Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Auð­vitað var þetta sjokk“

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“

Hjalti Þór Vil­hjálms­son, settur þjálfari Álfta­ness, segir leik­menn hálf skammast sín eftir þungt tap gegn Tindastól á dögunum og af­sögn Kjartans Atla Kjartans­sonar úr starfi þjálfara liðsins. Kjartan bað Hjalta um að taka við af sér fljót­lega eftir tapið gegn Stólunum á föstu­dag. Álfta­nes heimsækir nágranna sína í Stjörnunni í kvöld í bikarnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Elvar leiddi liðið til sigurs

Elvar Már Friðriksson spilaði mest allra leikmanna og gaf flestar stoðsendingar í 99-93 sigri Anwil Wloclawek gegn Miasto Szkla Krosno í 11. umferð pólsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum

Victor Wembanyama var mættur aftur út á gólf eftir tólf leikja fjarveru vegna meiðsla þegar San Antonio Spurs lögðu ríkjandi NBA meistara Oklahoma City Thunder að velli í nótt með 111-109 sigri sem kom þeim áfram í úrslitaleik NBA bikarsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Kjartan Atli lætur af störfum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Álftaness hefur komist að samkomulagi um starfslok Kjartans Atla Kjartanssonar, aðalþjálfara Álftaness. Ákvörðun um að Kjartan láti af störfum er hans eigin samkvæmt tilkynningu stjórnar. 

Körfubolti
Fréttamynd

Curry sneri aftur með miklum látum

Eftir að hafa setið utan vallar síðustu tvær vikur vegna meiðsla mætti Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State Warriors, aftur út á gólf í gærkvöldi og gerði það með látum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggvi hafði hægt um sig í sigri

Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Surne Bilbao Basket höfðu betur gegn Sporting Lissabon í Evrópubikarnum í körfubolta í kvöld. Lokatölur fimmtán stiga sigur Bilbao, 94-79.

Körfubolti