Veður

Veður


Fréttamynd

Hitinn ó­bæri­legur á göngu­leiðinni hjá Sturlu

Íslendingur sem gengur vinsæla gönguleið þvert yfir Spán segir hitann í dag hafa verið óbærilegan en hitabylgja gengur nú yfir stóran hluta Evrópu. Göngufólk á leiðinni leggi mun fyrr af stað til að forðast versta hitann, en sumir hafi þrátt fyrir það helst úr lestinni.

Fréttir
Fréttamynd

„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“

Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans.

Innlent
Fréttamynd

„Sumarveður“ í kortunum

Norðlægar áttir verða ríkjandi á næstu dögum en í vikunni er útlit fyrir að landið skiptist í tvenn hvað hita varðar. Hlýrra verður á sunnanverðu landinu en svalt á því norðanverðu.

Veður
Fréttamynd

Norð­vestan­átt á landinu og gasmengun gæti borist til Grinda­víkur

Það verður áfram norðan- og norðvestanátt á landinu í dag. Á norðanverðu landinu verður væta og svalt í veðri, en annars skýjað með köflum, stöku skúrir og hlýtt. Á Austfjörðum hvessir seinnipartinn. Gasmengun við gosstöðvarnar berst til suðurs yfir gönguleiðir, Suðurstrandarveg og mögulega til Grindavíkur.

Veður
Fréttamynd

Hitametin orðin of mörg til að telja upp

Lamandi hitabylgja ríður nú yfir Evrópu. Veðurfræðingur segir loftlagsbreytingar valda fleiri bylgjum sem standi lengur en áður. Hitinn úti í heimi nú sé forsmekkurinn að því sem koma skal.

Erlent
Fréttamynd

Engar bætur eftir að tómur gámur fauk á bíla

Eigandi tveggja bíla sem urðu fyrir gámi, sem fauk í aftakaveðri í febrúar í fyrra, þarf að bera tjón sitt sjálfur þar sem það var ekki metið sem svo að gámafyrirtæki hafi þurft að fjarlægja gáminn, þrátt fyrir að rauð veðurviðvörun hafi verið gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Kuldi í kortunum en Ís­lendingar upp­teknir af eigin nafla

Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim.

Veður
Fréttamynd

Búist við kuldahreti

Veðrið hefur leikið við landsmenn síðustu daga en allt sem er gott tekur enda, eða pásu öllu heldur. Búist er við kuldahreti á næstu dögum en veðurfræðingur segir þó að það eigi eftir að hlýna aftur í næstu viku.

Veður
Fréttamynd

Kaldara loft færist yfir landið á næstu dögum

Eftir hlýja daga um liðna helgi verður norðlæg átt ríkjandi og smám saman mun kaldara loft færast yfir landið. Um og uppúr miðri vikunni verður orðið kalt í veðri á norðanverðu landinu og nokkuð vætusamt einnig á þeim slóðum.

Veður
Fréttamynd

Björt og hlý helgi

Von er allt að 23 stiga hita á Suðurlandi í dag. Hitinn mun þó líklega ná tuttugu stigum í fleiri landshlutum í dag. Svalast verður fyrir austan og fyrir norðan en von er á sambærilegu veðri á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sann­kallað sumar­veður um helgina

Allmikill hæðarhryggur er nú yfir Grænlandshafi og stjórnar veðurlagi helgarinnar sem verður sannkallað sumarveður. Fremur hægir norðaustanvindar munu leika um landið í dag, en strekkingur eða allhvasst og dálítil rigning við suðausturströninda í kvöld og fram á nótt.

Veður
Fréttamynd

Hollenskir túr­istar gapandi hissa á snjó­komu í júlí

Túristar á Norðurlandi voru heldur betur hissa þegar það byrjaði að snjóa á þau í dag. Leiðsögumaður sem er í hringferð með túristana segir að þeir hafi verið kátir þrátt fyrir að þeir hafi þurft að klæða sig í öll fötin sín.

Veður
Fréttamynd

Munur á veltunni þegar fólk getur sleikt sólina

Veitingastjóri í miðbænum segir að það hafi verið nóg að gera í miðbænum í sólinni í dag. Hann segir að mikill munur sé á veltunni þegar hægt er að geta bætt við tugum borða utandyra sem séu full allan daginn.

Innlent
Fréttamynd

Sólin færir sig suður

Í dag og næstu daga verður viðsnúningur í veðrinu frá því sem verið hefur. Nú verður yfirleitt þurrt og bjart á köflum á Suður- og Suðvesturlandi og einnig hlýjast á meðan blautt verður á köflum, lágskýjað og svalara í öðrum landshlutum.

Veður