Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. ágúst 2012 19:44 Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið. Klinkið Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt. Walker hætti hjá félaginu í ósætti við eigendur þess árið 2001 en fyrir tilstuðlan Baugs Group kom hann aftur að rekstrinum 2005 og hefur verið við stjórnvölinn síðan. 67 prósenta hlutur rann í faðm gamla Landsbankans eftir hrunið við gjaldþrot Baugs og fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Walker segir að einfaldleiki sé lykillinn að velgengni Iceland. „En þetta er raunveruleikinn. Við höfum farið fram úr væntingum okkar í fimm eða sex ár," segir Walker. „En það var ekki ætlunin. Við spáum aldrei vexti. Við hugsum um að fá hagnað." Walker segist hafa átt gott samstarf við bæði Baug og Landsbankann. „Reynsla okkar af að vinna með Íslendingum, hvort sem það var Baugur eða bankarnir, hefur verið góð. Það var smánúningur þegar Landsbankinn reyndi að fá besta verðið fyrir fyrirtækið, eins og hann varð auðvitað að gera, og við vildum kaupa ódýrt, eins og eðlilegt er. En við þessar aðstæður held ég að allir hafi sigrað. Við borguðum miklu meira en við ætluðum að gera, Landsbankinn fékk gott verð, en allir eru ánægðir," segir Walker. Walker segir að opnun Iceland Foods hafi í raun verið greiði við fjölskyldu Baugsfeðga, en Walker er ekki hluthafi í íslenska Iceland Food sem hann kallar blöndu af Bónus og Iceland. „Við flytjum út vörur til ýmissa landa, til dæmis Spánar. Hann bað um að fá nafnið lánað og flytja vörur okkar hingað og við samþykktum það. Við gerum allt sem við getum til að styðja fjölskylduna." „Í augnablikinu höfum við sagst ætla að styðja hann eins vel og við getum. Þetta er fyrsta búðin, tilraunabúð, og við sjáum til hvert þetta leiðir. En segjum bara að við munum styðja hann vel," segir Walker. Walker segir að kannski opni Iceland Foods á hinum Norðurlöndunum, ef búðin gangi vel á Íslandi. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker má nú nálgast á Viðskiptavef Vísis, en á forsíðu Vísis er hlekkur á viðtalið.
Klinkið Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira