Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 19-29 | Stórsigur Hauka Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 16. apríl 2013 22:15 Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli Olís-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Haukar jöfnuðu metin í undanúrslitarimmu sinni gegn ÍR með stórsigri í Austurbergi í kvöld 1-1. Næsti leikur fer fram á fimmtudagskvöldið en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Haukar tóku frumkvæðið snemma í leiknum en þó munaði bara þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-10. En þá stungu Hafnfirðingar af og völtuðu hreinlega yfir Breiðhyltinga. Gylfi Gylfason skoraði níu mörk fyrir Hauka og nýtti öll sín færi í leiknum. Aron Rafn Eðvarðsson átti einnig stórleik og varði alls 27 skot. Allir bjuggust við spennandi leik og flestir voru á því að ÍR myndi taka 2-0 forystu. En Haukar voru á öðru máli. Þeir mættu ákaflega ákveðnir til leiks frá byrjun og voru betri allan leikinn. ÍR-ingar náðu reyndar að klóra í bakkann í lok seinni hálfleiks en fylgdu því ekki eftir. 8-0 kafli frá Haukum og yfirkeyrsla strax í byrjun seinni hálfleiks drap alla spennu úr leiknum. Heimamenn voru vandræðalega hugmyndasnauðir sóknarlega og þá hefur sýnt sig að ÍR þarf á góðri markvörslu að halda til að landa sigrum. Haukar sýndu sínar bestu hliðar. Aron Rafn hreinlega skellti markinu í lás á löngum kafla og mörkunum rigndi inn. Stórsigur þeirra gefur þó jafnmikið og eins marks sigur hefði gert. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.Aron Kristjáns: Höfum unnið í okkar málum andlega„Mér fannst leikur okkar í fyrsta leiknum vera þokkalegur líka. Mér fannst við eiga að vinna þann leik. En það var mikil grimmd í liðinu í dag, góður varnarleikur og góð markvarsla," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka eftir leikinn.„Liðsheildin var að vinna verkið og við vorum með góðar lausnir á þeirra sóknarleik. Við höfum legið yfir þeirra leik bæði varnar- og sóknarlega. Við undirbjuggum okkur vel fyrir einvígið og því var svekkjandi að tapa fyrsta leiknum. Við kláruðum sigur í kvöld og nýr leikur á fimmtudag."„Við höfðum verið í niðursveiflu í deildinni og byrjuðum erfiðlega eftir áramót. Svo kláruðum við deildina og þá datt botninn úr þessu hjá okkur. Við höfum verið að vinna í okkar málum, líka andlega. Menn hafa verið einbeittir og unnið vel."„Við getum búist við því að ÍR-ingar verði grimmir á fimmtudaginn en við þurfum að halda áfram þessum vilja, einbeitingu og grimmd."Bjarki Sig: Fannst hallað á okkur í dómgæslunni„Þetta var mjög slæmur skellur. Við virkuðum ekki með í upphafi, því miður," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR.„Haukar spiluðu fast og uppskáru eins og þeir sáðu. Mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Mér finnst ekki eðlilegt að allir leikmenn liðsins hafi náð að hanga inn á í 42 mínútur. Þeir fara að reka út af í einhverri aumingja-aðstoð þegar 18 mínútur eru eftir."„Haukarnir spiluðu góðan sóknarleik og héldu okkur í 19 mörkum sem er ekki vanalegt hjá okkur. Þeir gerðu þetta vel og nú þarf ég að leita svara."„Við gerum of mikið af klaufamistökum. Ég taldi einhverja 15-17 tekníska feila fyrir utan skot á markið. Það er bara ekki mönnum bjóðandi í nútímahandbolta. Haukar eru deildarmeistarar og hafa góðan mannskap og breidd. Það er ekki óvenjulegt að tapa fyrir þeim en verra að gera það í beinni útsendingu með svona slakri frammistöðu."Gylfi Gylfason: Engan veginn munurinn á liðunum„Ég er mjög sáttur. Það skiluðu allir einhverju í þessum sigri. Baráttan var frábær og svona á þetta að vera hjá okkur," sagði Gylfi Gylfason sem var markahæstur í leiknum en hann nýtti öll sín færi.„Það var góð stemning og allir brosandi. Við vorum ákveðnir. Í fyrra vorum við í svipaðri stöðu og ég man vel hve erfitt það var sálfræðilega að lenda 2-0 undir. Við vorum staðráðnir í að láta það ekki gerast."„Þetta eru jöfn lið þó úrslitin í kvöld hafi verið afgerandi. Kannski hættu þeir aðeins fyrr og þeir byrjað að hvíla lykilmenn. Þetta er engan veginn munurinn á liðunum. Staðan er 1-1 og markatalan skiptir engu í þessu"„Það er búið að vera að spá ÍR sigri í þessu einvígi. Þeir hafa verið mjög góðir og á mikilli siglingu. Miðað við gengi okkar undanfarið er ekki skrítið að okkur sé ekki spáð sigri í þessu einvígi en við erum komnir til að reyna að vinna."Mynd/Valli
Olís-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira