

Karlalið ÍR í handbolta situr í 5. sæti efstu deildar en hlé hefur verið gert á deildarkeppninni vegna heimsmeistaramótsins í handbolta sem fram fer á Spáni í janúar.
Stemningin á leikjum karlaliðs ÍR í efstu deild karla í handbolta hefur vakið athygli. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að hverjum einasta heimaleik og áhorfendur í þétt setinni stúkunni í Austurbergi skemmta sér konunglega á heimaleikjum liðsins.
Tjörvi Þorgeirsson og Árni Steinn Steinþórsson leikmenn Hauka í N1 deild karla í handbolta eru farnir til æfinga hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálfar. Þetta staðfesti Aron Kristjánsson þjálfari Hauka og íslenska landsliðsins við Vísi nú í kvöld.
Fimmtán af nítján leikmönnum FH í N1 deild karla í handbolta í vetur eru uppaldir leikmenn en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er byggt á gögnum frá Árna Stefánssyni, fræðslufulltrúa HSÍ.
Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis.
FH vann afar auðveldan sigur á HK í Digranesi í kvöld. Þetta var þriðji sigur Hafnfirðinga á Íslandsmeisturunum í vetur. Greinilega ekki búnir að gleyma úrslitarimmunni í fyrra.
Framarar unnu í kvöld góðann 4 marka sigur á ÍR í N1 deild karla í Austurberginu en leiknum lauk með 30-34 sigri Framara. Eftir að hafa verið fjórum mörkum undir eftir fjórar mínútur litu gestirnir úr Safamýrinni aldrei aftur og unnu öruggan sigur.
Haukar unnu þriggja marka sigur á Valsmönnum 23-20 í viðureign liðanna í Vodafone-höllinni í kvöld. Haukar sitja ósigraðir í efsta sæti deildarinnar en Valsmenn eru í botnsætinu þegar átta vikna hlé vegna HM í handbolta fer í hönd.
Afturelding gerði sér lítið fyrir og skellti Akureyri 32-26 á heimavelli sínum að Varmá í kvöld. Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og vann afar sannfærandi sigur á andlausu Akureyrarliði. Afturelding var fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.
Leikdagar í deildarbikar Handknattleikssambands Íslands hafa verið gefnir út. Líkt og undanfarin ár leik fjögur efstu liðin í efstu deildum karla og kvenna um bikarinn.
Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins.
Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis.
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR.
Haukar héldu áfram sigurgöngu sinni í N1-deild karla, þegar þeir sigruðu Aftureldingu 27:17 á heimavelli sínum að Ásvöllum í kvöld. Eins og tölurnar bera með sér, var sigurinn býsna sanngjarn og gestirnir náðu ekki að ógna toppliðinu að ráði þrátt fyrir fína baráttu. Haukar sitja því taplausir á topp deildarinnar með 21 stig þegar ellefu leikir eru búnir.
Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá viðureign Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta.
Íslandsmeistarar HK fóru sigurferð norður yfir heiðar í kvöld er þeir mættu Akureyri sem var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn.
Á morgun kemur út diskurinn „Frá byrjanda til landsliðsmanns", en það eru handboltakapparnir og vinirnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem standa á bak við þetta fyrsta íslenska kennslumyndband í handbolta.
Bikarmeistarar Hauka í handknattleik karla lögðu Gróttu að velli 26-18 í viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Símabikarsins í kvöld. Fyrir austan fjall gerðu Selfyssingar sér lítið fyrir og lögðu Valsmenn í spennuþrungnum leik.
Valsmenn hafa slitið samningi sínum við króatísku skyttuna Adam Seferovic. Ómar Ómarsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, staðfesti þetta í samtali við Handbolti.org í dag.
FH tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Símabikarsins með því að leggja HK að velli 24-22 í Digranesinu í kvöld. FH var alltaf skrefi á undan í leiknum og var yfir í hálfleik 12-9.
FH vann öruggan sigur á Fram á útivelli 31-26 í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 13-13 en FH gat nánast skorað að vild í seinni hálfleik og náði mest 11 marka forystu.
Haukar eru komnir með átta stiga forskot á toppnum eftir eins marka sigur á HK, 24-23, þegar liðin mættust í Digranesi í kvöld í 10. umferð N1 deildar karla í handbolta.
Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki.
ÍR komst upp að hlið Akureyrar í öðru sæti N1-deildar karla með sætum sigri á Norðanmönnum í Austurbergi í kvöld.
Einn leikur fer fram í N1-deild karla í dag þegar Haukar taka á móti ÍR að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 15.00.
Haukar mörðu ÍR 27-26 í lokaleik níundu umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Haukar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en litlu munaði að ÍR jafnaði metin í síðustu sókn leiksins.
FH vann þriggja marka sigur á Val 26-23 í sveiflukenndum leik í Kaplakrika í kvöld í N1 deild karla í handbolta. Valur náði fimm marka forystu í seinni hálfleik en frábær vörn FH skilaði að lokum góðum þriggja marka sigri.
Jafntefli varð niðurstaðan í einum skrautlegasta leik vetrarins í N1-deild karla. HK sótti þá Aftureldingu heim í Mosfellsbæ.
Akureyri vann sinn annan leik í röð í N1-deild karla er liðið mætti Fram á heimavelli sínum í kvöld. Niðurstaðan var þægilegur sjö marka sigur á Safamýrarpiltum.
Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum.