Byrjaði með aðeins 30 pund í vasanum en er milljarðamæringur í dag 14. ágúst 2012 15:33 Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér. Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni fyrirtækisins. Walker byrjaði aðeins með 30 pund í vasanum og eina búð í bænum Oswestry á Englandi, skammt frá velsku landamærunum. Í dag er hann milljarðamæringur og á sinn eigin bát. Walker, sem er afslappaður alþýðumaður í grunninn, er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu, en í viðtalinu fer hann yfir víðan völl, allt frá frosinni matvöru til vandans á evrusvæðinu. Velgengni og vöxtur Iceland búðanna er ævintýri líkastur, en lífsskoðun Walkers er einföld. Lítil yfirbygging og einfaldleiki. Í lok dags skipti bara eitt máli, hvort meira hafi komið í kassann en hafi farið út. Þess vegna trúi hann ekki á langtíma rekstraráætlanir.Frosin matvæli aðeins þriðjungur af sölu, þvert á það sem allir halda „Þetta er þróun. Það hefur breyst í gegnum tíðina. Það eru 42 ár síðan ég stofnaði fyrirtækið og þetta var allt öðruvísi rekstur þá. En þetta snýst um að vera vakandi og breytast eftir því sem markaðurinn breytist. Við höfum aldrei verið með neina áætlun. Þegar við þurfum að afla fjár fyrir einhverju hjá bönkunum þarf maður að koma með fimm ára áætlun. En hún breytist á hverjum mánudagsmorgni, eftir því hvernig sala síðustu viku var. En staða okkar núna er þannig, og hefur verið það síðustu fimm eða sex ár, að við erum ekki frystimiðstöð við seljum ekki bara frosnar vörur. Allir halda það, en það er bara þriðjungur af sölu okkar," segir Malcolm Walker. „Frosinn matur er það sem við hugsum um, það sem við auglýsum, hann er ástæða þess að við erum til. En tveir þriðju af sölunni hjá okkur er ófrosin vara." Walker fer í viðtalinu yfir aðdraganda þess að hann snéri aftur til Iceland árið 2005 en áður hafði Baugur eignast fjórðungshlut í fyrirtækinu. „Baugur kom inn og keypti 25% og þegar ég sá verðgildið halda áfram að lækka hafði ég samband við Jón Ásgeir. Ég hitti hann á skrifstofu hans í London. Skrýtinn náungi. Sítt hár, leðurjakki. Ekki venjulegur breskur kaupsýslumaður. En okkur kom mjög vel saman," segir Walker. Walker segir að samskiptin við Landsbankinn hafi gengið ágætlega eftir gjaldþrot Baugs, en Landsbankinn átti 67 prósenta hlut í Iceland Foods. Það sem er merkilegt er að hann segist eiginlega aldrei hafa hitt Lárentsínus Kristjánsson hjá skilanefnd Landsbankans. Öll samskipti hafi farið í gegnum Baldvin Valtýsson, „Badda." Viðtalið í heild sinni má finna hér.
Klinkið Tengdar fréttir "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57 Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru" "Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er í viðtali í nýjasta þættinum af Klinkinu. 13. ágúst 2012 13:57
Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. 12. ágúst 2012 19:44
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur