Kántrípopp úr Borgarfirðinum Trausti Júlíusson skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Tónlist. Grasasnar. Til í tuskið. Fossatún. Steinar Berg Ísleifsson er einn af afkastamestu plötuútgefendum Íslandssögunnar. Hann gaf út hundruð platna hjá plötuútgáfunum Steinari og Spori og var m.a. fyrsti útgefandi Stuðmanna, Spilverksins, Utangarðsmanna og Mezzoforte. Fyrir nokkrum árum sneri hann baki við tónlistarbransanum og stofnaði ferðaþjónustufyrirtæki í Borgarfirði. Nú hefur Steinar snúið aftur í tónlistina og í þetta skiptið í nýju hlutverki. Hann er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Grasasna og semur að auki nokkur lög og texta á fyrstu plötu sveitarinnar Til í tuskið, sem var að koma út. Tónlist Grasasna er kántrípopp með íslenskum textum. Yfirbragð plötunnar minnir einna helst á eldri plötur Brimklóar. Meirihluti laganna er erlendur, þrjú þeirra eru t.d. eftir John Prine. Steinar Berg semur tvö lög, m.a. eitt besta lag plötunnar Heimurinn og ég, við ljóð Steins Steinars. Tvö önnur ljóð eftir Stein eru á plötunni, Ræfilskvæði, sem Mannakorn tóku hér áður, og Í áfanga, en flestir textanna eru eftir Steinar Berg. Á heildina litið er þetta þokkalegasta kántrípoppplata, þótt hún sæti engum tíðindum. Steinar og félagar fá plús fyrir að vanda til verka. Þeir komast ágætlega frá söng og hljóðfæraleik, en auk þeirra koma nokkrir gestir við sögu, m.a. söngvararnir Bjartmar Guðlaugsson, Helgi Pétursson og Kristjana Stefánsdóttir, Dan Cassidy fiðluleikari og Guðmundur Steingrímsson harmonikkuleikari. Niðurstaða: Ágætis kántrípopp frá nýrri hljómsveit stórútgefandans fyrrverandi Steinars Berg.Steinar Berg, fyrrverandi stórútgefandi, snýr aftur í tónlistina og í þetta skiptið í nýju hlutverki. Hann er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Grasasna og semur að auki nokkur lög og texta á fyrstu plötu sveitarinnar Til í tuskið. Gagnrýni Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Grasasnar. Til í tuskið. Fossatún. Steinar Berg Ísleifsson er einn af afkastamestu plötuútgefendum Íslandssögunnar. Hann gaf út hundruð platna hjá plötuútgáfunum Steinari og Spori og var m.a. fyrsti útgefandi Stuðmanna, Spilverksins, Utangarðsmanna og Mezzoforte. Fyrir nokkrum árum sneri hann baki við tónlistarbransanum og stofnaði ferðaþjónustufyrirtæki í Borgarfirði. Nú hefur Steinar snúið aftur í tónlistina og í þetta skiptið í nýju hlutverki. Hann er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Grasasna og semur að auki nokkur lög og texta á fyrstu plötu sveitarinnar Til í tuskið, sem var að koma út. Tónlist Grasasna er kántrípopp með íslenskum textum. Yfirbragð plötunnar minnir einna helst á eldri plötur Brimklóar. Meirihluti laganna er erlendur, þrjú þeirra eru t.d. eftir John Prine. Steinar Berg semur tvö lög, m.a. eitt besta lag plötunnar Heimurinn og ég, við ljóð Steins Steinars. Tvö önnur ljóð eftir Stein eru á plötunni, Ræfilskvæði, sem Mannakorn tóku hér áður, og Í áfanga, en flestir textanna eru eftir Steinar Berg. Á heildina litið er þetta þokkalegasta kántrípoppplata, þótt hún sæti engum tíðindum. Steinar og félagar fá plús fyrir að vanda til verka. Þeir komast ágætlega frá söng og hljóðfæraleik, en auk þeirra koma nokkrir gestir við sögu, m.a. söngvararnir Bjartmar Guðlaugsson, Helgi Pétursson og Kristjana Stefánsdóttir, Dan Cassidy fiðluleikari og Guðmundur Steingrímsson harmonikkuleikari. Niðurstaða: Ágætis kántrípopp frá nýrri hljómsveit stórútgefandans fyrrverandi Steinars Berg.Steinar Berg, fyrrverandi stórútgefandi, snýr aftur í tónlistina og í þetta skiptið í nýju hlutverki. Hann er söngvari og annar gítarleikari hljómsveitarinnar Grasasna og semur að auki nokkur lög og texta á fyrstu plötu sveitarinnar Til í tuskið.
Gagnrýni Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira