Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Drogba skaut á Benitez

    Didier Drogba gat ekki stillt sig um að skjóta einu skoti enn á Rafa Benitez eftir að Chelsea sló Liverpool út í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dramatík á Stamford Bridge - Chelsea í úrslit

    Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins eftir 3-2 sigur á Liverpool í æsilegum undanúrslitaleik í Lundúnum. Liðið mætir Manchester United í úrslitaleik í Moskvu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Framlenging á Brúnni

    Leikur Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge er kominn í framlengingu eftir að staðan var jöfn 1-1 eftir 90 mínútur. Didier Drogba kom Chelsea yfir á 33. mínútu eftir frábæran fyrri hálfleik hjá Chelsea, en gestirnir voru miklu frískari í þeim síðari og það var Fernando Torres sem jafnaði leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea er yfir í hálfleik

    Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Liverpool þegar flautað hefur verið til leikhlés í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Didier Drogba sem skoraði mark Chelsea á 33. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Salomon Kalou.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Byrjunarliðin á Stamford Bridge

    Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Liverpool fyrir síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er á Stamford Bridge í Lundúnum og er sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18:45. John Arne Rise er í byrjunarliði Liverpool og Frank Lampard kemur inn í byrjunarlið Chelsea á ný.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand: Scholes er ótrúlegur

    Rio Ferdinand, fyrirliði Manchester United, segir að agaður leikur og augnablik af snilld frá Paul Scholes hafi gert gæfumuninn í kvöld þegar enska liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Manchester United í úrslit

    Það er ljóst að það verða tvö ensk lið sem leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Manchester United tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 1-0 sigri á Barcelona í fjörugum leik á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður á bekknum á Old Trafford

    Síðari leikur Manchester United og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hefst nú klukkan 18:45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. United verður án tveggja lykilmanna í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á bekknum hjá Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: Chelsea líklegri

    Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að Chelsea sé líklegri aðilinn til að fara í úrslitaleikinn en liðin mætast í síðari viðureign undanúrslita Meistaradeildarinnar annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Benitez hefur áhyggjur af dómaranum

    Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur áhyggjur af ítalska dómaranum sem dæmir leik Chelsea og Liverpool í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lofar meiri sóknarbolta

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lofar meiri sóknarbolta frá sínum mönnum í seinni leiknum gegn Barcelona. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á miðvikudag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    United hélt hreinu í Barcelona

    Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Óvíst með Vidic í kvöld

    Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þessir kljást í kvöld

    Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt.

    Fótbolti