Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“

Kristinn Albertsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, skrifaði pistil um helgina þar sem hann kallar eftir meiri peningum í íslenskt íþróttastarf og ber tölurnar saman við gríðarstórar upphæðir sem fara í að styrkja erlend kvikmyndafyrirtæki hér á landi.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim

Helgi Már Magnússon var allt annað en sáttur við hugarfar leikmanna sinna þegar Grindavík féll úr leik í VÍS-bikar karla í körfubolta með tapi gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garða­bænum

Hilmar Smári Henningsson snéri aftur í lið Stjörnunnar eftir dvöl sína í Litáen þegar liðið lagði Grindavík að velli í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Hilmar Smári hélt til Litáen í kjölfar þess að hafa orðið Íslandsmeistari með Stjörnunni en lék í Stjörnutreyjunni að nýju í sigrinum gegn Grindvíkingum. 

Körfubolti
Fréttamynd

Pa­vel hjálpar Grind­víkingum

Körfuboltasérfræðingurinn Pavel Ermolinskij er mættur aftur í þjálfun, að minnsta kosti í kvöld, því hann er til aðstoðar hjá Grindvíkingum í stórleiknum við Stjörnuna í VÍS-bikarnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Martin öflugur í öruggum sigri

Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson átti glimrandi leik er Alba Berlín vann þægilegan 87-62 sigur á Heidelberg í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Grát­legt tap Jóns Axels

Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru í strembinni stöðu í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Þeir töpuðu heimaleik fyrir sterku liði Joventut Badalona með grátlegum hætti í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Fá nýjan Kana í harða bar­áttu

Njarðvíkingar hafa fundið nýjan Bandaríkjamann í liðið fyrir komandi átök í Bónus deild karla í körfubolta. Sá heitir Luwane Pipkins og kemur úr gríska boltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Frá­bær sigur Tryggva og fé­laga

Eftir að hafa orðið í 3. sæti í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2025 hefur Tryggvi Snær Hlinason unnið tvo leiki í röð með Bilbao Basket, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun