Léttleikandi popp frá Elízu Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2012 00:01 Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu. Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Elíza Newman Heimþrá Geimsteinn Heimþrá er þriðja plata Elízu Newman og sú fyrsta sem er með íslenskum textum. Áður var Elíza auðvitað í hinni stórgóðu sveit Kolrössu krókríðandi, sem breyttist í Bellatrix þegar hún fór að vekja athygli erlendis, og svo eftir það í hljómsveitinni Scandinavia. Tónlistin á sólóplötum Elízu, Empire Fall (2007), Pie in the Sky (2009) og nýju plötunni Heimþrá, er um margt lík, enda sami lagahöfundurinn. Samt er augljós þróun í gangi. Á fyrstu plötunni var indírokk, á plötu númer tvö var bjartari og léttari stemning, þá vék rafmagnsgítarinn að miklu leyti fyrir hljóðfærum eins og úkúlele, píanói og klukkuspili. Á nýju plötunni er poppþróunin tekin enn þá lengra. Á henni er léttleikandi tónlist spiluð á hefðbundin popphljóðfæri. Létt yfirbragð tónlistarinnar er svo undirstrikað í lok viðlagsins í laginu Stjörnuryk: „Lífið er stutt, reynum að njóta þess." Lögin eru samt ekki öll í þessum gleðipoppsstíl, eitt besta lag plötunnar, lokalagið Vetrarmávur, er t.d. hægt og stemningsfullt. Elíza semur sjálf öll lög plötunnar og meirihluta textanna, en fjögur laganna eru við ljóð íslenskra skálda. Elíza er ágætis lagasmiður. Hún hefur næmt eyra fyrir melódíu. Það eru nokkrir smellir á plötunni, m.a. Stjörnuryk, Hver vill ást? og Rispuð plata. Útsetningarnar eru ágætar, en platan er samt svolítið mistæk. Bestu lögin eru þó mjög góð. Þetta er ágætis poppplata sem ætti að geta stækkað áheyrendahóp Elízu Newman. Niðurstaða: Stjörnuryk, Hver vill ást? og fleiri poppsmellir frá fyrrum Kolrössu.
Gagnrýni Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira