Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Englendingnum Dom Taylor hefur verið vísað úr keppni á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann féll á lyfjaprófi í annað sinn á innan við ári. Sport 20.12.2025 11:03
Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Enski boltinn rúllar heldur betur á rásum Sýnar Sport í dag, frá morgni langt fram á kvöld. Önnur umferð hefst á HM í pílukasti. Sport 20.12.2025 06:02
Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Bandaríkjamaðurinn Leonard Gates var maður dagsins á HM í pílukasti, í það minnsta hingað til. Hann vann sinn fyrsta sjónvarpsleik í slétt ár og komst áfram eftir veglega danssýningu. Sport 19.12.2025 19:30
Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Alþýðuhetjan Stephen Bunting lenti í kröppum dansi í viðureign sinni við Sebastian Bialecki í fyrstu umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. Hann mætir Indverjanum Nitin Kumar í næstu umferð en sá skrifaði söguna með sigri sínum í gær. Sport 15. desember 2025 11:01
Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Paul Lim varð í kvöld elsti leikmaðurinn til að vinna leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar þessi 71 árs gamli leikmaður vann stórkostlegan sigur á Jeffrey de Graaf. Sport 13. desember 2025 21:19
Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Það urðu svo sannarlega óvænt úrslit á HM í pílukasti í kvöld þegar fúlskeggjaður Svíi, í 114. sæti heimslistans, gerði sér lítið fyrir og sló út Englendinginn Ross Smith sem er í 12. sæti listans, með frábærri frammistöðu. Sport 12. desember 2025 23:04
Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö HM í pílukasti er hafið en fyrir mótið voru margar af stærstu stjörnunum teknar og gabbaðar illa. Menn gátu þó hlegið að því eftir á. Sport 11. desember 2025 23:16
Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Hinn 18 ára gamli Luke Littler, ríkjandi heimsmeistari í pílukasti, átti ekki í vandræðum með að landa sigri í sínum fyrsta leik á HM í Alexandra Palace í kvöld, á fyrsta keppnisdegi HM. Sport 11. desember 2025 21:54
Nú hefst aðventan: HM í pílu af stað í kvöld Biðinni löngu eftir heimsmeistaramótinu í pílukasti lýkur í kvöld. Heimsmeistarinn Luke Littler mætir til leiks á fyrsta degi. Sport 11. desember 2025 11:30
Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Heimsmeistarinn í pílukasti kom sér í gírinn fyrir komandi heimsmeistaramót með því að skella sér á fótboltaleik í gærkvöldi. Enski boltinn 9. desember 2025 13:00
Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson vann úrvalsdeildina í pílu á laugardaginn. Hann stefnir á að komast á HM í pílu á næstu árum. Sport 9. desember 2025 11:01
Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Úrslitakvöldið í úrvalsdeildinni í pílukasti fór fram á Bullseye í gær þar sem Alexander Veigar Þorvaldsson og Hallgrímur Egilsson mættust í hreinum úrslitaleik um sigurinn árið 2025. Sá fyrrnefndi fagnaði sigri eftir hörkuviðureign. Sport 7. desember 2025 10:17
„Ég get spilað fyrir framan tóman sal og fyrir framan fullan sal“ „Það er alltaf gott að hafa smáspennu í maganum, vera smástressaður, því þá er manni ekki sama,“ segir Alexander Veigar Þorvaldsson sem í kvöld mætir Halla Egils í úrslitaleik Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye. Sport 6. desember 2025 13:17
Úrslitin í beinni í kvöld: „Ég er vanari fyrir framan myndavélarnar“ Pílukastarinn magnaði Halli Egils hugðist hætta en 7.000 Þjóðverjar létu hann skipta um skoðun. Í kvöld getur hann unnið Úrvalsdeildina í pílukasti í annað sinn, fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar og fullan sal af fólki á Bullseye við Snorrabraut. Sport 6. desember 2025 09:30
Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Undanúrslit í úrvalsdeildinni í pílu fóru fram á Bullseye í gær og sæti í úrslitum beið fyrir þá sem kláruðu sinn leik. Sport 30. nóvember 2025 10:02
Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Aðeins fjórir keppendur standa eftir í Úrvalsdeildinni í pílukasti og keppa þeir á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport, um sæti á lokakvöldinu. Sport 28. nóvember 2025 12:31
Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Heimsmeistarinn Luke Littler mætir Darius Labanauskas í fyrsta leik sínum á HM í pílukasti. Sport 25. nóvember 2025 16:46
Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Luke Littler vonast til að sleppa við að mæta Beau Greaves í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Sport 24. nóvember 2025 13:01
Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Það lá eitthvað rafmagnað í loftinu þegar fimmta kvöld og átta manna úrslit áttu sér stað í úrvalsdeildinni í pílu í gær. Sport 23. nóvember 2025 07:48
Átta bestu berjast í beinni á Bullseye Nú er ekki lengur neitt svigrúm fyrir mistök í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Átta bestu keppendurnir mæta til leiks á Bullseye við Snorrabraut annað kvöld, þar sem útsláttarkeppnin hefst. Sport 21. nóvember 2025 16:01
„Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Luke Littler komst í efsta sæti heimslistans í pílukasti um helgina og fagnaði því með því að vinna Luke Humphries, manninn sem hann fór fram úr, í úrslitaleik Grand Slam of Darts. Sport 17. nóvember 2025 09:22
Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Óhætt er að segja að mögnuð tilþrif hafi sést á fjórða og síðasta stigasöfnunarkvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti, á Bullseye í gær. Sjö af átta keppendum voru með bakið uppi við vegg svo hver píla og hver leggur skipti máli. Sport 16. nóvember 2025 10:05
Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Úrvalsdeildin í pílu heldur áfram í kvöld og er komið að loka kvöldinu í stigasöfnun og eftir kvöldið verður ljóst hverjir komast í 8 manna úrslit næsta laugardag. Sport 15. nóvember 2025 19:02
Markvörðurinn hlýddi konunni og kastar nú pílum í beinni Handboltamarkvörðurinn fyrrverandi Davíð Svansson byrjaði að keppa í pílukasti fyrr á þessu ári og hefur bætt sig afar hratt og vel. Hann keppir í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland annað kvöld, á þriðja undankvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Sport 7. nóvember 2025 10:01