
Njarðvíkingar semja við Argentínumann í körfunni
Deildarmeistarar Njarðvíkur hafa gengið frá samningi við nýjan leikmann fyrir komandi tímabil í Subway deild karla í körfubolta.
Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.
Deildarmeistarar Njarðvíkur hafa gengið frá samningi við nýjan leikmann fyrir komandi tímabil í Subway deild karla í körfubolta.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð.
Fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta ætlar að safna fyrir Úkraínu með sérstökum hætti.
Tindastóll, silfurliðs Subway-deildar karla á síðasta tímabili, hefur ráðið nýjan þjálfara. Sá heitir Vladimir Anzulovic og er 44 ára Króati.
Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta, hefur samið við belgíska liðið Basket Namur Capitale um að leika með liðinu á komandi leiktíð.
Kristbjörn Albertsson, fyrrum körfuboltamaður, körfuboltadómari og formaður KKÍ, er látinn. Kristbjörn lést eftir baráttu við krabbamein þann 18. júlí síðastliðinn en Kristbjörn hefði orðið 78 ára þann 6. ágúst næstkomandi.
Breiðablik hefur bætt við nýjum leikmanni í leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Subway-deild karla. Liðið sótti Clayton Riggs Ladine frá Hraunamönnum í næst efstu deild.
Íslenska landsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri á tvo fulltrúa í úrvalsliði B-deildar Evrópumótsins sem lauk í Tbilisi í Georgíu í gær.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins í Tblisi í Georgíu í dag.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld.
U20 ára landslið karla í körfubolta komst í gær í undanúrslit á Evrópumóti B-deildar í Georgíu eftir sigur á Svíum. Finnar bíða íslenska liðsins í undanúrslitunum þar sem mikið er undir.
Þór Þorlákshöfn hefur fengið spænska bakvörðinn Josep Pérez til liðs við sig fyrir komandi átök í Subway-deildinni og Evrópubikarkeppni karla í körfubolta.
Argentínski körfuboltamaðurinn Pablo Bertone hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals. Bertone verður því áfram í herbúðum Valsmanna næstu tvö árin í það minnsta.
James Harden hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við NBA-liðið Philadelphia 76ers. Þessi 32 ára skotbakvörður hóf síðasta tímabil með Brooklyn Nets en færði sig svo yfir til Philadelphia á þessu ári.
Körfuboltamaðurinn Miles Bridges, leikmaður Charlotte Hornets, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra tvö í síðasta mánuði.
Kári Jónsson, mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni Subway-deildar karla á seinasta tímabili, hefur framlengt samningi sínum við Íslandsmeistara Vals.
Nýliðar Hattar hafa samið við leikstjórnandan Obie Trotter um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla í körfubolta. Trotter kemur frá HLA Alicante á Spáni.
„Það verða ekki bara danskir dagar í Hagkaup næsta vetur,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem hefur öflugan liðsstyrk fyrir næsta tímabil frá KR-ingum í Dananum Adama Darboe.
Þór Þorlákshöfn hefur samið við Spánverjann Pablo Hernandez og kemur hann til að leika með liðinu á næsta leiktímabili.
Þór Þorlákshöfn mætir kýpversku meisturunum Petrolina AEK í fyrstu umferð undankeppni Evrópubikarsins í körfubolta, en dregið var í dag.