Pepsi Max-deild karla

Pepsi Max-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigmar Ingi: Er með jákvætt viðhorf

    Sigmar Ingi Sigurðarson er leikmaður 19. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann sýndi marga frábæra takta í marki Breiðabliks er liðið gerði 1-1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í fyrrakvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Tryggvi Guðmundsson jafnaði markametið - myndband

    Tryggvi Guðmundsson leikmaður ÍBV jafnaði markamet Inga Björn Albertssonar í gær þegar hann skoraði sitt 126. marka í efstu deild. Tryggvi skoraði annað mark ÍBV í 3-2 tapleik gegn Stjörnunni. Í myndbandinu má sjá öll mörkin hjá Tryggva á þessu tímabili en hann hefur skorað 9 mörk í 16 leikjum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Pepsimörkin: Öll mörkin úr 19. umferð

    Öll mörkin og tilþrifin úr 19. umferð Pepsideildar karla voru sýnd í þættinum Pepsimörkin í gær á Stöð 2 sport. Hljómsveitin Genesis lagði til tónlistina í þetta myndband. Það er skammt stórra högga á milli í Pepsi-deildinni en næsta umferð fer fram á sunnudaginn og þar vekur leikur ÍBV og KR mesta athygli.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi: Ég var ekki til sóma

    Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, vill ekki staðfesta að bekkjarseta hans í leik Stjörnunnar og ÍBV í gær hafi tengst agabanni. Hann segist þó ekki hafa verið til sóma, eins og hann orðaði það sjálfur. Tryggvi tjáir sig einnig um "tilfinningarík“ fagnaðarlæti hans eftir markið sem hann skoraði í leiknum en þar með jafnaði hann markamet Inga Björns Albertssonar með sínu 126. marki í efstu deild frá upphafi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Peppi Pepsíkarl er alltaf tengdur við súrefni

    Peppi Pepsíkall hefur látið að sér kveða á leikjum í Pepsideildinni í fótbolta í sumar en hann lék stórt hlutverk á blaðamannafundi í gær þar sem Ölgerðin og Sport Five skrifuðu undir samstarfssamning. Úrvalsdeild karla og kvenna mun bera nafnið Pepsideildin fram til ársins 2015 en samstarf þessara aðila hefur staðið yfir frá vorinu 2009.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ólafur: Náðum ekki að skapa þá þyngd sem þarf

    Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks sagði kraft í sóknarleik síns liðs vanta til að ná að taka þrjú stig í Keflavík í kvöld en sætti sig þó við stigið. „Þrjú hefðu yljað en við tökum þessu stigi,“ sagði Ólafur eftir leikinn sem fór 1-1.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rúnar: Kjartan má orðið ekki gera neitt

    Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var vonsvikinn með 1-1 jafnteflið gegn Grindvíkingum í Vesturbænum í kvöld. Hann var ósáttur við gult spjald Kjartans Henry Finnbogasonar sem verður í banni gegn Fylki í 21. umferðinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Óli Baldur: Svona móment koma örsjaldan

    "Þetta eru bara svona móment sem koma örsjaldan, nánast aldrei. Ég sneri baki í markið. Það kom hár bolti á mig og það var ekki mikið annað sem ég gat gert," sagði Óli Baldur Bjarnason leikmaður Grindavíkur. Hann tryggði sínum mönnum stig gegn KR í kvöld með sannkölluðu draumamarki.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Tryggvi: Metið skiptir engu máli núna

    Tryggvi Guðmundsson jafnaði markamet Inga Björns Albertssonar í efstu deild í kvöld er hann skoraði seinna mark ÍBV í 3-2 tapinu gegn Stjörnunni. Tryggvi gat ekki fagnað metinu í kvöld enda hundfúll að hafa tapað.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Háspennu jafntefli í Krikanum

    Matthías Vilhjálmsson tryggði FH 1-1 jafntefli á móti Fram á 90. mínútu í leik liðanna á Kaplakrikavelli í kvöld þar sem dramatíkin var mikil á lokamínútunum. FH-ingar töpuðu þarna dýrmætum stigum í toppbaráttunni en Framarar halda áfram að ná í stig út úr sínum leikjum.

    Íslenski boltinn