Erfitt að vera 8-0 eftir sex leiki 10. nóvember 2008 15:35 Benedikt Guðmundsson Mynd/Stefán KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu. Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
KR-liðið hefur verið á mikilli siglingu í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur og hefur unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. KR-ingum hefur verið ætlað að gera stóra hluti í vetur eftir að það fékk landsliðsmennina Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson í sínar raðir og ekki er óalgengt að heyra menn kasta því fram að það yrði stórslys ef KR yrði ekki Íslandsmeistari - ekki síst í ljósi þess að efnahagskreppan hefur enn ekki haft jafn mikil áhrif á liðið og önnur í deildinni. Vísir hafði samband við Benedikt Guðmundsson þjálfara KR og spurði hann út í væntingar hans sjálfs og fólksins á götunni í vetur. "Ég ætlaði liðinu auðvitað að vera 6-0 eftir sex umferðir, svo ég er auðvitað ánægður með það - en ég held að sé ekki hægt að vera 8-0 eftir sex leiki," sagði Benedikt í gamansömum tón og vísaði í þær væntingar sem gerðar eru til KR í vetur. "Ég hef gengið út eftir tvo leiki vetur þar sem maður upplifði að maður hefði verið að tapa þar sem sigrarnir voru bara með ellefu og fimmtán stigum, svo það er kannski dæmi um þessar væntingar sem til okkar eru gerðar. Það er eins og við höfum öllu að tapa ekkert að vinna," sagði Benedikt. En er þá ekki bara leiðinlegt að spila undir þeim formerkjum? "Það var mjög skrítin tilfinning að upplifa að það væri ekki nóg að vinna. Ég skal alveg viðurkenna að við höfum ekkert endilega verið frábærir í öllum leikjunum en það er líka ekki hægt að ætlast til þess að menn sýni alltaf sinn besta leik. Það getur líka verið að sé erfiðara að koma mönnum á tærnar fyrir suma leiki," sagði Benedikt. Næsti leikur KR-inga verður á fimmtudagskvöldið klukkan 19:15 en þá sækja þeir Stjörnuna heim í Ásgarðinn í Garðabæ. Þá tekur FSu á móti Breiðablik og grannarnir Grindavík og Keflavík mætast í Grindavík. KR er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir, Grindavík kemur næst með 10 stig og Keflavík og Tindastóll hafa 8 stig í þriðja og fjórða sætinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira