Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Hinrik Wöhler skrifar 28. nóvember 2025 20:27 Framarar voru hársbreidd frá því að stela stigi eftir frábæran kafla undir lok leiks. Vísir/Anton Brink FH lagði Fram að velli í 12. umferð Olísdeildar karla í kvöld. Leikurinn endaði 30-28 og er þetta þriðji sigur FH-inga í röð í deildinni. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og var jafnt á öllum tölum fyrsta korterið. Staðan var 8-8 þegar 15 mínútur voru liðnar en þá gengu Hafnfirðingar á lagið og skoruðu sex mörk í röð. Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, var atkvæðamikill í kvöld.Vísir/Anton Brink Framarar voru mistækir í sóknarleiknum á þessum kafla og FH svaraði með auðveldum mörkum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar staðan var orðin 12-8, og virtist það aðeins kveikja í lærisveinum hans. Fram náði að minnka muninn í eitt mark skömmu síðar, staðan orðin 13-12. Hafnfirðingar voru þó sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og nýttu yfirtöluna vel þegar Framarar fengu tvær tveggja mínútna brottvísanir með stuttu millibili. Brynjar Narfi Arndal skoraði síðasta mark hálfleiksins með laglegu undirhandarskoti og var staðan 17-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Birkir Benediktsson skoraði þrjú mörk í kvöld úr hægri skyttunni.Vísir/Anton Brink Munurinn hélst í þremur til fjórum mörkum framan af seinni hálfleik. Framarar misstu svo línumanninn Dag Fannar Möller af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks small vörn Hafnfirðinga á meðan Framarar gerðu sig seka um mistök í sókninni. FH keyrði hraðaupphlaup og refsaði af harðfylgi í sókninni. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og staðan var 28-20 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var hart barist í Lambhagahöllinni.Vísir/Anton Brink Flestir bjuggust þá við þægilegum lokakafla hjá FH en Framarar voru ekki tilbúnir að gefast upp. Heimamenn rönkuðu við sér og Max Emil Stenlund minnkaði muninn í tvö mörk, 29-27, þegar tvær mínútur voru eftir. Hafnfirðingar fengu þó víti í næstu sókn og Garðar Ingi Sindrason innsiglaði sigurinn af vítalínunni. Viktor Sigurðsson var líflegur í sóknarleik Fram og skoraði sex mörk.Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir frábæran lokasprett fara Framarar tómhentir heim og enduðu leikar 30-28, FH í vil, í Lambhagahöllinni. Atvik leiksins Á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik lagði FH grunninn að sigrinum. Hafnfirðingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 24–20 í 28–20. Framarar gerðu sig seka um mistök í sókninni á þessum kafla og FH-ingar refsuðu, meðal annars með hraðaupphlaupum frá hornamönnunum Birgi Má Birgissyni og Jakobi Martin Ásgeirssyni. Stjörnur og skúrkar Jón Bjarni Ólafsson var markahæstur hjá FH með sex mörk, ásamt Garðari Inga Sindrasyni. Jón Bjarni tók mikið til sín á línunni, nýtti færin vel og fiskaði víti á mikilvægum augnablikum. Varnarleikur Hafnfirðinga var traustur og þar fyrir aftan stóðu markverðirnir Jón Þórarinn Þorsteinsson og Daníel Freyr Andrésson vel vaktina, báðir með rétt tæplega 40% markvörslu. Daníel Freyr Andrésson lék seinni hálfleikinn í marki FH.Vísir/Anton Brink Hjá Fram var það fyrst og fremst slæmur kafli um miðbik seinni hálfleiks sem gerði útslagið. Max Emil Stenlund og Viktor Sigurðsson voru atkvæðamestir í sókninni, en það tók Max Emil 16 skot til að skora 7 mörk. Varnarleikur FH var góður framan af og þurftu skyttur Fram oftar en ekki að skjóta úr erfiðum stöðum utan af velli og hefði skotnýtingin mátt vera betri. Dánjal Ragnarsson var óhræddur að láta vaða úr skyttustöðunni en skotnýtingin hefur verið betri, með 2 mörk úr 10 tilraunum. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Ramunas Mikalonis dæmdu leikinn í kvöld og héldu góðri línu í gegnum leikinn. Fyrsta einkunn á tvíeykið. Anton Gylfi Pálsson ræðir við hinn málglaða Einar Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Framarar hafa farið hægt af stað á tímabilinu og mögulega hefur það haft áhrif í kvöld en það var ansi fámennt í stúkunni og rólegt yfir Úlfarsárdalnum. Einstaklega góðmennt í stúkunni í Úlfarsárdalnum í kvöld.Vísir/Anton Brink Viðtöl Sigursteinn: „Við gerðum þetta ævintýralega erfitt“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gat andað léttar þegar leiktíminn rann út.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gat andað léttar þegar lokaflautið gall í Lambhagahöllinni í kvöld og ætlar að leyfa sér að vera ánægður með þessi tvö stig, þrátt fyrir að þetta hafi orðið óþarflega spennandi. „Við gerðum þetta ævintýralega erfitt fyrir okkur því að lengst af vorum við góðir með góða stöðu og að þessu sigla þessum leik örugglega heim. En við ætlum að leyfa okkur að vera ánægðir með tvö stig,“ sagði Sigursteinn eftir leik. Hann viðurkennir að hann skilji ekki alveg hvað gerðist á lokamínútunum, þegar FH-ingar glutruðu sjö marka forskoti niður í tvö mörk á örskömmum tíma. „Mér fannst við spila ágætis vörn lengst um og við vorum ekki að spila marga hluti sóknarlega en fengum þau færi sem við þurftum en við vorum ragir á markið síðustu mínúturnar, mögulega síðustu sex mínúturnar. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist þessar lokamínútur.“ Sigursteinn er þó þokkalega sáttur með mótið hingað til og telur að liðið sé á réttri leið. FH situr í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig. „Að mörgu leyti vel, við erum búnir að bæta okkur og það eru einhver enn töp sem svíða en almennt séð erum að taka rétt skref,“ sagði Sigursteinn að endingu. Olís-deild karla Fram FH
FH lagði Fram að velli í 12. umferð Olísdeildar karla í kvöld. Leikurinn endaði 30-28 og er þetta þriðji sigur FH-inga í röð í deildinni. Liðin skiptust á að skora í upphafi leiks og var jafnt á öllum tölum fyrsta korterið. Staðan var 8-8 þegar 15 mínútur voru liðnar en þá gengu Hafnfirðingar á lagið og skoruðu sex mörk í röð. Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, var atkvæðamikill í kvöld.Vísir/Anton Brink Framarar voru mistækir í sóknarleiknum á þessum kafla og FH svaraði með auðveldum mörkum. Einar Jónsson, þjálfari Fram, tók leikhlé þegar staðan var orðin 12-8, og virtist það aðeins kveikja í lærisveinum hans. Fram náði að minnka muninn í eitt mark skömmu síðar, staðan orðin 13-12. Hafnfirðingar voru þó sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiks og nýttu yfirtöluna vel þegar Framarar fengu tvær tveggja mínútna brottvísanir með stuttu millibili. Brynjar Narfi Arndal skoraði síðasta mark hálfleiksins með laglegu undirhandarskoti og var staðan 17-14 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Birkir Benediktsson skoraði þrjú mörk í kvöld úr hægri skyttunni.Vísir/Anton Brink Munurinn hélst í þremur til fjórum mörkum framan af seinni hálfleik. Framarar misstu svo línumanninn Dag Fannar Möller af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Um miðbik seinni hálfleiks small vörn Hafnfirðinga á meðan Framarar gerðu sig seka um mistök í sókninni. FH keyrði hraðaupphlaup og refsaði af harðfylgi í sókninni. Gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð á stuttum kafla og staðan var 28-20 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Það var hart barist í Lambhagahöllinni.Vísir/Anton Brink Flestir bjuggust þá við þægilegum lokakafla hjá FH en Framarar voru ekki tilbúnir að gefast upp. Heimamenn rönkuðu við sér og Max Emil Stenlund minnkaði muninn í tvö mörk, 29-27, þegar tvær mínútur voru eftir. Hafnfirðingar fengu þó víti í næstu sókn og Garðar Ingi Sindrason innsiglaði sigurinn af vítalínunni. Viktor Sigurðsson var líflegur í sóknarleik Fram og skoraði sex mörk.Vísir/Anton Brink Þrátt fyrir frábæran lokasprett fara Framarar tómhentir heim og enduðu leikar 30-28, FH í vil, í Lambhagahöllinni. Atvik leiksins Á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik lagði FH grunninn að sigrinum. Hafnfirðingar skoruðu þá fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 24–20 í 28–20. Framarar gerðu sig seka um mistök í sókninni á þessum kafla og FH-ingar refsuðu, meðal annars með hraðaupphlaupum frá hornamönnunum Birgi Má Birgissyni og Jakobi Martin Ásgeirssyni. Stjörnur og skúrkar Jón Bjarni Ólafsson var markahæstur hjá FH með sex mörk, ásamt Garðari Inga Sindrasyni. Jón Bjarni tók mikið til sín á línunni, nýtti færin vel og fiskaði víti á mikilvægum augnablikum. Varnarleikur Hafnfirðinga var traustur og þar fyrir aftan stóðu markverðirnir Jón Þórarinn Þorsteinsson og Daníel Freyr Andrésson vel vaktina, báðir með rétt tæplega 40% markvörslu. Daníel Freyr Andrésson lék seinni hálfleikinn í marki FH.Vísir/Anton Brink Hjá Fram var það fyrst og fremst slæmur kafli um miðbik seinni hálfleiks sem gerði útslagið. Max Emil Stenlund og Viktor Sigurðsson voru atkvæðamestir í sókninni, en það tók Max Emil 16 skot til að skora 7 mörk. Varnarleikur FH var góður framan af og þurftu skyttur Fram oftar en ekki að skjóta úr erfiðum stöðum utan af velli og hefði skotnýtingin mátt vera betri. Dánjal Ragnarsson var óhræddur að láta vaða úr skyttustöðunni en skotnýtingin hefur verið betri, með 2 mörk úr 10 tilraunum. Dómarar Anton Gylfi Pálsson og Ramunas Mikalonis dæmdu leikinn í kvöld og héldu góðri línu í gegnum leikinn. Fyrsta einkunn á tvíeykið. Anton Gylfi Pálsson ræðir við hinn málglaða Einar Jónsson á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink Stemning og umgjörð Framarar hafa farið hægt af stað á tímabilinu og mögulega hefur það haft áhrif í kvöld en það var ansi fámennt í stúkunni og rólegt yfir Úlfarsárdalnum. Einstaklega góðmennt í stúkunni í Úlfarsárdalnum í kvöld.Vísir/Anton Brink Viðtöl Sigursteinn: „Við gerðum þetta ævintýralega erfitt“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gat andað léttar þegar leiktíminn rann út.Vísir/Anton Brink Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, gat andað léttar þegar lokaflautið gall í Lambhagahöllinni í kvöld og ætlar að leyfa sér að vera ánægður með þessi tvö stig, þrátt fyrir að þetta hafi orðið óþarflega spennandi. „Við gerðum þetta ævintýralega erfitt fyrir okkur því að lengst af vorum við góðir með góða stöðu og að þessu sigla þessum leik örugglega heim. En við ætlum að leyfa okkur að vera ánægðir með tvö stig,“ sagði Sigursteinn eftir leik. Hann viðurkennir að hann skilji ekki alveg hvað gerðist á lokamínútunum, þegar FH-ingar glutruðu sjö marka forskoti niður í tvö mörk á örskömmum tíma. „Mér fannst við spila ágætis vörn lengst um og við vorum ekki að spila marga hluti sóknarlega en fengum þau færi sem við þurftum en við vorum ragir á markið síðustu mínúturnar, mögulega síðustu sex mínúturnar. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist þessar lokamínútur.“ Sigursteinn er þó þokkalega sáttur með mótið hingað til og telur að liðið sé á réttri leið. FH situr í fimmta sæti deildarinnar með 15 stig. „Að mörgu leyti vel, við erum búnir að bæta okkur og það eru einhver enn töp sem svíða en almennt séð erum að taka rétt skref,“ sagði Sigursteinn að endingu.