Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Í fyrsta skipti í langan tíma sem ég segi þetta“

Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var að vonum ánægður með sigurinn gegn KR í kvöld í þriðju umferð Subway deildarinnar. Sigurinn í kvöld var fyrsti sigur Grindavíkur á KR á heimavelli í tæp fjögur ár en Grindavík vann leikinn með 10 stigum, 90-80.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er ekki síðasta ár“

Chicago Bulls liðið mætir til leiks með mikið breytt lið í NBA-deildinni í körfubolta í vetur og byrjaði á sigri í nótt. New York Knicks vann Boston Celtics í tvíframlengdum leik, silfurlið Phoenix Suns tapaði á heimavelli og leikmenn Philadelphia 76ers létu Ben Simmons vesenið ekki stoppa sig í New Orleans.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta var svolítið skrítinn leikur“

Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, var ánægð með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í leik sem henni fannst annars vera mjög sveiflukenndur. Lokatölur 105-85.

Sport
Fréttamynd

Embiid um Ben Simmons: Fæ ekki borgað fyrir að vera í barnapössun

Ben Simmons verður ekki með Philadelphia 76ers í fyrsta leik liðsins á NBA tímabilinu sem er á móti New Orleans Pelicans í nótt. Félagið setti Simmons í eins leiks bann eftir að hann var rekinn af æfingu í gær fyrir að meðal annars neita að gera það sem þjálfarinn bað hann um.

Körfubolti
Fréttamynd

Simmons settur í bann af eigin félagi

Ben Simmons, leikmaður Philadelphia 76ers, hefur verið settur í eins leiks keppnisbann af sínu eigin félagi eftir að hafa verið rekinn heim af æfingu í gær. Hann mun því ekki taka þátt í opnunarleik liðsins í NBA-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin og félagar hófu Euro Cup á sigri

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia tóku á móti gríska liðinu Promitheas í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Euro Cup. Martin skoraði 13 stig fyrir Valencia þegar liðið vann tíu stiga sigur, 92-82.

Körfubolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.