Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Varlegra að vera fjarri Beethoven

Idioclick er fiðlutónverk eftir Atla Ingólfsson sem Sif Tulinius frumflytur í kvöld í Salnum. Sif og Anna Guðný Guðmundsdóttir taka líka tvær sónötur Beethovens.

Menning
Fréttamynd

Flottar konur með skrautlegt sálarlíf

Sál mín var dvergur á dansstað í gær nefnist ljóðagjörningur sem Leikhúslistakonur 50 plús sýna í Iðnó í kvöld. Gjörningurinn er unninn upp úr ljóðum skáldkonunnar Steinunnar Sigurðardóttur og leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir.

Menning
Fréttamynd

Þrír fjórðu verkanna seldust

Stærstur hluti listaverkanna á uppboði Nýlistasafnsins seldust í dag en sjötíu verk eftir virta og landsþekkta listamenn voru í boði. Nýló vildi með þessu safna pening fyrir sýningarsal.

Menning
Fréttamynd

Sumt verður að liggja í þagnargildi

Snjór í myrkri, ný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, fjallar um rithöfund sem fenginn er til að skrá ævisögu söngkonu sem fundist hafði myrt þremur árum fyrr. Sagan hefur ýmis einkenni glæpasögu en Sigurjón segir af og frá að flokka hana sem slíka.

Menning
Fréttamynd

Hátíðleg tónlist frá ýmsum tímum

Caritas á Íslandi heldur styrktartónleika til hjálpar geðsjúkum á morgun í Kristskirkju, Landakoti. Þar verður flutt klassísk tónlist með tangó- og djassívafi.

Menning
Fréttamynd

Minnsta stóra bókamessa í heimi

Bókamessa verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Fjölmargir útgefendur kynna nýútkomin verk sín í Tjarnarsalnum auk þess sem boðið er upp á þétta bókmenntadagskrá í tengslum við um það bil 100 nýútkomna titla.

Menning
Fréttamynd

Maðurinn sem hataði börn besti bókartitill ársins

Þótt ekki eigi að dæma bækur af kápunni er óhjákvæmilegt að góður bókartitill hafi áhrif á val kaupenda og slæmur minnki áhugann á lestri bókarinnar. Fréttablaðið leitaði til nokkurra álitsgjafa og bað þá að velja besta og versta bókatitil ársins.

Menning
Fréttamynd

Vildu fara gegn augljósum hugmyndum

Leikhópurinn Aldrei óstelandi frumsýnir leikgerð sína á Ofsa eftir Einar Kárason á sunnudagskvöldið. Marta Nordal leikstýrir og þau Jón Atli Jónasson sömdu leikgerðina með hjálp leikhópsins. Hún segir leikritið ansi frábrugðið skáldsögunni.

Menning
Fréttamynd

Allt um gull í íslenskri náttúru

Dr. Hjalti Franzson jarðfræðingur segir sögu gullleitar og lýsir möguleikum á gullvinnslu á Íslandi í fyrirlestri í Hönnunarsafni Íslands í kvöld.

Menning