KR-ingar áttu 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2008 08:30 Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Það er athyglisvert að skoða tölfræðina úr leik KR og Njarðvíkur í Iceland Express deildinni í gær þar sem heimamenn í KR unnu 55 stiga sigur á gestunum úr Njarðvík, 103-48. Það er sama hvar er litið því yfirburðir KR-inga voru ótrúlegir þrátt fyrir að bara einn byrjunarliðsmaður liðsins hafi náð að spila í 20 mínútur - fyrirliðinn Fannar Ólafsson. Þegar upp var staðið þá voru 10 af 11 bestu leikmönnum vallarins í KR-búningi en þá er litið á framlag þeirra til síns liðs. Njarðvíkingurinn Friðrik Stefánsson (18 í framlagi) var í 2. sæti á eftir Jason Dourisseau (20 á 15 mínútum) en KR-ingar skipuðu síðan tíu næstu sæti. Næsti Njarðvíkingur á lista var Hjörtur Hrafn Einarsson sem var með tólfta hæsta framlagið í þessum sögulega leik. Þegar litið er á hvert framlag leikmanna væri ef þeir hefðu skilað sömu tölum og spilað allan leikinn þá eru KR-ingar einráðir enda eiga þeir þar sjö efstu menn þar af voru þrír þeirra, Jason Dourisseau (53,3), Darri Hilmarsson (35,8) og Jón Arnór Stefánsson (31,1) yfir þrjátíu í framlagi á hverjar 40 mínútur. Friðrik Stefánsson (18 stig, 14 fráköst) bar af í liði Njarðvíkur en hinir landsliðsmennirnir Logi Gunnarsson og Magnús Þór Gunnarsson sáu ekki til sólar í þessum leik. Logi skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en Njarðvík var komið 30 stigum undir og Magnús Þór Gunnarsson klikkaði á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Magnús Þór var í 16. sæti yfir hæsta framlagið í þessum leik en Logi var aðeins í 19. til 22. sæti ásamt þremur öðrum félögum sínum í liðinu. Logi var einn af sex leikmönnum liðsins þar framlag þeirra til leiksins var neikvætt. Byrjunarlið KR lék aðeins í samtals 90 mínútur í leiknum en náði samt að skora 15 stigum meira (56-41) en byrjunarlið Njarðvíkur sem lék í samtals 137 mínútur. KR-bekkurinn skoraði síðan 47 stig á móti aðeins 7 stigum frá bekk Njarðvíkur. KR hitti úr 55 prósent af skotum sínum (41 af 75) á meðan þeir héldu Njarðvíkurliðinu í aðeins 26 prósent skotnýtingu (13 af 50). Njarðvík nýtti aðeins 2 af 18 þriggja stiga skotum sínum (11,1 prósent) en skyttur KR settu niður 10 af 25 þriggja stiga skotum sínum (40,0 prósent). KR-ingar þvinguðu líka 24 tapaða bolta hjá Njarðvík á meðan þeir töpuðu aðeins 7 boltum sjálfir.Hæsta framlagið í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 20 2. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 18 3. sæti - Darri Hilmarsson, KR 17 4. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 15 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 15 6. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 14 7. sæti - Fannar Ólafsson, KR 11 7. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 11 9. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 10 9. sæti - Ellert Arnarson, KR 10 11. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 9 12. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 6 13. sæti - Elías Kristjánsson, Njarðvík 5 14. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 2 14. sæti - Baldur Ólafsson, KR 2Hæsta framlagið á hverjar 40 mínútur í leik KR og Njarðvíkur 17. nóvember 2008: 1. sæti - Jason Dourisseau, KR 53,3 2. sæti - Darri Hilmarsson, KR 35,8 3. sæti - Jón Arnór Stefánsson, KR 31,1 4. sæti - Jakob Örn Sigurðarson, KR 28,6 5. sæti - Ólafur Már Ægisson, KR 28,6 6. sæti - Helgi Már Magnússon, KR 27,5 7. sæti - Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 26,1 8. sæti - Friðrik Stefánsson, Njarðvík 24,8 9. sæti - Skarphéðinn Freyr Ingason, KR 24,0 10. sæti - Ellert Arnarson, KR 22,2 11. sæti - Fannar Ólafsson, KR 22,0 12. sæti - Elías Kristjánsspon, Njarðvík 11,1 13. sæti - Baldur Ólafsson, KR 8,9 14. sæti - Hjörtur Hrafn Einarsson, Njarðvík 8,6 15. sæti - Guðmundur Þór Magnússon, KR 6,7
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44