Skammgóður vermir - sagan endurtekur sig Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. október 2023 12:01 Það er skiljanlegt en um leið sorglegt að lesa varnarviðbrögð í kjölfar fjölsótts samstöðufundar gegn sjókvíaeldi sem fram fór á Austurvelli 7. október síðastliðinn. Opið sjókvíaeldi er ekki sjálfbært Það er vissulega skiljanlegt að fólk grípi til varna fyrir atvinnugrein sem hefur stuðlað að uppbyggingu á heimaslóðum, þar sem hjartað slær. Þar sem hún hefur haft jákvæð áhrif á byggðarlög sem átt hafa erfitt uppdráttar og verið lyftistöng fyrir samfélagið. Ég get alveg sett mig í þau spor. Það virðist hins vegar vera ákveðin plata í spilun um ágæti greinarinnar og hvernig öfgahreyfingar eyði, af frámuna fávisku, orku í að vara við þeirri skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi. Gögnin tala hins vegar sínu máli: svört skýrsla um stórgallað regluverk kom út í vetur og svo stóra umhverfisslysið, strok 3.500 laxa úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst, sem bætist ofan á myndefni af lúsétnum eldisfiskum. Svarið er einfalt: Opið sjókvíaeldi er ekki sjálfbært og getur aldrei orðið það. Einn pinni á gírstönginni þeirra Forsagan er mikilvæg því samfélögin á Vestfjörðum og Austfjörðum voru skilin eftir vængbrotin þegar kvótinn var framseldur. Og nú er sagan að endurtaka sig og ,,bjargvætturinn” í þessu meinta ævintýri eru lukkuriddarar norska sjókvíaeldisins sem eru því miður ekki drifnir áfram af samfélagslegri ábyrgð og ást sinni á litlu samfélögunum sem þeir vilja glæða lífi og koma til hjálpar. Nei því fer fjarri - og ég leyfi mér að fullyrða að eini pinninn á gírstöng þeirra er fjárhagslegur ávinningur. Það kristallast til að mynda í algjörri þögn Fiskeldis Austfjarða vegna hins umdeilda leyfis í Seyðisfirði. Ekkert hefur heyrst frá forsvarsmönnum Ice Fish Farm, þeim Guðmundi Gíslasyni og Jens Garðari Helgasyni. Þeir virðast því ætla að halda áformunum til streitu þvert á vilja stórs meirihluta íbúa. Það versta af öllu er þó fórnarkostnaðurinn sem er gríðarlegur og óafturkræfur fyrir náttúruna, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfið í heild. Plottið er á einfaldan hátt svona: Vera með réttan einstakling í ráðuneytinu og bjóða auðtrúa sveitarstjórnarfulltrúum upp í dans. Skrifa síðan reglurnar og þar sem hafsvæðin voru ekki einu sinni skipulögð reyndist létt að sölsa undir sig verðmætum leyfum endurgjaldslaust og hafsvæðin í raun tekin eins og um einskis manns land væri að ræða. Byggðirnar myndu jú leggjast flatar fyrir gylliboðum um fjárfestingar og störf á svæðinu. Pólitíkin allsráðandi Það var ekki fyrr en 2018 að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru staðfest en að sjálfsögðu var passað upp á að þau væru ekki afturvirk og myndu því ekki hagga því að fiskeldisfyrirtækin næðu leyfunum. Við gerð skipulagsins var pólitík líka allsráðandi gegnum svæðisráð og lög og reglur sveigðar og bognar til að tryggja nýju fjárfestunum leið inn í skipulagið. Ef rekin hefði verið alvöru byggðastefna hér á landi hefði verið fyrir löngu búið að skattleggja sameiginlega auðlind okkar sem hefur nú í árafjöld malað gull fyrir fámenna elítu. Stóran hluta af því fjármagni hefði átt að nota til að styðja við dreifðari byggðir landsins sem lögðust nánast af við að missa lífsviðurværið þegar stærð þeirra var ekki hagkvæm fyrir útgerðina. Ef þetta hefði verið gert tel ég að þær byggðir sem eru nú orðnar „sjókvíaeldisbyggðir“ hefðu haft bolmagn til að standa í lappirnar gegn þessum skaðlega iðnaði, séð stóru myndina og haft sjálfstraust til að sjá lengra fram í tímann. Skíta-bisness-bix Tíminn vinnur ekki með iðnaði sem stefnir náttúru, villtum tegundum og vistkerfi okkar í uppnám. Vísindamenn, rannsóknablaðamenn og náttúruverndarsinnar í þúsundatali með hagsmuni náttúrunnar og lífríkisins að leiðarljósi hafa eytt ómældum tíma og fjármunum til að draga upp staðreyndirnar, ná myndefni og upplýsa almenning um skaðleg áhrif iðnaðarins. Dýravelferð er algerlega hunsuð og einnig ber að líta á að þetta er rándýr lúxusvara og öll rök um að fæða hungraðan heim eins og hver annar brandari. Fólk sem setur sig í framlínu í svona baráttu er ekki að reyna að ná fólki á vagninn með upphrópunum eða bera út áróður til þess að skemma fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni - bara hreint ekki - þessi fórnarkostnaður náttúrunnar og þetta skíta-bisness-bix er einfaldlega ekki í lagi og verður aldrei í lagi og þess vegna verður að fara aðrar leiðir. Við viljum að byggðirnar blómstri Ég er viss um að ég tali fyrir meirihluta landsmanna þegar ég segi að við viljum öll að byggðir landsins blómstri, að fasteignamat sé sanngjarnt, að skólarnir iði af lífi, að unga fólkið geti stundað þar nám og ömmur og afar fái notið barna og barnabarna í fallegustu fjörðum landsins. Stefnum að því saman - en fórnum ekki vistkerfinu fyrir skammgóðan vermi. Segjum NEI við sjókvíaeldi. Höfundur er formaður VÁ! félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er skiljanlegt en um leið sorglegt að lesa varnarviðbrögð í kjölfar fjölsótts samstöðufundar gegn sjókvíaeldi sem fram fór á Austurvelli 7. október síðastliðinn. Opið sjókvíaeldi er ekki sjálfbært Það er vissulega skiljanlegt að fólk grípi til varna fyrir atvinnugrein sem hefur stuðlað að uppbyggingu á heimaslóðum, þar sem hjartað slær. Þar sem hún hefur haft jákvæð áhrif á byggðarlög sem átt hafa erfitt uppdráttar og verið lyftistöng fyrir samfélagið. Ég get alveg sett mig í þau spor. Það virðist hins vegar vera ákveðin plata í spilun um ágæti greinarinnar og hvernig öfgahreyfingar eyði, af frámuna fávisku, orku í að vara við þeirri skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi. Gögnin tala hins vegar sínu máli: svört skýrsla um stórgallað regluverk kom út í vetur og svo stóra umhverfisslysið, strok 3.500 laxa úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst, sem bætist ofan á myndefni af lúsétnum eldisfiskum. Svarið er einfalt: Opið sjókvíaeldi er ekki sjálfbært og getur aldrei orðið það. Einn pinni á gírstönginni þeirra Forsagan er mikilvæg því samfélögin á Vestfjörðum og Austfjörðum voru skilin eftir vængbrotin þegar kvótinn var framseldur. Og nú er sagan að endurtaka sig og ,,bjargvætturinn” í þessu meinta ævintýri eru lukkuriddarar norska sjókvíaeldisins sem eru því miður ekki drifnir áfram af samfélagslegri ábyrgð og ást sinni á litlu samfélögunum sem þeir vilja glæða lífi og koma til hjálpar. Nei því fer fjarri - og ég leyfi mér að fullyrða að eini pinninn á gírstöng þeirra er fjárhagslegur ávinningur. Það kristallast til að mynda í algjörri þögn Fiskeldis Austfjarða vegna hins umdeilda leyfis í Seyðisfirði. Ekkert hefur heyrst frá forsvarsmönnum Ice Fish Farm, þeim Guðmundi Gíslasyni og Jens Garðari Helgasyni. Þeir virðast því ætla að halda áformunum til streitu þvert á vilja stórs meirihluta íbúa. Það versta af öllu er þó fórnarkostnaðurinn sem er gríðarlegur og óafturkræfur fyrir náttúruna, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfið í heild. Plottið er á einfaldan hátt svona: Vera með réttan einstakling í ráðuneytinu og bjóða auðtrúa sveitarstjórnarfulltrúum upp í dans. Skrifa síðan reglurnar og þar sem hafsvæðin voru ekki einu sinni skipulögð reyndist létt að sölsa undir sig verðmætum leyfum endurgjaldslaust og hafsvæðin í raun tekin eins og um einskis manns land væri að ræða. Byggðirnar myndu jú leggjast flatar fyrir gylliboðum um fjárfestingar og störf á svæðinu. Pólitíkin allsráðandi Það var ekki fyrr en 2018 að lög um skipulag haf- og strandsvæða voru staðfest en að sjálfsögðu var passað upp á að þau væru ekki afturvirk og myndu því ekki hagga því að fiskeldisfyrirtækin næðu leyfunum. Við gerð skipulagsins var pólitík líka allsráðandi gegnum svæðisráð og lög og reglur sveigðar og bognar til að tryggja nýju fjárfestunum leið inn í skipulagið. Ef rekin hefði verið alvöru byggðastefna hér á landi hefði verið fyrir löngu búið að skattleggja sameiginlega auðlind okkar sem hefur nú í árafjöld malað gull fyrir fámenna elítu. Stóran hluta af því fjármagni hefði átt að nota til að styðja við dreifðari byggðir landsins sem lögðust nánast af við að missa lífsviðurværið þegar stærð þeirra var ekki hagkvæm fyrir útgerðina. Ef þetta hefði verið gert tel ég að þær byggðir sem eru nú orðnar „sjókvíaeldisbyggðir“ hefðu haft bolmagn til að standa í lappirnar gegn þessum skaðlega iðnaði, séð stóru myndina og haft sjálfstraust til að sjá lengra fram í tímann. Skíta-bisness-bix Tíminn vinnur ekki með iðnaði sem stefnir náttúru, villtum tegundum og vistkerfi okkar í uppnám. Vísindamenn, rannsóknablaðamenn og náttúruverndarsinnar í þúsundatali með hagsmuni náttúrunnar og lífríkisins að leiðarljósi hafa eytt ómældum tíma og fjármunum til að draga upp staðreyndirnar, ná myndefni og upplýsa almenning um skaðleg áhrif iðnaðarins. Dýravelferð er algerlega hunsuð og einnig ber að líta á að þetta er rándýr lúxusvara og öll rök um að fæða hungraðan heim eins og hver annar brandari. Fólk sem setur sig í framlínu í svona baráttu er ekki að reyna að ná fólki á vagninn með upphrópunum eða bera út áróður til þess að skemma fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni - bara hreint ekki - þessi fórnarkostnaður náttúrunnar og þetta skíta-bisness-bix er einfaldlega ekki í lagi og verður aldrei í lagi og þess vegna verður að fara aðrar leiðir. Við viljum að byggðirnar blómstri Ég er viss um að ég tali fyrir meirihluta landsmanna þegar ég segi að við viljum öll að byggðir landsins blómstri, að fasteignamat sé sanngjarnt, að skólarnir iði af lífi, að unga fólkið geti stundað þar nám og ömmur og afar fái notið barna og barnabarna í fallegustu fjörðum landsins. Stefnum að því saman - en fórnum ekki vistkerfinu fyrir skammgóðan vermi. Segjum NEI við sjókvíaeldi. Höfundur er formaður VÁ! félags um vernd fjarðar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun