Greiddi ekki skatt af launum Bailey árið 2005 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 23:19 Damon Bailey í leik með Grindavík í haust. Mynd/Stefán Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson" Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deildin hafi ekki greitt skatta og launatengd gjöld af launum Damon Bailey er hann var á mála hjá félaginu árið 2005. Það verði hins vegar gert nú. Bailey, sem var einnig samningsbundinn Grindavík í haust, sagði í viðtali við Vísi að engin gögn hefðu fundist um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans síðan hann kom fyrst til landsins, árið 2004. Á þeim tíma hefur hann leikið með Hamar/Selfoss, Þór í Þorlákshöfn, Njarðvík og Grindavík. Forráðamenn Njarðvíkur fullyrtu hins vegar í kjölfarið að þeir hefðu staðið í skilum á öllum sínum greiðslum, eins og kemur fram í greininni sem má finna hér að neðan. Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að skattar og launatengd gjöld af launum þeirra Bailey og Tiffany Roberson, sem lék með kvennaliði Grindavíkur þar til í haust, verða greidd á næstunni. Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér að neðan: „Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Körfuknattleiksdeild Grindavíkur vill koma á framfæri að skattar og launatengd gjöld verða greidd af öllum launum þeirra Damon Bailey og Tiffany Roberson á árinu 2008. Varðandi fullyrðingu Damon um að ekki hafi verið greidd launatengd gjöld af launum hans árið 2005, þegar hann lék með Grindavík um tveggja mánaða skeið, þá staðfestir Kkd Grindavíkur að það er rétt hjá Damon. Á þeim tíma töldum við að hægt væri að greiða erlendum leikmönnum laun sem verktökum ef þeir dvöldu og störfuðu á landinu í skemmri tíma en 183 daga. Í sumar og haust var farið ofan í saumana á þessu málum, en Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun og KKÍ höfðu lagt á það áherslu að þessi mál væru í lagi. Kkd Grindavíkur leitaði álits vegna málsins hjá endurskoðunarstofu. Niðurstaðan af þeirri vinnu var sú að deildinni bæri að greiða skatta af launum erlendra leikmanna, sama hversu lengi þeir störfuðu hér. Það var því ekki annað að gera en að taka strax á málinu og, eins og greint er frá hér að ofan, verða greiddir skattar og launatengd gjöld af launum erlendra leikmanna Kkd Grindavíkur. f.h. Kkd Grindavíkur Óli Björn Björgvinsson"
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36 Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi. 18. nóvember 2008 15:36
Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar „Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. 18. nóvember 2008 17:20