Viðskipti innlent

"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru"

Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, er gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu.
Malcolm Walker, stofnandi og eigandi Iceland Foods, er gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu.
"Ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru," segir Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri bresku verslanakeðjunnar Iceland Foods, en hann er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu.

Í viðtalinu í Klinkinu fer Malcolm um víðan völl, en hann var staddur á Íslandi í stuttri heimsókn.

Sem kunnugt er opnaði nýlega íslensk Iceland Foods verslun í Engihjallanum en í þættinum upplýsti Malcolm að hann hefði leyft Jóhannesi Jónssyni að nota Iceland nafnið og merkið af greiðasemi, en hann segist standa í þakkarskuld við fjölskyldu hans.

Þorbjörn Þórðarson, stjórnandi þáttarins, spurði Malcolm m.a út í gjaldmiðlamálin.

Aðalspurningin hvort evran lifi af eða ekki


Þið eruð með eigin gjaldmiðil eins og Ísland, sterlingspundið. Það er meiriháttar gjaldmiðlakreppa í Evrópu núna, sérstaklega á Spáni, hræðilegt ástand þar. Hefurðu skoðun á þessum málum? Um að Bretland sé með sinn eigin gjaldmiðil?

„Það er útilokað núna að við tökum nokkurn tímann upp evruna, það er öruggt. Aðalspurningin er hvort evran lifi af eða ekki. Ég held að það séu dómsdagsaðstæður hvernig sem fer. Enginn veit hver útkoman verður. Ef ég vissi það gæti ég orðið mjög ríkur. En ég þakka guði fyrir að við skyldum ekki taka upp evru. En ef evran hverfur og drakman og pesetinn koma aftur og fyrirtækin verða verðminni, eins og mun gerast, verður þetta í lagi á endanum en það yrði erfitt fyrir okkur því pundið yrði sjálfsagt of hátt. En ég veit það ekki. Hver veit það?," segir Malcolm Walker.

Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Malcolm Walker, má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga

Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×