Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bíða enn eftir tæpri milljón í endur­greiðslu eftir fall Play

Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. 

Neytendur
Fréttamynd

Þörf neyt­enda­vernd eða að­för að eignar­rétti?

Fjarskiptastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn beri að leyfa Símanum að dreifa opinni sjónvarpsstöð Sýnar á lokuðu kerfi Símans án nokkurs endurgjalds. Fjarskiptastofa segist engin dæmi þekkja um það innanlands, eða erlendis frá, að dreifingaraðilar þurfi að greiða fjölmiðlaveitum fyrir að flytja opnar sjónvarpsútsendingar um dreifikerfi sín. Aðallögfræðingur Sýnar segir það alrangt. Þá gerir hann alvarlegar athugasemdir við að stofnunin birti fjárhæðir í viðskiptasamningum milli Sýnar og Símans opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar á kvöld­fréttum Sýnar

Kvöldfréttir á sjónvarpsstöðinni Sýn verða frá 1. desember sendar út virka daga en ekki um helgar eða á almennum frídögum. Fréttir á Bylgjunni og á Vísi verða á sama tíma efldar enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Erum á upp­hafs­punkti ferðaþjónustu­hag­kerfis sem mun um­breyta Græn­landi

„Við erum núna stödd á upphafspunkti ferðaþjónustuhagkerfis sem á eftir að umbreyta Grænlandi á komandi áratug,“ fullyrti forstjóri fjárfestingarfélagsins PT Capital á fjölmennri ráðstefnu um viðskiptatækifæri á Norðurslóðum, en nú þegar er búið að ráðast í verulegar fjárfestingar í flugvöllum sem gæti fjölgað flugfarþegum til landsins upp í meira en 400 þúsund. Til að mæta vaxandi eftirspurn ferðamanna er hins vegar þörf á hóteluppbyggingu fyrir mögulega jafnvirði hundrað milljarða íslenskra króna.

Innherji
Fréttamynd

Telja vegið að eignar­rétti Sýnar

Forsvarsmenn Sýnar hf. telja ákvörðun Fjarskiptastofu um að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni, þar með talið Enska boltanum, án þess að greiðsla komi fyrir, andstæða eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar og meginreglum samkeppnisréttar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heljarinnar verð­munur á sömu flug­ferðinni

Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga.

Innlent
Fréttamynd

Inga Elín hannar fyrir Saga Class

Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för.

Lífið
Fréttamynd

Synjun FDA von­brigði en staðan hjá Al­vot­ech „á­gæt þrátt fyrir mót­læti“

Vegna athugasemda FDA við framleiðsluaðstöðu Alvotech þá er er sennilegast að samþykki markaðsleyfis í Bandaríkjunum fyrir þrjár nýjar líftæknilyfjahliðstæður muni ekki fást fyrr en á seinni árshelmingi 2026, að mati hlutabréfagreinanda, sem telur stöðu félagsins samt vera ágæta þrátt fyrir mótlæti. Fjárfestum er ráðlagt sem fyrr að kaupa og þótt nýtt virðismat á Alvotech sé lækkað þá er það langt yfir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

„Þetta eru auð­vitað von­brigði“

Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum

Síminn hefur sótt um að fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum sínum þar til um mitt næsta ár. Tæknistjóri Nova segir Nova nær búið að fasa út sína senda. Unnið hafi verið að því frá ársbyrjun síðasta árs.

Neytendur
Fréttamynd

Sýn fær flýtimeðferð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf., vegna kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu um að skikka Sýn til að heimila Símanum að sýna efni Sýnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki lækkar vexti

Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag.

Viðskipti innlent