Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kvartanir borist vegna aflýstra flug­ferða

Neytendasamtökunum hafa borist kvartanir vegna aflýstra flugferða til og frá landinu. Formaður samtakanna brýnir fyrir fólki að nýta rétt sinn þegar svo ber undir. Dæmi séu til um að flugfélög veigri sér við því að upplýsa um fullan rétt neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

For­stjóri Haga segir ekki sömu rök og áður fyrir miklum hækkunum frá birgjum

Það eru vonbrigði hvað matarverðbólgan virðist ætla að vera þrautseig, að sögn forstjóra stærsta smásölufyrirtækis landsins, einkum núna þegar ekki eru sömu forsendur og áður fyrir miklum kostnaðarhækkunum og hann ætlist til þess að það „speglist í verðákvörðunum okkar birgja.“ Þá boðar hann tíðindi innan skamms í tengslum við frekari arðbæran vöxt félagsins, hálfu ári eftir að kaupin á færeyska verslunarfélaginu SMS voru kláruð, og að Hagar séu á þeim vettvangi „hvergi nærri hætt.“

Innherji
Fréttamynd

Tekjur Haga jukust á fyrsta árs­fjórðungi

Rekstur Haga hf. á fyrsta ársfjórðungi gekk vel og var í samræmi við áætlanir stjórnenda, en tekjur félagsins jukust um sjö prósent og námu 33,2 milljörðum króna. Félagið segir bætta afkomu einkum til komna vegna áhrifa af rekstri færeysku verslunarinnar SMS auk þess sem afkoma stærstu rekstrareininga styrkist milli ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vægar viðreynslur en engir pervertar

Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum.

Lífið
Fréttamynd

Á­sókn í ufsa og minni tegundir dragist veru­lega saman með hærri veiðigjöldum

Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

Innherji
Fréttamynd

Lánar­drottnar slá af milljarð af vöxtum á ári

Alvotech tilkynnti í dag að bandaríska eignastýringarfyrirtækið GoldenTree Asset Management hefði boðist til að lækka vexti á langtímaskuldum félagsins í samráði við hóp alþjóðlegra stofnanafjárfesta sem standa að baki lánveitingunum. Vaxtakostnaður Alvotech næstu tólf mánuði lækkar um rúman milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lítil lækkun á inn­lánum heimila eftir sölu Ís­lands­banka kemur „veru­lega á ó­vart“

Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.

Innherji
Fréttamynd

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play

Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er að verða leiðandi fé­lag á markaði með líftækni­lyf sam­hliða vaxandi sam­keppni

Alvotech er sagt vera á réttri leið með því að festa sig í sessi sem eitt af leiðandi félögum á heimsvísu á markaði með líftæknilyfjahliðstæður, að mati DNB Carnegie, sem mælir sem fyrr með kaupum í fyrirtækinu og metur virði þess um tvöfalt hærra en núverandi markaðsgengi. Greinendur norræna fjárfestingabankans telja samt að samkeppnin eigi eftir að aukast, sem muni þýða meiri verðlækkun en ella á hliðstæðum borið saman við frumlyfin, en telur að Alvotech sé í sterkri samkeppnisstöðu vegna umfangsmikillar lyfjapípu og öflugrar þróunargetu.

Innherji
Fréttamynd

Um­fram­fé Kviku eykst hlut­fall­lega lang­mest með nýju banka­reglu­verki

Með innleiðingu á fyrirhuguðu nýju evrópsku regluverki um fjármálastofnanir þá er áætlað að áhrifin verði meðal annars til þess að grunnur áhættuveginna eigna Kviku muni lækka um fjórtán prósent, margfalt meira en í samanburði við stóru bankanna. Það þýðir jafnframt að þegar regluverkið tekur gildi þá losnar um hlutfallslega umtalsvert meira umfram eigið fé hjá Kviku, sem er þá hægt að nýta til frekari útgreiðslna til hluthafa eða aukins útlánavaxtar.

Innherji
Fréttamynd

Féll í hálku í sundi og fær bætur

Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum

Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni.

Innlent
Fréttamynd

Harmar á­kvörðun Guð­mundar

Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.

Innlent
Fréttamynd

Þraut­seigja og þol­gæði

Það er ekki einungis hlutverk íslenskra stjórnvalda og stjórnmálamanna að tryggja stöðugleika í efnahagsumhverfinu, heldur eiga þau einnig að tryggja að leikreglurnar þrengi ekki óþarflega að smáum og meðalstórum fyrirtækjum.

Umræðan