Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Leo vill vera Hefner

Þær gerast nú enn háværari raddirnar sem segja að Leonardo DiCaprio muni leika félaga sinn Hugh Hefner í væntanlegri kvikmynd um líf Playboymógúlsins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gullmolinn Harry Potter

Fimmta kvikmyndin um Harry Potter var frumsýnd í gærkvöldi. Þetta þýðir að einungis tvær myndir eru eftir um galdrastrákinn að þessu sinni þótt heimsbyggðin eigi eflaust eftir að sjá eina eða tvær endurgerðir eftir nokkra áratugi eða aldir enda hefur það sýnt sig að allt sem Harry Potter snertir verður að gulli.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dívur á Domo

Söngkonurnar Margrét Eir, Hera Björk, Regína Ósk og Heiða Ólafsdóttir hafa komið fram saman og vakið mikla lukku áhorfenda. Nú endurtaka þær leikinn vegna mikillar eftirspurnar og vellukkaðra tónleika fyrr í vetur.

Tónlist
Fréttamynd

Jónsi og Alex sýna í Arkansas

Riceboy Sleeps, sameiginlegt verkefni Jóns Þórs Birgissonar, sem flestir þekkja sem Jónsa í Sigur rós, og Alex Somers, kærasta hans, heldur utan á næstunni. Jónsi og Alex halda sýningu í Arkansas um næstu mánaðamót og í Melbourne í Ástralíu í október.

Menning
Fréttamynd

Sumartónleikar í Skálholti

Dagskrá þriðja hluta Sumartónleika í Skálholti hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Í henni kennir ýmissa grasa og ber þar hæst samstarfsverkefnið Ísland-Austurríki en um er að ræða verkefni sem Sumartónleikar hafa unnið í samvinnu við tvö austurrísk tónskáldafélög.

Tónlist
Fréttamynd

InfoPHR opnar á Korpúlfsstöðum

Sýningin InfoPHR opnar í sýningarrými Sambands íslenskra myndlistarmanna á Korpúlfsstöðum á morgun. Þar sýna níu listamenn frá Reykjavík, Hamborg og Prag afrakstur samstarfs síns síðastliðin þrjú ár.

Menning
Fréttamynd

Bubbi og Nylon saman á sviði

Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst.

Tónlist
Fréttamynd

Carell njósnar

Hann er heldur skrautlegur leikhópurinn sem tekur þátt í næstu kvikmynd Steves Carell. Vefsíða Empire-tímaritsins greinir frá því að Alan Arkin sé búinn að ráða sig um borð en þeir Carell léku einnig saman í Little Miss Sunshine þar sem Arkin fékk Óskarsverðlaun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Endurreisn langspilsins

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er nýafstaðin og kom langspil mjög við sögu á henni. Örn Magnússon lék á langspil á tvennum tónleikum á hátíðinni og hélt erindi á málþingi um hljóðfærið.

Tónlist
Fréttamynd

Dularfullur Abrams

Kvikmyndaframleiðandinn JJ Abrams hefur haldið bandarískum stórmyndaaðdáendum í heljargreipum eftir frumsýningu Transformers. Á undan myndinni hefur mátt sjá myndbrot úr kvikmynd sem gekk í fyrstu undir vinnuheitinu Cloverfield án þess að það sé upplýst einhvern tímann á sýningarferlinum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tónleikar: Toto - þrjár stjörnur

Þó að það hafi ekki borið mjög mikið á Toto undanfarin ár var Laugardalshöllin nálægt því að vera full á þriðjudagskvöldið og greinileg eftirvænting í loftinu þegar hljómsveitin birtist á sviðinu og hóf leik um klukkan hálf níu.

Tónlist
Fréttamynd

ET Tumason: Live At 8MM - þrjár stjörnur

ET Tumason er listamannsnafn blúsarans Elliða Tumasonar. Live At 8MM er hans fyrsta plata. Hún var tekin upp á tónleikum á barnum 8MM í Berlín, en hann er í eigu sömu aðila og reka 8MM Records, lítið óháð plötufyrirtæki sem hefur getið sér gott orð á undanförnum árum og gaf m.a. nýverið út safnplötuna The Curse, The Life, The Blood með Singapore Sling.

Tónlist
Fréttamynd

Harry Potter og Fönixreglan frumsýnd í dag

Kvikmyndin Harry Potter og Fönixreglan verður frumsýnd á Íslandi og erlendis í dag. Um er að ræða stærstu frumsýningu í sögu Warner Bros sem framleiða myndina. Hún verður sýnd í 9000 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og búið er að selja yfir 13000 eintök til viðbótar sem dreifast um allan heim.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leonard Nimoy verður Spock - aftur

Menningarhetjan Leonard Nimoy, sem lék Spock í upprunalegu Star Trek myndinni og sjónvarpsþáttunum, mun snúa aftur sem Spock í væntanlegri Star Trek kvikmynd sem JJ Abrahams mun leikstýra. Þetta tilkynnti Krik sjálfur, William Shatner.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt breytt eftir sigurinn

„Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif þessi sigur myndi hafa,“ segir Baltasar Kormákur, leikstjóri Mýrinnar sem hlaut Kristalshnöttinn á Karlovy Vary-kvikmyndahátíðinni í Tékklandi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Krakkarnir í Hogwarts

Fimmta kvikmyndin um Harry Potter er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum í dag. Af því tilefni fór Birgir Örn Steinarsson í heimsókn í Hogwarts-skóla og ræddi við þrjá af nemendunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dansinn dunar

Simian Mobile Disco (SMD) er rafrænn dansdúett nafnanna James Ford og James Shaw. Þeir voru áður í kvintettinum Simian sem gerði lagið Never Be Alone sem seinna var endurhljóðblandað af Frökkunum í Justice. Varð þá til klúbbaslagarinn We Are Your Friends með Justice vs. Simian. Frá 2005 hafa SMD síðan verið að endurhljóðblanda urmul af lögum, til dæmis með Klaxons, The Rapture og Air við góðan orðstír.

Tónlist
Fréttamynd

Í sama skóla og James Bond

Fyrirsætan Heiða Rún Sigurðardóttir komst á dögunum inn í leiklistarskólann Drama Centre London en hann er hluti af hinum virta Saint Martins College of Art and Design.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Töffari án bílprófs

Níu leikarar útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands fyrir skemmstu og er ábyggilega ekki langt að bíða þar til andlit þeirra verða Íslendingum að góðu kunn. Á næstu dögum munu þessir nýjustu leikarar landsins sitja fyrir svörum hjá Fréttablaðinu, hver í sínu lagi. Í dag er það Vignir Rafn Valþórsson sem situr fyrir svörum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Björgum Harry Potter

Í vikunni verður fimmta kvikmyndin um galdrastrákinn Harry Potter frumsýnd. Aðdáendur bókanna bíða hins vegar margir hverjir spenntari eftir sjöundu bókinni og vona heitt og innilega að Potter haldi lífi. Vefsíða Waterstone-netbókaverslunarinnar hefur sett af stað undirskriftalista og biðlar þar til J.K Rowling um að gefa galdraunglingnum grið.

Menning
Fréttamynd

Ferskleiki í Astrópíu

Geisladiskurinn með lögunum úr myndinni Astrópíu er allur að smella saman og ljóst er að þar verður á ferðinni einvalalið úr röðum ungra og efnilegra tónlistarmanna. Þarna eru til dæmis tónlistarmenn og hljómsveitir eins og FM Belfast, Sprengjuhöllin, Motion Boys, Ultra Mega Technobandið Stefán, Lay Low, Wulfgang, Kaja og fleiri.

Tónlist
Fréttamynd

Kokkteilkvartett í góðu grúvi

Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið.

Tónlist
Fréttamynd

Paris lærir leik

Paris er farin að sækja kennslu í leiklist hjá einkakennaranum Ivana Chubbuck. Hvort kennslan er strax farin að skila árangri skal látið ósagt, en leikstjórinn Brett Ratner hefur lýsti því yfir að hann hafi mikinn áhuga á að vinna með Paris í næstu verkefnum sínum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vinna myndir og tóna

Slefberi nefnist einn af hinum skapandi sumarhópum Hins Hússins. Hópinn skipa þau Logi Leó Gunnarsson, Birna Björnsdóttir og Helena Aðalsteinsdóttir.

Menning
Fréttamynd

Vonlaus endurkoma

Þessi endurkomuplata Manchester-sveitarinnar Happy Mondays er hennar fyrsta plata með nýju efni síðan Yes Please kom út fyrir 15 árum. Sveitin hefur verið að byrja og hætta af og til síðan hún hætti fyrst árið 1993. Í dag eru söngvarinn og textasmiðurinn Shaun Ryder, dansarinn Bez og trommuleikarinn Gaz Whelan þeir einu sem voru í hljómsveitinni þegar hún var upp á sitt besta.

Tónlist
Fréttamynd

Nýtt viðmið í íslenskri tónlistarmyndbandagerð

Það er búið að setja nýtt viðmið í íslenskum tónlistarmyndböndum segja Páll Óskar Hjálmtýsson og Hannes Þór Halldórsson, sem undanfarna mánuði hafa unnið að einhverju dýrasta myndbandi sem gert hefur verið á Íslandi.

Tónlist
Fréttamynd

Victoria í Ugly Betty

Aðstandendur bandaríska gamansþáttarins Ugly Betty hafa gengið frá samningum við kryddpíuna Victoriu Beckham um að hún leiki í tveimur þáttum í næstu seríu þáttaraðarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Styttist í endurkomu Kristjáns Jóhannssonar

„Ég get ekki uppljóstrað hvenær það verður, en þetta verður fyrr en seinna á þessu ári,“ segir óperusöngvarinn Kristján Jóhannsson. Hann hyggst snúa aftur til Íslands og halda tónleika hér á landi en það yrðu þeir fyrstu eftir að mikið fjölmiðlafár varð í kringum góðgerðatónleika Ólafs M. Magnússonar árið 2004 en þar var Kristján sagður taka óeðlilega há laun fyrir að koma fram.

Tónlist
Fréttamynd

Rándýr hauskúpa

Myndlistarmaðurinn Damien Hirst opnaði í byrjun júnímánaðar sýningu þar sem hann sýnir dýrasta listaverk sem hefur verið búið til. Verkið er hauskúpa í fullri stærð úr títaníum alþakin demöntum. Á hauskúpunni eru 8601 demantar sem eru samtals 1106,18 karöt.

Menning