

Sjávarútvegur

Látið fjörðinn í friði
Við Íslendingar fáum auðveldlega æði fyrir allskonar snjalllausnum, allt frá fótanuddtækjum til vindmyllugarða sem eru þessa dagana ofarlega á lista lukkuriddara, ásamt eldi á laxi í opnum sjókvíum. Saga vindmyllugarða á Íslandi er ennþá á formálastiginu en það er saga laxeldis í opnum sjókvíum hins vegar ekki, hún spannar nokkra áratugi.

Stjörnukokkar gegn sjókvíaeldi
Hópur þekktra matreiðslumeistara hafa tekið höndum saman og hvetja til sniðgöngu á laxi úr sjókvíaeldi.

Læknar bifvélavirki eyrnabólgu?
Sjávarútvegur hefur verið samofinn lífskjarabaráttu þjóðarinnar í aldanna rás. Hvað sem því líður telur einungis fjórðungur þjóðarinnar sig búa yfir einhverri þekkingu á sjávarútvegsmálum.

Útskrifaður af gjörgæslu eftir skipsbrunann í Njarðvíkurhöfn
Skipverji sem slasaðist þegar Grímsnes GK-555 brann í Njarðvíkurhöfn fyrir viku er útskrifaður af sjúkrahúsi. Rannsókn lögreglu á brunanum mannskæða er sögð miða vel áfram en ekki er talið að upptök eldsins hafi borið að með saknæmum hætti.

Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar
Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar.

Ný bók um Samherjamálið
Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið. Bókin er gefin út af ritstjóra dagblaðsins The Namibian, sem hefur fjallað ítarlega um málið á undanförnum árum.

Dómsmáli gegn Arnarlaxi frestað og lausn í sjónmáli
Lausn virðist vera í sjónmáli í deilu Vesturbyggðar við fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax. Málaferli voru hafin vegna aflagjalda upp á tugmilljónir króna.

Slökkvistarfi lokið á vettvangi banaslyssins í Njarðvík
Slökkvistarfi er lokið í Njarðvíkurhöfn þar sem eldur kviknaði í netabátnum Grímsnesi GK-555 í nótt. Vettvangur var afhentur Lögreglunni á Suðurnesjum upp úr klukkan tvö í dag.

KAPP kaupir RAF
Fyrirtækið KAPP ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í hátæknifyrirtækinu RAF ehf. Gengið var frá kaupunum á sjávarútvegssýningunni í Barcelona á Spáni í dag.

Kaupa flugvél til að flytja ferskan eldislax á markað
Færeyski fiskeldisrisinn Bakkafrost, í gegnum dótturfélag sitt FarCargo, mun í sumar hefja beint flug frá Færeyjum með ferskan eldislax á erlenda markaði. Til flugsins verður notuð fraktflugvél sem sérstaklega var keypt fyrir verkefnið.

Djúpið í örum vexti!
Við verðum að tryggja fleiri stoðir undir atvinnulíf þjóðarinnar. Já, við vitum, að þú hefur heyrt þetta nokkrum sinnum áður. En við viljum segja þér frá atvinnugrein sem er að skapa störf og það mjög fjölbreytt störf í samfélagi sem hefur verið í varnarbaráttu allt of lengi.

Hlutabréfagreinandi töluvert bjartsýnni á rekstur Brims nú en við áramót
Jakobsson Capital er töluvert bjartari fyrir rekstur Brims í ár en greiningarfyrirtækið var fyrir áramót. Loðnuvertíð gekk vel og afli meiri en talið var. Horfur eru á að það háa verð sem býðst fyrir sjávarafurðir haldist hátt lengur en áður var reiknað með í ljósi mikillar hækkunar á öðru matvælaverði. Einnig hefur olíuverð lækkað sem hefur jákvæð áhrif.

Brim klárar tólf milljarða kaup á danskri fiskvinnslu
Útgerðarfyrirtækið Brim hefur lokið við kaup á helmingshlut í félaginu Polar Seafood Denmark. Kaupverðið eru samanlagt 625 milljónir danskra króna, eða um tólf milljarðar íslenskra króna.

Eigandi Hvals með fast sæti í sendinefnd á fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins
Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., hefur átt sæti í öllum þeim sendinefndum sem hafa sótt ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins frá því að Ísland gerðist aftur aðili að ráðinu árið 2002.

„Það eru fleiri tonn af línum á hafsbotni“
Gömul kræklingaræktunarlína fór í skrúfuna á Rib-bátnum Dögun á fimmtudaginn er honum var siglt í hvalaskoðun í Eyjafirði á vegum fyrirtækisins Arctic Sea Tours. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir þetta í annað sinn sem þetta gerist og fjölmargir sjómenn hafi fengið kræklingalínur úr rækt sem varð gjaldþrota í skrúfuna og nauðsynlegt sé að hreinsa línurnar.

Líta mál skipsins alvarlegum augum
Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt.

Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt.

Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð
Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna.

Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum.

Vilja loftslagsskatta á skip til að koma á orkuskiptum
Samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Stokkhólmi er hægt að skattleggja fiskiskipaflota Evrópusambandslanda og nota féð til að breyta greininni. Skip eru í dag undanþegin olíusköttum og rannsóknir á orkuskiptum eru skammt á veg komnar.

Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi.

Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna
Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið.

Kafari náði mögnuðum myndum af þéttri loðnutorfu við Hjalteyri
Kafari sem var að tína skeljar á hafsbotni í Eyjafirði í byrjun vikunnar upplifði það að þétt loðnutorfa var skyndilega farin að synda í kringum hann. Sérstaka athygli vekur að loðnan var óhrygnd, sem styrkir vísbendingar um breytt hegðunarmynstur og að hún hrygni í auknum mæli við Norðurland.

Ice Fish Farm stefnir á að sækja 6,5 milljarða króna í aukið hlutafé
Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm á Austfjörðum hyggst sækja jafnvirði 6,5 milljarða íslenskra króna í aukið hlutafé. Núverandi hluthafar, þar á meðal tvö íslensk félög, munu leggja til bróðurpart fjárhæðarinnar.

Lægri endurgreiðsla VSK og aukin gjöld á skemmtiferðaskip
Endurgreiðsla VSK vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði lækkar verulega í sumar. Þá verður tímabundinn eins prósents tekjuskattur lagður á lögaðila. Til stendur að leggja gjöld á komu skemmtiferðaskipa og hækka veiðigjald. Þá á að endurskoða tryggingakerfi öryrkja. Dregið verður úr ríkisstuðningi við innflutning rafbíla. Framkvæmdum ríkisins sem ekki eru hafnar verður frestað.

Strandveiðar eitt skref áfram, tvö afturábak
Matvælaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að hverfa aftur til þess fyrirkomulags strandveiða sem var hér fyrir árið 2018. Það er að segja að aflaheimildum sem ráðstafað er til strandveiða verði skipt upp í fjögur landssvæði.

Forstjóri Brims gagnrýnir „lýðskrum“ í umræðu um sjávarútveg
Forstjóri og aðaleigandi Brims, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, segir „málsmetandi aðila kynda undir öfund og óánægju í garð sjávarútvegs á fölskum forsendum“ en gagnrýnin er sett fram á sama tíma og stjórnvöld vinna nú að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða. Hann rifjar upp að bætt afkoma Brims megi rekja til umdeildra ákvarðana sem voru teknar fyrir fáeinum árum, sem varð til þess að Gildi seldi allan hlut sinn, og lærdómurinn af því sé að „ekki er allaf rétt að forðast ágreining.“

Fiskveiðiauðlindin okkar
Undanfarna mánuði hef ég, fyrir hönd Samfylkingarinnar, setið í stóru nefndinni hennar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um fiskveiðiauðlindina. Á síðasta fundi var rætt um stóru ágreiningsmálin, þ.e. um arðinn af auðlindinni og hvert hann eigi að renna og um samþjöppun í greininni.

Aukin skattheimta og „sanngjarnari“ veiðigjöld
„Við erum að undirbúa fjármálaáætlun. Það er alveg ljóst að við munum þurfa að horfa til þess í fjármálaáætlun að stuðla að því að slá verðbólguna niður, og það gerist auðvitað fyrst og fremst með því að annars vegar að auka tekjuöflun og hins vegar með því að slá niður útgjöld,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja fjármálaáætlun sem kynnt verður í vikunni.

Þú ert það sem þú upplifir: Opið bréf til lubbamenna og lúðulaka í Múlaþingi
„Sjálf og sjálfsmynd eru hugtök sem vísa til reynslu okkar og tilfinninga í okkar eigin garð.“