Klinkið

Klinkið

Klinkið er spjallþáttur um viðskipti og efnahagsmál.

Fréttamynd

Efnahagsleg "rússíbanareið“

Sé horft yfir áratuginn frá 2001 til og með 2010 er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið mikil "rússíbanareið“. Þetta segir Björn Þór Sigbjörnsson, sem er höfundur bókarinnar Ísland í aldanna rás 2001 til 2010 ásamt Bergsteini Sigurðssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Björn Þór er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallþáttar um efnahagsmál- og viðskipti hér á Vísi. Fjallað er ítarlega um gang mála í viðskiptum og efnahagsmálum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bera bankamenn ábyrgð á heimskreppunni? Sanngjörn spurning, segir Lars

Lars Christensen, aðalgreinandi Danske Bank, segist líta svo að hið mikla hrun á fjármálamörkuðum haustið 2008, sem hagkerfi heimsins eru enn að súpa seyðið af, eigi sér skýringar í mörgum þáttum. Lars er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hann ræðir um stöðu Íslands eftir hrunið, stöðu efnahagsmála í Evrópu og Danmörku, svo eitthvað sé nefnt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Leiðinleg“ staða á Íslandi - danskir bankar voru á barmi hruns

"Ég myndi segja að það væri frekar leiðinleg staða á Íslandi núna, þ.e. að efnahagslífið einkennist af ákveðnum stöðugleika, en um leið óvissu. Þetta svona á vissan hátt frekar líflítil og leiðinleg staða,“ segir Lars Christensen, aðalhagfræðingur Danske bank, stærsta banka Danmerkur. Hann gestur nýjast þáttar Klinksins sem aðgengilegur er hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Vodafone: Símamarkaðurinn á fleygiferð

Ómar Svavarsson segir að miklar breytingar hafi orðið á símamarkaði, bæði hér á landi og erlendis, að undanförnu og gagnaflutningar, m.a. vegna snjallsímanotkunar, hafi margfaldast og þannig breikkað tekjumöguleika fjarskiptafyrirtækja. Markaðurinn sé að þróast ört, en hefðbundin símanotkun sé þó enn grunnstofninn í tekjum símafyrirtækja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum

Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. "Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður,“ segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigmundur Davíð: Draumastjórnin er miðjustjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist sannfærður um að það verði gott fyrir flokkinn, að hann bjóði fram krafta sína fyrir Norð-Austurkjördæmi í næstu þingkosningum. Hann segist opinn fyrir samstarfi til hægri og vinstri eftir kosningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir óráð að afnema gjaldeyrishöftin hratt

Íslenska hagkerfið myndi ekki lifa það af ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hratt, í stað þess að gera það hægar með það að markmiði að aflétta höftunum innan þriggja ára. Þetta segir breski bankamaðurinn Robert Parker. Hann segir að hraða þurfi slitum á gömlu bönkunum, þar sem það myndi auka traust á hagkerfinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konur löngu tilbúnar til að stíga fram í atvinnulífinu

Íslenskar konur eru tilbúnar til að stíga með auknum krafti inn í atvinnulífið og stjórnmálin. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtalsþættinum Klinkinu á Vísi. „Jájá, fyrir löngu síðan," bætti hún við en sagði að konur hafi gjarna mætt glerþaki og mæti enn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gunnar Smári: Mikil barátta við „peningaöfl“ í lyfjaiðnaði

Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir vímuefnasjúklinga sem leita sér hjálpar vegna mikillar neyslu kannabisefna, oft vera „afar illa á sig komna". Þá séu þeir oft næstum „óvirkir samfélagsþegnar" , þ.e. einangraðir og staðnaðir, eftir langavarandi neyslu og langan tíma taki fyrir þá að ná bata, en í ársskýrslu lögreglunnar, sem kom út í síðasta mánuði, kemur fram að lögreglan finni sterklega fyrir linnulausum áróðri um skaðleysi kannabisefna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atvinnulífið getur lært af íslenskum rithöfundum

Ísland hefur þarf að renna fleiri stoðum undir efnahag sinn og einblína á hluti sem skila meiri framlegð heldur en þær greinar sem að mestu er byggt á nú. Í þeim efnum er vel hægt að horfa til þess hvernig rithöfundasamfélagið íslenska hefur eflst og dafnað, með mikilli vinnu og umræðu um verk höfunda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér

Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samstaða má heita Samstaða - skuldaþrældómur raunhæfur möguleiki

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, segist óttast það að yngri kynslóðir Íslendinga muni glíma við mikinn skuldavanda ef ekki verði gripið til róttækra niðurfellinga skulda heimila og fyrirtækja. Lilja lýsir sjónarmiðum sínum og svarar spurningum varðandi þau, í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins, sem aðgengilegur er á Vísi.is.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

"Kómískt“ að sjá nefnd snillinga verðleggja fjármuni

Gunnlaugur Jónsson fjárfestir segir nýja nálgun að fjármálakerfum vera lífsnauðsynlega svo að markaðir geti orðið skilvirkir, og virkni þeirra eðlileg. Þar sé langsamlega mikilvægast að afnema með öllu ríkisábyrgð á fjármálastarfsemi, þar ekki síst hlutverk seðlabanka við lána til þrautavara.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum

Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn: Þétting byggðar er ekki "innistæðulaus frasi“

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að frekari þétting byggðar á höfuðborgarsvæðinu, einkum í Reykjavík, sé mikilvægt hagsmunamál fyrir Íslendinga alla. Þar horfir hann ekki síst til uppbyggingar íbúðabyggðar í Skeifunni, sem sé rökrétt skref í átt að skynsamri uppbyggingu í Reykjavík.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

"Íslensk ferðaþjónusta hefur mikil sóknarfæri"

Skúli Mogensen fjárfestir, stærsti eigandi MP banka og Wow air flugfélagsins, segir að ferðaþjónustan á Íslandi hafi mikil sóknarfæri til framtíðar litið og er bjartsýnn á að umfang ferðaþjónustunnar í íslenska hagkerfinu muni tvöfaldast á næstu fimm til sex árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann

Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þórður Magnússon: Búið að "hringla alveg óskaplega í sköttunum“

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest og Marorku, segir að ýmislegt hafi verið vel gert hér á landi varðandi nýsköpun, t.d. hafi Tækniþróunarsjóður skipt sköpum fyrir mörg fyrirtæki og fjárfestingar hans margborgað sig til baka, að hans mati. Þetta kemur m.a. fram í ítarlegu viðtali við Þórð í viðtalsþættinum Klinkinu, sem aðgengilegur er á viðskiptavef Vísis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heiðar Már: Tilrauninni með krónuna lokið

Heiðar Már Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, segir aðkallandi að taka peninga- og gjaldmiðlamál landsins til ítarlegrar skoðunar, það þoli enga bið. Heiðar Már er gestur nýjasta þáttarins af Klinkinu, spjallþáttar á viðskiptavef Vísis, þar sem hann ræðir um gjaldmiðlamál og stöðu mála hér á landi. "Tilrauninni með krónuna er lokið að mínu mati, og leiðin út úr þeim ógöngunum sem hagkerfið er í, með gjaldeyrishöftin, er að verða hluti af alþjóðlegu myntstarfi," segir Heiðar Már m.a.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Horn á markað í mars eða apríl

Horn fjárfestingafélag hf. verður skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands í lok mars eða byrjun apríl næstkomandi, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Horn verður annað félagið til að skrá sig á markað frá bankahruni. Þá er búist við því að Eimskip muni skrá sig á markað í september eða október.

Viðskipti innlent