Fyrirtæki þurfa áreiðanleika á krepputímum Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2012 15:11 Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað. Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Christian Grönroos, einn virtasti sérfræðingur heims á sviði markaðsmála, segir að krepputímar kalli á að fyrirtæki hugi sérstaklega að beinu sambandi við viðskiptavini gegnum vörur sínar og þjónustu. „Það reynir á markaðsfólk sem sinnir þessu starfi, við erfiðar aðstæður. Það þarf að fylgjast með hverju skrefi, og þá sérstaklega hvernig viðskiptavinir eru að upplifa vörur og þjónustu, og hvort sú upplifun sé að breytast," segir Grönroos, en hann er gestur nýjasta þáttar Klinksins, spjallarþáttar um efnahagsmál og viðskipti á Vísi. Grönroos var staddur hér á landi á dögunum, á vegum MBA-námsins við Háskóla Íslands, en hann flutti erindi í Aðalsal Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu við MBA-námið. Grönroos segir að markaðssetning í efnahagssamdrætti sé krefjandi, þar sem krafa um mikinn árangur fyrir lítið fé ráði oftar en ekki för. Mikilvægast sé oft á tíðum, að horfa fyrst og fremst í áreiðanleikann, það er að gæðin í almennri starfsemi fyrirtækja minnki ekki, og að þjónustan sé góð. „Markaðsstarfið verður mun auðveldara ef starfsemin gengur vel." Grönroos segir að markaðssetning og markaðsvinna sé krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna tækniframfara, þ.e. snjallsímavæðingar og samfélagsmiðla. „Markaðsfólk þarf að fylgjast náið með þessari þróun, og þá helst hvernig fólk er að nýta sér þessa tækni og hvernig það getur haft áhrif á upplifun viðskipta af einstaka vörum eða þjónustu. Til dæmis getur orðsporsáhætta verið mikil, vegna þess hve orðrómur er fljótur að breiðast út á meðal viðskipta. Þetta er krefjandi, en til lengri tíma er þetta gott fyrir fyrirtæki, þar sem þau fá mikil viðbrögð frá viðskiptavinum og geta þá tekið tillit til athugasemda þeirra fyrr en ella." Viðtalið við Grönroos má sjá hér, og einnig í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Athugið að viðtalið er á ensku, en það birtist hér ótextað.
Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira