Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Frá Skaga­firði á Akra­nes

Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ofur­stjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnu­leiknum

Caitlin Clark, skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í körfubolta, mun ekki taka þátt í stjörnuleik deildarinnar sökum meiðsla. Hún var skráð til leiks í þriggja stiga keppninni og eftirvæntingin mikil enda Clark án efa eitt stærsta nafnið í bandarískum íþróttum í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Yfir­gefur Aþenu og semur við nýliðana

Nýliðar Ármanns í Bónus-deild kvenna eru á fullu að safna liði fyrir komandi vetur og hafa bætt leikmanni í hópinn með reynslu úr efstu deild en Dzana Crnac hefur samið við Ármann og kemur til liðsins frá Aþenu.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar Már til Pól­lands

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson er á leið í pólsku úrvalsdeildina í körfubolta en hann hefur samið við Anwil Włocławek þar í landi.

Körfubolti
Fréttamynd

Raggi Nat á Nesið

Álftnesingum hefur borist risastór liðsauki fyrir komandi vetur í Bónus-deildinni en miðherjinn hávaxni Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Sau­tján ára troðslu­drottning vekur at­hygli

Troðslur eru ekki á hverju strái í kvennakörfubolta en ein slík leit dagsins ljós í leik Frakklands og Belgíu um bronsið á Evrópumóti U18 þegar hin 17 ára Alicia Tournebize hamraði niður tveggja handa troðslu í hraðaupphlaupi.

Körfubolti