Gott bókaár hjá Svíum Sænskir bókaútgefendur una hag sínum vel: síðasta ár jókst sala á sænskum fagurbókmenntum en sala á þýddum bókum dróst saman. Þessa gætir einnig í sölu barna- og unglingabóka. Talsmenn bókaútgefenda þakka þetta samkeppni milli bókaverslana, stórmarkaða og sölu á neti sem fer vaxandi. Menning 26. júní 2007 01:15
Rokkað í kjallaranum hjá Jóa Fel „Ég heyri í þeim, en sem betur fer æfa þeir bara á kvöldin á meðan við erum ekki við vinnu. Á meðan svo er þá er þetta í góðu lagi,“ segir bakarinn og sjónvarpsmaðurinn Jói Fel en í kjallaranum á húsnæði hans stærsta bakarís við Kleppsveginn hafa vinsælar rokksveitir komið sér upp æfingaaðstöðu. Tónlist 25. júní 2007 08:30
Yfirlýsing á næstunni Breska stúlknasveitin Spice Girls ætlar að tilkynna um framtíðaráform sín á næstu dögum. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um að stúlkurnar ætli að koma saman á nýjan leik eftir margra ára hvíld. Tónlist 23. júní 2007 14:30
Leikverk sem fólk vill sjá Tveir leiklistarnemar úr Listaháskóla Íslands skipa OB-leikhópinn sem er einn af þeim hópum sem standa fyrir Skapandi sumarstarfi í sumar. Það er Hitt húsið sem stendur á bakvið hópana eins og fyrri sumur. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 12:30
Hart deilt um Slóð fiðrildanna „Ég er ekki lengur framleiðandi A Journey Home," segir Jón Þór Hannesson, fyrrum eigandi Saga Film, sem stefndi að því að gera kvikmynd eftir samnefndri bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Jón Þór hefur unnið að undirbúningi myndarinnar undanfarin tvö ár og eytt að eigin sögn gríðarlegu fjármagni í að koma myndinni á koppinn. Jón Þór ber Baltasar Kormáki ekki vel söguna og að aðkoma leikstjórans hafi komið honum spánskt fyrir sjónir. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 12:00
Citizen Kane best Kvikmynd Orsons Welles frá árinu 1941, Citizen Kane, hefur verið kjörin besta bandaríska mynd allra tíma af bandarísku kvikmyndastofnuninni, AFI. Myndin var einnig á toppnum þegar listi stofnunarinnar var síðast birtur árið 1998. Bíó og sjónvarp 23. júní 2007 10:00
„Lítum á okkur sem danshljómsveit“ Hljómsveitin The Rapture spilar á tónleikum hérlendis næstkomandi þriðjudagskvöld. Hljómsveitin þykir með heitustu partíhljómsveitum veraldar um þessar mundir en í fyrra kom út platan Pieces of the People We Love og hlaut hún frábærar viðtökur. Tónlist 23. júní 2007 10:00
Örsaga Ellýjar veldur usla „Þeir hringdu í mig endaði stoppaði síminn ekki hjá þeim. Ég bað þá afsökunar, breytti færslunni og þeir tóku þessu bara vel,“ segir Ellý Ármanns, einn vinsælasti bloggari landsins. Menning 23. júní 2007 08:30
Bítlarnir vinsælir austan hafs og vestan Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. Tónlist 23. júní 2007 08:00
Höfðar til barnssálarinnar Breski tónlistarmaðurinn Jarvis Cocker les upp úr íslensku þjóðsögunni Búkollu á tónlistarsíðunni Daytrotter.com. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir söguna í uppáhaldi hjá mörgum. Lífið 22. júní 2007 04:00
Réði nýjan lögfræðing Pamela Bach, fyrrverandi eiginkona „strandvarðarins“ Davids Hasselhoff, hefur ráðið sér nýjan lögfræðing í forræðisdeilu sinni við Hasselhoff. Bach ákvað að reka síðasta lögmann sinn skömmu eftir að Hasselhoff hlaut forræði yfir tveimur dætrum þeirra, þrátt fyrir að myndir hafi verið birtar af honum á netinu ofurölvi. Bach hefur áfrýjað málinu og ætlar sér ekki að tapa í þetta sinn. Lífið 22. júní 2007 03:45
Blístrar eins og teketill „Ég er búinn að gera þetta margoft með humra og krabba. Þeir eru soðnir lifandi. Ég veit ekki hvernig humar finnur til eða krabbi eða hvers kyns skepnur þetta eru en þær lamast um leið og þær fara ofan í,“ segir matreiðslumaðurinn Siggi Hall. Lífið 22. júní 2007 03:30
Weisz leikur hjá Jackson Rachel Weisz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Peters Jackson, The Lovely Bones. Myndin er byggð á metsölubók Alice Seabold. Weisz leikur móður stúlku sem var rænt og síðan myrt. Getur stúlkan fylgst með fjölskyldu sinni að handan og séð hvernig missirinn breytir henni smám saman. Bíó og sjónvarp 22. júní 2007 03:00
Æfir með meistaraflokki Vals að Hlíðarenda „Mér finnst bara helvíta gaman í fótbolta og graslyktin er alltaf jafn góð,“ segir Ólafur Stefánsson, einn besti handknattleiksmaður Íslands og heims, en hann æfir um þessar mundir með meistaraflokki Vals í knattspyrnu. Lífið 22. júní 2007 03:00
Hver er tina Brown? Tina Brown fæddist í Maidenhead á Englandi 1953. Hún fékk snemma áhuga á skrifum og vann meðal annars leikritasamkeppni The Sunday Times árið 1973. Hún þótti ákaflega snjall blaðamaður og varð fræg á Bretlandi þegar hún fór að umgangast menn á borð við Dudley Moore og Auberon Waugh. Menning 22. júní 2007 03:00
Nýju ljósi varpað á Díönu Hefur ekki allt verið skrifað, myndað og sagt um Díönu Spencer, prinsessuna af Wales? Það finnst fyrrum glanstímaritaritstjóranum Tinu Brown ekki og nýlega gaf hún út bókina Diana‘s Chronicle sem er sögð varpa nýju ljósi á prinsessu fólksins. Lífið 22. júní 2007 02:30
Tíu ára afmæli Furstanna Tíu ára starfsafmæli Furstanna verður haldið á Kringlukránni um helgina. Á efnisskrá Furstanna verður swing og latínmúsik, efni sem hún hefur verið að leika undanfarin ár. Tónlist 22. júní 2007 02:00
Týndust í Liverpool Rokksveitin Gavin Portland er á tónleikaferð um Bretland sem stendur yfir til 2. júlí. Fyrst hitar sveitin upp fyrir Hell is for Heroes en eftir það heldur hún nokkra tónleika ein og sér. Tónlist 22. júní 2007 02:00
Góða hjarta Dags í biðstöðu „Við erum að velta þessu fyrir okkur núna og ég reikna með að þetta ætti að skýrast á næsta hálfa mánuðinum,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson, framleiðandi kvikmyndarinnar The Good Heart eftir Dag Kára Pétursson. Allt bendir nú til þess að upphaflegum leikarahópi með þá Tom Waits og Ryan Gosling í fararbroddi verði alfarið skipt út. Bíó og sjónvarp 22. júní 2007 01:15
Marc Forster leikstýrir næstu Bond-mynd Leikstjórinn Marc Forster mun leikstýra næstu Bond mynd. Daniel Craig mun leika Bond í annað sinn í tuttugustu og annarri myndinni um spæjarann. Hún kemur í kjölfar Casino Royal, tekjuhæstu Bond-myndinni til þessa. Bíó og sjónvarp 20. júní 2007 10:34
Nýtt myndband Páls Óskars í anda Sin City Nýtt myndband með Páli Óskari Hjálmtýssyni við lagið Allt fyrir ástina verður frumsýnt á föstudaginn og fullyrðir söngvarinn sjálfur að um „flottasta tónlistarmyndband sem gert hefur verið á Íslandi" sé að ræða. Gríðarlega mikill tími og fjármunir hafa verið lagðir í myndbandið en í því er stuðst við svokallaða „green-screen" tækni þar sem allur bakgrunnur er þrívíddarteiknaður. Tónlist 20. júní 2007 09:00
Reyfisskáli reistur við Norræna húsið Stærðarinnar glerskáli verður reistur við hliðina á Norræna húsinu í ágúst. Skálinn er rúmlega 700 fermetrar að stærð, jafn stór Norræna húsinu sjálfu, og rúmar þúsund manns. Hann verður reistur í tilefni Reyfis-hátíðarinnar sem Norræna húsið stendur fyrir. Hátíðin stendur yfir í níu daga, 18. til 26. ágúst. Menning 20. júní 2007 08:00
Ringo á netinu Fyrrum trommari Bítlanna, Ringo Starr, ætlar að gefa út á netinu lögin sem hann sendi frá sér á vegum plötufyrirtækisins Capitol/EMI á árunum 1970 til 1975. Tónlist 19. júní 2007 08:45
Veggurinn vinsæll Vegna mikillar aðsóknar á tónleika hljómsveitarinnar Dúndurfrétta og Sinfóníuhljómsveitar Íslands 29. júní næstkomandi verða haldnir aukatónleikar deginum áður, fimmtudaginn 28. júní. Tónlist 19. júní 2007 08:00
Alveg í sjöunda himni Tónlistarmaðurinn Birkir Rafn Gíslason, eða Single Drop eins og hann kallar sig, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Þar er á ferðinni tilraunakennt og melankólskt popp með rokkuðum áhrifum. Birkir Rafn byrjaði að vinna plötuna fyrir um einu og hálfu ári. Tónlist 19. júní 2007 07:00
Grenivík eignar sér Ægissíðu „Ég var alveg viss um að þetta væri með tveimur essum. Þetta eru bara mín mistök,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson um lagið Ægissíða, sem er misritað á nýjustu plötu hans Hagamelur. Tónlist 19. júní 2007 05:00
Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C. Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. Tónlist 18. júní 2007 03:15
Stones spila gömul lög Josh Homme, forsprakki Queens of the Stone Age, segir að The Rolling Stones leggi of mikla áherslu á gömul lög á tónleikum sínum. Þrátt fyrir að Queens of the Stone Age hafi hitað upp fyrir Stones á tónleikum telur Homme að rokkhundarnir þurfi að taka sig saman í andlitinu. Tónlist 18. júní 2007 02:30
Elton John spilar og vekur athygli á alnæmi Elton John lék fyrir 200 þúsund manns undir berum himni á aðaltorginu í Kænugarði í Úkraínu til vekja athygli á alnæmisvanda landsins. Tónlist 17. júní 2007 17:57
Tónleikaferð Pete Best styrkt af Icelandair „Þetta kom nú þannig til að hann var áberandi í Bandaríkjunum og sölusvæði okkar þar efndi til smá samstarfs við hann,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair en á vefsvæði tónleikaferðar Pete Best kemur fram að flugfélagið styrkir ferðir hans til Bandaríkjanna. Tónlist 16. júní 2007 06:00