Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Dómstóll í Bretlandi hefur hafnað lögbannskröfu Regeneron Pharmaceuticals og Bayer, sem beindist að Alvotech og þjónustuaðila félagsins í Bretlandi. Dómstóllinn hafnaði þar með kröfu frumlyfjafyrirtækjanna um að Alvotech yrði bannað að framleiða birgðir af AVT06, hliðstæðu líftæknilyfsins Eylea (aflibercept), til markaðssetningar í Bretlandi, á Evrópska efnahagssvæðinu og öðrum mörkuðum utan Evrópu. Þessi niðurstaða mun auðvelda markaðssetningu lyfsins eftir að viðbótarvernd á einkaleyfum Eylea í Evrópu rennur út, sem er 23. nóvember næstkomandi. Viðskipti innlent 10.11.2025 10:29
Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðskipti innlent 9.11.2025 20:06
Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Íslandsbanki hefur ákveðið að hefja á ný veitingu verðtryggðra húsnæðislána á föstum vöxtum. Í kjölfar nýlegs dóms Hæstaréttar gerði bankinn tímabundið hlé á veitingum slíkra lána. Viðskipti innlent 9.11.2025 17:25
Einar Örn stýrir framtakssjóðum Kviku og lykilstarfsmenn fá hlut í félaginu Innherji 7.11.2025 18:00
Norræni bankinn ABG SC væri „afar áhugaverður kostur“ fyrir Íslandsbanka Innherji 7.11.2025 12:55
Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Símafyrirtækið Nova mun flytja höfuðstöðvar sínar úr Lágmúla í Reykjavík og í Álfabakka þar sem Sambíóin hafa um árabil starfrækt kvikmyndahús. Reiknað er með að kvikmyndahúsinu verði lokað í árslok 2026. Viðskipti innlent 7. nóvember 2025 10:27
Íslenskur Taskmaster kemur í vor Íslensk útgáfa af hinum geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttum Taskmaster verður frumsýnd næsta vor. Sagafilm framleiðir þættina fyrir Sýn og verður Ari Eldjárn þrautakóngur með Jóhann Alfreð Kristinsson sér til aðstoðar. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2025 08:00
Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Breska lyfjastofnunin, MHRA, hefur veitt markaðsleyfi fyrir allar útgáfur Gobivaz, hliðstæðu Alvotech við líftæknilyfið Simponi. Bandaríska lyfjastofnunin hafnaði Alvotech um leyfi fyrir sama lyf að svo stöddu á mánudag. Síðan þá hefur markaðsvirði félagsins lækkað um tæpan þriðjung. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 14:17
Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn „Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn“ er yfirskrift ráðstefnu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) og Nasdaq Iceland sem fer fram í dag í Hörpu frá 13:30 til 16. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 13:00
Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 10:09
Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Forstjóri Símans segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur á markaði. Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 07:59
Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Fleiri eru grunaðir í fjársvikamáli gagnvart íslenskum bönkum en þeir fimm sem handteknir voru um helgina og málið teygir anga sína út fyrir landsteinana. Meðal þess sem fjármunabrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar er hvort svikin hafi verið skipulögð og hvort þau hafi staðið yfir í lengri tíma en fyrst var talið. Innlent 5. nóvember 2025 18:38
Sýn tapaði 239 milljónum Sýn tapaði 239 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem forstjórinn segir hafa verið krefjandi. Fyrirtækið hagnaðist um sautján milljónir á sama tímabili í fyrra en tekjur lækkuðu um 1,6 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 5. nóvember 2025 17:21
Nálgast „heilbrigðara“ gildi þegar búið er að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum Gengi krónunnar hefur veikst um liðlega fjögur prósent á skömmum tíma, sem má einkum rekja til þess að erlendir skuldafjárfestar eru að vinda ofan af vaxtamunarviðskiptum sínum, og er gildi hennar núna að nálgast „heilbrigðari“ slóðir fyrir útflutningsgreinar, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Innherji 5. nóvember 2025 16:18
Stjórnendur Símans kunna að renna hýru auga til burðugra félaga í upplýsingatækni Nýleg kaup Símans á Greiðslumiðlun Íslands styrkja stöðu þess í fjártækni en samstæðan hefur fjárhagslega burði til að leita hófanna á mörkuðum sem vaxa, að mati hlutabréfagreinanda, sem segist meðal annars sjá fyrir sér að næsta skref verði yfirtaka á öflugu félagi í upplýsingatækni. Fjárfestum er ráðlagt að halda stöðu sinni í félaginu óbreyttri. Innherjamolar 5. nóvember 2025 14:53
Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rúmlega þrítugur karlmaður hefur ekki getað keypt vörur í fimm daga eftir að hafa selt sakborningi í umtöluðu sakamáli Nissan Patrol jeppa á snjódaginn mikla í síðustu viku. Hann þurfi að halda fjölskyldu sinni uppi og borga reikninga. Hann veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif á viðbrögð lögreglu að hann sé frá sama landi og einn sakborninga. Innlent 5. nóvember 2025 13:09
Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar. Viðskipti innlent 5. nóvember 2025 13:06
Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið að viðtalsþáttunum Blóðböndum undanfarið ár og segir verkefnið það erfiðasta á sínum ferli. Þættirnir fjalla um fólk sem uppgötvar á fullorðinsaldri að það hefur verið rangfeðrað. Þættirnir sýni hve mikil neyð kvenna var oft á árum áður. Lífið 5. nóvember 2025 10:57
Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Halla Gunnarsdóttir formaður VR og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segja fullt tilefni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri aðgerðum til að tryggja betra húsnæðisverð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súrefni bæði til heimila og fyrirtækja“. Halla og Vilhjálmur voru til viðtals í Bítinu. Viðskipti innlent 5. nóvember 2025 09:19
„Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Forstjóri Icelandair segir stjórnvöld þurfa að gera það sem sé þveröfugt miðað við áform þeirra vilji þau stuðla að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Fyrirtækið réðst í hópuppsögn í morgun í ljósi versnandi afkomu. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 22:04
JBTM heldur áfram að koma fjárfestum ánægjulega á óvart og gengið rýkur upp Þrátt fyrir viðvarandi óvissu í alþjóðlegu efnahagslífi vegna hækkandi tolla þá skilaði JBT Marel enn og aftur uppgjöri umfram væntingar greinenda og fyrir vikið var afkomuspá félagsins hækkuð sömuleiðis. Fjárfestar hafa brugðist vel við tíðindunum og gengið er farið að nálgast hæstu gildi á árinu. Innherjamolar 4. nóvember 2025 17:12
Lækka verulega verðmat sitt á Alvotech og búast við töfum á öðrum hliðstæðum Ákvörðun FDA að veita Alvotech ekki markaðsleyfi að svo stöddu fyrir hliðstæðu sína við Simponi mun að líkindum einnig valda töfum á að aðrar nýjar væntanlegar líftæknilyfjahliðstæður þess fái samþykki í Bandaríkjunum, að sögn erlendra greinenda, sem hafa sumir hverjir lækkað verðmat sitt á félaginu talsvert. Tafirnar gætu haft nokkur áhrif á tekjuvöxt og framlegð næsta árs og þrengt að samkeppnisstöðu Alvotech ef keppinautar félagsins komast með sínar hliðstæður fyrr á markað. Innherji 4. nóvember 2025 13:26
Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Kauphegðun landsmanna virðist hafa tekið breytingum og forstjóri Haga segir fólk fresta matarinnkaupum fram yfir mánaðamót í auknum mæli. Breytingin bendi til þess að buddur séu teknar að tæmast í lok mánaðar. Neytendur 4. nóvember 2025 13:01
Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 4. nóvember 2025 11:27
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Flugfélagið Icelandair gekk í morgun frá starfslokum við 38 starfsmenn. Flestir sem misstu vinnuna eru starfsfólk á skrifstofu félagsins í Hafnarfirði. Forstjórinn segir ákvörðunina mjög erfiða. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 10:25
Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Fyrirtækið Amaroq hefur fundið sjaldgæfa jarðmálma í háum styrk á Suður-Grænlandi. Þetta er fyrsti fundurinn af þessum toga á því leyfissvæði fyrirtækisins þar sem málmarnir fundust eftir að fyrirtækið hóf námuvinnslu á Grænlandi. Greint er frá fundinum í tilkynningu Amaroq ltd. til Kauphallar í morgun. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 08:09