
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 1-1 | Tíu KA menn sóttu stig í Kaplakrika
Óli Jó stýrði liði FH í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni í fótbolta síðan 2007 er liðið fékk KA í heimsókn í Kaplakrikann í dag. Lokatölur 1-1, en KA menn jöfnuðu leikinn þegar tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka eftir að hafa orðið manni færri nokkrum mínútum áður.