
Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni
Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali.