Gullnir dagar í Safamýrinni Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. maí 2013 07:00 Mynd/Valli Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Einar Jónsson þjálfari Fram sveif á skýi eftir sigurinn á Haukum í gær. Hann hafði fengið silfur fimm ár í röð með kvennalið félagsins og var staðráðinn í að láta það ekki endurtaka sig nú þegar hann yfirgefur félagið. „Þetta rétt slapp fyrir horn. Þetta er ótrúleg tilfinning og ótrúlega gaman. Ég held að við höfum átt þetta skilið. Þetta var svakaleg barátta,“ sagði Einar skömmu eftir að hafa fengið gullpeninginn um hálsinn.Tíundi titilinn hjá Fram „Haukar eru með frábært lið og frábæran þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og gaman að kljást við. Við unnum og erum besta lið á Íslandi í dag.“ Framarar fögnuðu þarna Íslandsmeistaratitlinum annan daginn í röð því stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í 23 ár á sunnudaginn. Framkarlarnir fylgdu því eftir með því að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sjö ár en þetta er tíuundi Íslandsmeistaratitill félagsins í karlaflokki. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik 14-7. Magnús Erlendsson varði 65 prósent skota Haukanna í fyrri hálfleik og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 7 mörk úr 8 skotum í hálfleiknum.Frábærir í fyrri hálfleiknum „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik, nánast óaðfinnanlega. Ég átti svo sem von á því að við myndum ekki spila eins vel í seinni hálfleik en þetta hafðist og ég nenni ekki að spá í það hvernig seinni hálfleikurinn var. Haukar voru í bölvuðum vandræðum með að skora allan leikinn og á meðan leit þetta þokkalega út,“ sagði Einar. Fram var spáð sjötta sætinu fyrir tímabilið og er því óhætt að segja að liðið hafi komið verulega á óvart í vetur. „Okkur var spáð fallbaráttu og okkar fyrsta markmið var að falla ekki um deild. Svo fór að glitta í úrslitakeppni eftir áramót og við náðum upp mjög góðum leik og takti og sjálfstrausti í okkar leik. Við töpuðum örfáum leikjum og erum heilsteyptir í okkar leik og það skilaði þessu sem menn sjá í dag,“ sagði Einar sem er á leiðinni út í þjálfun.Kveður liðið með titli „Það er algjörlega frábært að kveðja liðið með titli. Þetta hefur verið frábær vetur og frábær ár undanfarið hér í Fram. Ég er stoltur að hafa fengið að starfa hérna og þakklátur. Það er gaman að enda þetta á þessum nótum. Það gæti ekki verið betra,“ sagði Einar sem kveður félagið sáttur. „Ég var og er bærilega sáttur við mitt starf hér undanfarin ár og þó það hafi ekki skilað Íslandsmeistaratitlum þá höfum við verið nálægt því og auðvitað hefði verið svekkjandi að ná því ekki núna en að sama skapi er það ennþá skemmtilegra að ná því þegar maður er kveðja,“ sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira