Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Gefur út nótnabók í stað venjulegrar plötu

Bandaríski tónlistarmaðurinn Beck hefur gefið út plötuna Song Reader. Þetta er samt engin venjuleg plata því hún hefur aðeins að geyma nótur á blöðum og eiga þeir sem lesa þær að sjá sjálfir um tónlistarflutninginn.

Tónlist
Fréttamynd

Handahófskennd og heillandi

Blaðamaður dagblaðsins The Irish Times gefur nýafstaðinni tónlistarhátíð, Iceland Airwaves, fína einkunn. Tónleikar Sóleyjar í Iðnó fá mjög góða dóma.

Tónlist
Fréttamynd

Svartir dagar í Bíói Paradís

Svartir sunnudagar nefnist dagskrárliður í Bíói Paradís sem fram fer öll sunnudagskvöld. Aðstandendur Svartra sunnudaga eru Hugleikur Dagsson, Sjón og Sigurjón Kjartansson og hafa þeir staðið fyrir sýningum á myndum sem falla undir költ-flokkinn.

Menning
Fréttamynd

Útpældur bókatitill

Frosti Gnarr, sonur Jóns, hannar bókarkápu Sjóræningjans, en á henni má sjá mynd af húðflúri sem Jón fékk sér nítján ára gamall.

Menning
Fréttamynd

Samsamaði sig sjóræningjum

„Þetta er sjálfstætt framhald Indjánans. Sjóræninginn segir frá Hlemmsárunum mínum, þegar ég er á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Í stórum dráttum segir bókin frá því þegar ég lýk barnaskóla og fer í Réttarholtsskóla. Þar varð ég fyrir miklu einelti og lenti í ákveðnum erfiðleikum, svo kynnist ég pönkinu og fer að hanga á Hlemmi,"

Menning
Fréttamynd

Hátíð helguð furðum, göldrum og gufupönki

Kjartan Yngvi Björnsson, Snæbjörn Brynjarsson og Þorsteinn Mar Gunnlaugsson eru forsprakkar Íslenska furðusagnafélagsins, sem stendur fyrir hátíð í Norræna húsinu á föstudag og laugardag þar sem furðusögum verða gerð skil.

Menning
Fréttamynd

Litrík, rafmögnuð, unaðsleg

Einar Pálsson skrifaði á sínum tíma umdeilda ritröð um rætur íslenskrar menningar. Hann færði þar rök fyrir því að margt í íslensku fornsögunum væri hluti af goðsagnaheimi Kelta og landa í kringum Miðjarðarhafið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Eru ekki allir í stuði?

Sú tilfinning að ná ekki í gegn, ná ekki sambandi við annað fólk, standa utan við og á skjön við mannlegt samfélag, er líkt og rauður þráður gegnum allt höfundarverk Gyrðis Elíassonar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Konan sem syngur „Lóan er komin“ er látin

Konan sem syngur vorið inn hjá Íslendingum og kveður burt snjóinn er látin. Erla Stefánsdóttir söngkona var jarðsungin í dag. Hún hóf söngferilinn árið 1964 og frá því lagið um lóuna kom út 1967 hefur hún verið ein af heimilisröddum þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Björk fór til sama skurðlæknis og Adele

Þurfti að þegja í þrjár vikur og gekk um Reykjavík með spjald um hálsinn til að skrifa á. "Þetta er eiginlega rokkstjarna raddbandaskurðlækna og það gekk rosalega vel," segir Björk.

Tónlist
Fréttamynd

Tekur líka gömlu slagarana

"Það verða útgáfutónleikar í Austurbæ fimmtudagskvöldið næstkomandi Á þessum tónleikum ætla ég að leika lög af fyrstu sólólplötunni minni," segir Hreimur Örn Heimisson...

Tónlist
Fréttamynd

Meðgönguljóð fæðast

"Okkur langaði að gera ljóð aðgengilegri," segir Sveinbjörg Bjarnadóttir bókaútgefandi. Hún er eigandi útgáfunnar Frú Stellu, sem sérhæfir sig í fagurbókmenntum.

Menning
Fréttamynd

Auðveldar fjölskyldufólki að finna afþreyingu

Það er hverju barni mikilvægt að hreyfa sig reglulega og eiga góðar stundir með fjölskyldunni, segja þær Sigríður Arna Sigurðardóttir og Lára Guðrún Sigurðardóttir höfundar nýrrar bókar um útivist og afþreyingu fyrir börn.

Menning
Fréttamynd

Þjóðfræði í kvikmynd

Þjóðfræðinemarnir Björk Hólm Þorsteinsdóttir og Ólafur Ingibergsson hafa síðastliðin þrjú sumur unnið að heimildarþáttaröðinni Þjóðfræði í mynd, með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Háskóla Íslands.

Menning
Fréttamynd

Veisluborð lífsins

Þau eru margvísleg umfjöllunarefnin í þessari bók sem skáldið Jónas Þorbjarnarson gekk frá til prentunar skömmu fyrir andlát sitt í fyrra.

Gagnrýni
Fréttamynd

Svín fór yfir Rín...

Stundum er því fleygt fram, meira í gamni en alvöru, að það versta sem hent geti rithöfund sé að skrifa frábæra bók. Þar með sé hann kominn á stall í hugum lesenda og kröfur þeirra til verka hans rjúki upp úr öllu valdi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sigtaði út á Ægissíðu

Björk Guðmundsdóttir hefur sent frá sér plötuna Bastards sem hefur að geyma endurhljóðblönduð lög af Biophiliu sem kom út í fyrra. Meðal þeirra sem eiga lög á plötunni eru Sýrlendingurinn Omar Souleyman, These New Puritans, Hudson Mohawke, Current Value, 16-bit, og Matthew Herbert. Þeir þrír síðastnefndu tóku einnig þátt í gerð Biophiliu.

Tónlist
Fréttamynd

Gaman að vinna með mömmu

„Ég tók þátt í sýningunni með Felix Bergssyni nokkrum sinnum og þegar ég spurði hann út í sýninguna í ár voru blikur á lofti. Ég sagði við Felix að hann yrði að setja upp verkið, annars mundi ég gera það. Og úr því varð,“ útskýrir Orri Huginn Ágústsson sem fer með öll helstu hlutverk í leiksýningunni Ævintýrið um Augastein.

Menning
Fréttamynd

Mesta áskorunin var kynlífslýsingar og koddahjal

„Í ferlinu komumst við að því að það er lítil hefð fyrir koddahjali á íslensku og var það mesta áskorunin fyrir okkur,“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem ásamt Þóru Karitas Árnadóttur hefur þýtt metsölubókina Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day.

Menning
Fréttamynd

Svín fór yfir Rín ...

Landvættir er hressileg og afburða vel stíluð skáldsaga en hefði að ósekju mátt vera mun styttri og hnitmiðaðri.

Gagnrýni
Fréttamynd

Stóll frá afa og ömmu í öndvegi á heimilinu

„Mig langar að varpa ljósi á ýmsa þætti í hversdagslífi fólks á síðustu öld, til dæmis hvaða munir voru fólki kærir og eftirminnilegir á uppvaxtarheimilinu. Líka hvort eitthvað af þeim hlutum hafi fylgt fólki inn í samtímann,“ segir dr. Sigurður Gylfi um rannsókn sína á samspili efnis og tilfinningalífs fólks. Spurningalistar sem Þjóðminjasafnið hefur sent út nýlega undir yfirskriftinni Híbýli, húsbúnaður og hversdagslíf eru eitt af því sem hann notar við þá rannsókn.

Menning