. Átök gætu orðið milli flokkanna um utanríkisráðuneytið.

Vilja kvenskörunga í stjórn

Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um óformlegar viðræður Sjálfstæðismanna, VG og Framsóknar. Katrín mun leiða viðræðurnar ef af þeim verður. Forystumenn á vinstri vængnum hafa ekki misst alla von og vilja sína kvenskörunga í stjórn.

Deilt um forsæti og stólafjölda

Barátta um völd einkennir nú þreifingar um myndun ríkisstjórnar. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gera bæði tilkall til embættis forsætisráðherra og fjöldi ráðherrastóla er Sjálfstæðismönnum mjög hugleikinn.

Sjá meira