Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þór dregur liðið úr keppni í efstu deild

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs frá Akureyri hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Bónus deild kvenna og skrá liðið þess í stað í 1. deildina á næsta tímabili. Ákvörðunin er tekin í kjölfar fregna um brotthvarf tveggja lykilleikmanna liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan sækir tvo öfluga Þórsara

    Miðherjinn Madison Sutton og landsliðskonan Eva Wium Elíasdóttir hafa yfirgefið herbúðir Þórs frá Akureyri og samið við Stjörnuna í Garðabænum til næstu tveggja ára.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fékk að mæta að­eins seinna í vinnu eftir Ís­lands­meistara fögnuð

    „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfu­bolta­vellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrir­liði Hauka sem varð í gær Ís­lands­meistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukku­stundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“

    Sólrún Inga Gísladóttir steig heldur betur upp í liði Hauka í kvöld en hún setti fjóra stóra þrista og endaði með 14 stig. Hún var mætt í viðtal á gólfinu strax eftir leik til Andra Más sem spurði hana hver munurinn hefði verið á þessum leik og síðasta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mætum ótta­laus“

    Haukar taka á móti Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði í kvöld en um er að ræða hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KKÍ breytir reglum varðandi er­lenda leik­menn

    Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við ætluðum bara ekki að tapa“

    Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Mikil­vægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með fé­laginu“

    KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar

    Hin danska Emilie Hesseldal var Just wingin' it og Play maður leiksins þegar Njarðvík kreisti fram frábæran sigur gegn Haukum og minnkaði muninn í 2-1, í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Hún segir ísböð lykilinn að magnaðri frammistöðu sinni í gær.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur

    Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga, mátti vera ánægður með liðið sitt í kvöld. Þær náðu að knýja fram leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinni í körfubolta með því að vinna Hauka í æsispennandi leik 93-95.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Krista Gló: Ætluðum að vinna

    Krista Gló Magnúsdóttir var hetja Njarðvíkinga í kvöld þegar Njarðvíkinga náðu sér í einn leik í það minnsta í viðbót í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Krista negldi niður þrist til að koma Njarðvík í 93-95 sem urðu lokatölu leiksins ásamt því að stela boltanum þegar skammt var eftir.

    Körfubolti