Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Dansarar hnoðast um bæinn

Danshópurinn Hnoð samanstendur af fjórum ungum stúlkum sem stunduðu allar nám í Listdansskóla Íslands. „Við erum aðallega að vekja athygli á dansi, leikum okkur mikið með spuna og vinnum út frá aðstæðunum. Þetta er svolítið í dansleikhússtíl,“ segir Ásrún Magnúsdóttir en hópurinn er hluti af Skapandi sumarstarfi Hins hússins.

Menning
Fréttamynd

Þjóðlögin óma alls staðar að

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst eftir helgina en að þessu sinni verða kvæðamenn áberandi á hátíðinni en þá verður einnig boðið upp á námskeið á háskólastigi um íslenska þjóðlagatónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Velgengnin mömmu að kenna

Systkinin Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn er fólkið á bakvið blúshljómsveitina Klassart, sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu og á lag vikunnar á Tónlist.is.

Tónlist
Fréttamynd

Sýn leigjendanna

Samsýningin „Leigjendurnir“ var opnuð í húsakynnum SÍM á Seljavegi 32 á dögunum. Þar sýna fimm erlendir gestalistamenn verk sín sem eru í vinnslu á vinnustofum þeirra.

Menning
Fréttamynd

Stórtónleikar fyrir austan

„Við stefnum að sjálfsögðu að því að fylla húsið enda er þetta metnaðarfullt prógramm,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson sem stendur fyrir tónleikum á Borgarfirði eystri 28. júlí næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Örvhentur eins og Hendrix

Einar Þór Jóhannesson, gítarleikari Dúndurfrétta, fór á kostum þegar sveitin spilaði The Wall í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld. Einar Þór er örvhentur, rétt eins og átrúnaðargoð sitt Jimi Hendrix. „Við vorum alveg í skýjunum hvað þetta kom vel út," segir Einar Þór um tónleikana. „Stemningin var engu lík og betri en maður hefur komist í tæri við áður. Að sjá næstum fulla Laugardalshöll í bandbrjáluðu stuði, það var ekki leiðinlegt."

Tónlist
Fréttamynd

Blúsinn trekkir að á Ólafsfirði

„Hátíðin er alltaf að vaxa. Í fyrstu var þetta ein kvöldskemmtun en nú er þetta þriggja daga hátíð með öllu tilheyrandi,“ segir Gísli Rúnar Gíslason, aðalskipuleggjandi Blúshátíðarinnar á Ólafsfirði, en hún var haldin í áttunda sinn um helgina.

Tónlist
Fréttamynd

Velheppnað popp

Hin 19 ára gamla græneygða Robyn Rihanna Fenty frá Barbados sló í gegn fyrir tveimur árum með Karíbahafslitaða r&b sumarsmellnum Pon De Replay og fylgdi honum eftir með S.O.S. í fyrra. Good Girl Gone Bad er hennar þiðja plata og það er ekkert lát á smellunum. Lagið Umbrella sem hún syngur ásamt Jay-Z stefnir í að verða eitt af lögum sumarsins 2007.

Tónlist
Fréttamynd

Drullugir upp fyrir haus

Hljómsveitin Trabant er nýkomin heim úr mánaðarlangri tónleikaferð um Bretlandseyjar þar sem hún spilaði á rúmlega tuttugu tónleikum. Doddi trommari játar að vera orðinn ansi lúinn eftir törnina. „Það er ekki mikill tími til að slappa af. Menn eru komnir á fullt í alls konar dóterí annað. Manni hefði ekki veitt af því að fara í mánaðar sumarfrí úti á landi en það er ekki alveg í boði,“ segir Doddi.

Tónlist
Fréttamynd

Rödd Bjarkar aðalatriðið

Björk Guðmundsdóttir segir í viðtali við tímaritið Plan B að rödd hennar hafi verið aðalmálið í gegnum tíðina, ekki hverja hún hitti eða hvað hún gerði. „Allir segja: „Hún er svo heppin: hún klæddist svanakjólnum og lamdi blaðamanninn,“ og allt þetta klisjukennda bull. Málið er að alveg síðan ég var í Sykurmolunum hefur allt snúist um röddina mína,“ segir Björk.

Tónlist
Fréttamynd

Yfirlit um Georg Guðna

Sumarsýning Listasafnsins á Akureyri, sem verður opnuð í dag, er helguð yfirliti á verkum Georgs Guðna landslagsmálara, en þar gefur að líta höfundarverk eins helsta listamanns sinnar kynslóðar. Sýningin er yfirgripsmikil og gefur gestum Listasafns Akureyrar tækifæri til að skoða verk Georgs Guðna í stóru samhengi.

Menning
Fréttamynd

Skáldleg söguskoðun

Breski rithöfundurinn David Mitchell vinnur nú að sinni fimmtu skáldsögu en hann hefur þegar vakið töluverða athygli fyrir bækur sínar Cloud Atlas, number9dream og Black Swan Green. Þær tvær fyrrnefndu voru til að mynda tilnefndar á stuttlista Man Booker bókaverðlaunanna á sínum tíma.

Menning
Fréttamynd

Algjört dúndur í Höllinni

Hljómsveitin Dúndurfréttir spilaði plötu Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld við mjög góðar undirtektir. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir á lipurlegan hátt.

Tónlist
Fréttamynd

McClane á gervihnattaöld

Hollywood hefur ekki tekist að skapa nýjar hetjur sem hvorki eru byggðar á myndasögum né hafa óeðlilega krafta í kögglum. Hetjur sem standa einar á móti öllu og beita gömlum en gildum aðferðum við að knésetja óþjóðalýðinn. Og því hefur draumasmiðjan endurvakið eina fræknustu, kjaftforustu og mannlegustu hetju síðari tíma og etur henni gegn nútímanum holdi klæddum; tölvuþrjót.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

B.Sig. með tónleika

Hljómsveitin B.Sig. heldur tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. B.Sig., sem er hugarfóstur handboltakappans Bjarka Sigurðssonar, gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening, sem hefur fengið góðar viðtökur.

Tónlist
Fréttamynd

Kryddpíurnar snúa aftur

Kryddpíurnar hafa snúið aftur úr áralangri pásu og ætla í tónleikaferð um heiminn í desember og janúar. Allir upprunalegir meðlimir verða með í þetta sinn, þar á meðal Geri Halliwell sem hætti í maí 1998.

Tónlist
Fréttamynd

Krossferð Jakobínarínu

Fyrsta breiðskífa hafnfirsku hljómsveitarinnar Jakobínarína hefur fengið nafnið The First Crusade, eða Fyrsta krossferðin. Kemur hún út hérlendis og í Bretlandi 24. september næstkomandi.

Tónlist
Fréttamynd

Gefa út skástu lögin sín

Hvanndalsbræður frá Akureyri hafa gefið út plötuna Skást of, sem hefur að geyma skástu lög sveitarinnar hingað til. Á meðal laga á plötunni eru Svarfdælskir bændur, Upp í sveit, Kisuklessa, Tíu litlir negrastrákar og Maístjarnan. Lögin, sem eru sextán talsins, eru tekin af plötum þeirra Ríða feitum hesti, Út úr kú og Hrútleiðinlegir.

Tónlist
Fréttamynd

Dizzee heldur sínu striki

Dizzee Rascal vakti athygli árið 2003 þegar hann fékk Mercury-verðlaunin fyrir fyrstu plötuna sína yngstur vinningshafa í sögu verðlaunanna. Hann sendi nýlega frá sér sína þriðju plötu Maths + English. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og tók stöðuna á bresku rappi.

Tónlist
Fréttamynd

Sumartónleikar í Skálholti

Á morgun hefjast Sumartónleikar í Skálholti og standa næstu fimm vikur. Eins og áður verður hátíðahald á Skálholtsstað um helgar og á fimmtudögum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá, en meginþemað helgast af ártíð tveggja af merkari tónskáldum barokktímans, þeirra Buxtehude og Scarlatti.

Tónlist
Fréttamynd

Aguilera vill leika

Söngkonan Christina Aguilera hefur mikinn áhuga á að spreyta sig í leiklist á komandi árum og segist hún þegar þurft að hafa hafnað nokkrum tilboðum um stór hlutverk í þáttum og kvikmyndum. Aguilera kom fram í litlu hlutverki í sjónvarpsþáttunum CSI: New York fyrir skemmstu auk þess sem hún talaði inn á teiknimyndina Shark’s Tale á sínum tíma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Syngja fyrir umhverfið

Umhverfisverndarsamtökin Saving Iceland standa fyrir stórtónleikum á Nasa til styrktar ráðstefnu um umhverfisvernd í byrjun næstu viku. Meðal þeirra sem koma fram eru múm, Rúnar Júlíusson og Bogomil Font.

Tónlist
Fréttamynd

Ófá gæsahúðaraugnablik

Örfáir miðar eru eftir á aukatónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og hljómsveitarinnar Dúndurfrétta sem flytja munu stórvirki Pink Floyd, The Wall, í Laugardalshöll í kvöld. Uppselt er á seinni tónleikana á föstudaginn.

Tónlist
Fréttamynd

Miðasala á Jethro Tull

Miðasala á tvenna tónleika bresku rokksveitarinnar Jethro Tull í Háskólabíói 14. og 15. september er hafin. Jethro Tull kom síðast hingað til lands árið 1992 þegar hún spilaði á Akranesi. Forsprakki sveitarinnar Ian Anderson spilaði síðan í Laugardalshöll á síðasta ári með Sinfóníuhljómsveit Íslands og bandaríska fiðlusnillingnum Lucia Micarelli.

Tónlist
Fréttamynd

Ljósmyndarar á ferð

Í kvöld fer Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari í göngutúr á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og hyggst hann leiða menn á vit myndefna í Kvosinni.

Menning
Fréttamynd

Mikill áhugi á Toto

Miðasala á tónleika bandarísku hljómsveitarinnar Toto í Laugardalshöll 10. júlí gengur vel. Uppselt er í stúku og innan við þúsund miðar eru eftir í stæði.

Tónlist
Fréttamynd

Kenya stígur á svið

Íslenska söngkonan Kenya heldur sína fyrstu sólótónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Lag hennwar, Hot Dancing, hefur verið spilað talsvert það sem af er sumri og kemur það út á stuttplötu í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Hvunndagshetjan McClane

Í gær var fjórða kvikmyndin um John McClane frumsýnd en hann hefur verið þrándur í götu hryðjuverkamanna síðustu tuttugu árin. En af hverju skyldu þessar kvikmyndir njóta svona mikillar hylli að til þeirra er vitnað í öllum mögulegum afþreyingariðnaði?

Bíó og sjónvarp