
KA kaus að losa sig við þjálfarann
Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár.
Handknattleiksdeild KA hefur sagt upp samningi sínum við Halldór Stefán Haraldsson sem þjálfað hefur karlalið félagsins síðastliðin tvö ár.
Þór Akureyri tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili með 37-29 sigri gegn HK í lokaumferðinni. Þá er einnig orðið ljóst hvaða lið mætast í umspilinu um hitt lausa sætið.
Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla tímabilið 2024-25. Í frétt á Vísi í gær var því haldið fram með nokkurri vissu að hann ætti nú metið yfir flest mörk að meðaltali í leik í sögu efstu deildar karla. Það er rangt.
ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason varð markakóngur Olís-deildar karla. Eftir því sem næst verður komist á hann metið yfir flest mörk að meðaltali í leik á einu tímabili í efstu deild karla í handbolta.
Sigursteinn Arndal var sigurreifur í leikslok eftir sigur FH á ÍR, 33-29, í Kaplakrika í kvöld. Sigurinn tryggði Hafnfirðingum deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla annað árið í röð.
Lokaumferð Olís deildar karla í handbolta fór fram í kvöld. FH er deildarmeistari annað árið í röð á meðan Grótta fer í umspil eftir tap gegn Aftureldingu á heimavelli.
FH tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta með sannfærandi sigri á ÍR, þrátt fyrir sveiflukenndan leik. Lokatölur í Kaplakrika voru 33-29.
„Mjög ánægður með að vinna. Hraður leikur og fátt um varnir en við tókum svona sjö mínútna kafla í seinni hálfleik þar sem við náðum bæði vörn og markvörslu, þá sigldum við fram úr“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir 43-36 sigur sinna manna í fjörugum leik gegn ÍBV. Miklar líkur eru á því að liðin mætist fljótlega aftur, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Þegar ein umferð er eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta geta enn þrjú lið staðið uppi sem deildarmeistari. Á sama tíma er spennan gríðarleg á botni deildarinnar þó svo að Fjölnir sé fallið. Liðið sem endar í 11. sæti fer í umspil um að halda sæti sínu.
Fram vann 43-36 gegn ÍBV í stórskemmtilegum leik, sem var jafn og spennandi framan af en leystist upp á lokamínútunum. Liðin sitja í þriðja og sjötta sæti deildarinnar og munu mætast í úrslitakeppninni ef ekkert breytist í lokaumferðinni sem verður spiluð í næstu viku.
Óvíst er hvort Kári Kristján Kristjánsson geti haldið áfram handboltaiðkun eftir að slæm veikindi skiluðu honum á hjartadeild Landsspítalans. Kári er þó á batavegi.
Valur hefur ráðið Róbert Gunnarsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmann í handbolta, sem aðstoðarþjálfara karlaliðs félagsins frá og með næsta tímabili.
Gunnar Magnússon mun taka við sem þjálfari handboltaliðs Hauka öðru sinni í sumar þegar hann lýkur störfum hjá Aftureldingu. Vera má að liðin mætist í úrslitakeppninni áður en að þjálfaraskiptunum verður.
Þjálfaraskipti verða hjá karlaliði Hauka í handbolta eftir tímabilið. Gunnar Magnússon tekur við Hafnarfjarðarliðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni.
Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var svekktur með tap sinna manna í Aftureldingu þegar liðið sótti Íslandsmeistara FH heim í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Hann segir sína menn einfaldlega hafa verið of mistæka.
Stjarnan tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta með tveggja marka sigri á KA í dag, lokatölur 31-29. Enn eru tvær umferðir eftir af deildarkeppni Olís-deildarinnar.
FH lagði Aftureldingu með fimm marka mun í Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur í Kaplakrika 34-29 og FH-ingar mættir í toppsætið á ný.
Valsmenn eru komnir á topp Olís-deildar karla í handbolta eftir sigur á Gróttu. Það var svo engin bikarþynnka í Fram sem lagði HK.
ÍR missti sigurinn úr höndunum á lokamínútu leiksins við ÍBV í Eyjum í dag, í Olís-deild karla í handbolta, er liðin gerðu 33-33 jafntefli. Haukar unnu risasigur gegn botnliði Fjölnis, 37-18, í Grafarvogi.
Handboltamaðurinn Jóhannes Berg Andrason gengur í raðir Team Tvis Holstebro í Danmörku frá FH í sumar.
Gunnar Magnússon lætur af störfum sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta eftir yfirstandandi tímabil. Hann segir menn þurfa að vita sinn tíma sem þjálfari hjá hverju liði. Hann er ekki hættur alfarið í þjálfun.
Gunnar Magnússon hættir í vor sem þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, eftir fimm leiktíðir í Mosfellsbænum. Við starfi hans tekur núverandi aðstoðarmaður hans, Stefán Árnason.
Valsmenn komust upp í annað sæti Olís deildar karla í handbolta eftir öruggan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Fram.
Afturelding gefur ekkert eftir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Olís deild karla í handbolta en liðið er tveimur stigum á eftir toppliði FH eftir stórsigur á Stjörnunni í kvöld.
Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu eftir tímabilið og heldur út í atvinnumennskuna í Svíþjóð þar sem hann ætlar sér stóra hluti.
„Alltaf geggjað að vinna Haukana og hvað þá að koma svona til baka í seinni og klára þetta svona fallega eins og við gerðum“ sagði Jóhannes Berg Andrason, sem átti risaþátt í 28-25 útisigri FH í nágrannaslag gegn Haukum.
Fjölnir og ÍR, tvö neðstu lið Olís deildar karla í handbolta, eru ekki búin að syngja sitt síðasta í fallbaráttunni.
FH sótti sigur gegn Haukum á Ásvöllum í nágrannaslag í nítjándu umferð Olís deildar karla. FH-ingar voru fjórum mörkum undir í hálfleik en spiluðu stórvel í seinni hálfleik, Jóhannes Berg Andrason sá svo um að sigurinn skilaði sér.
Erlingur Birgir Richardsson verður aftur þjálfari karlaliðs ÍBV í handbolta en Eyjamenn tilkynntu í kvöld að hann hafi skrifað undir tveggja ára samning.
Handboltamaðurinn Birgir Steinn Jónsson hefur skrifað undir samning við sænsku meistarana í Sävehof sem gildir til þriggja ára. Hann heldur til félagsins í sumar, eftir að leiktíðinni með Aftureldingu lýkur.