Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Tryggvi inn fyrir Helga

Tryggvi Guðmundsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu ytra í næstu viku í stað Helga Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fylkir í viðræður við Jóhann

KR hefur tekið tilboði frá Fylki í sóknarmanninn Jóhann Þórhallsson. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fleiri lið hafa sett sig í samband við KR vegna áhuga á Jóhanni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur á Færeyingum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann í kvöld nokkuð öruggan 3-0 sigur á Færeyingum í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Jónas Guðni Sævarsson kom íslenska liðinu yfir með skallamarki rétt fyrir hlé.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland hefur yfir í hálfleik

Íslenska landsliðið hefur 1-0 forystu gegn Færeyingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik þjóðanna í Kórnum í Kópavogi. Það var Jónas Guðni Sævarsson sem kom íslenska liðinu yfir með skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur fær fjóra aðstoðarmenn

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti KSÍ að Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fengi fjóra aðstoðarmenn til að hjálpa sér að kortleggja andstæðinga liðsins í undankeppni HM.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Landsliðshópur Ólafs klár

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Færeyingum í vináttuleik í Kórnum í Kópavogi klukkan 16 á sunnudaginn. Hópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem spila hér heima þar eð ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland hafnaði í 7. sæti á Algarve Cup

Íslenska kvennalandsliðið tryggði sér í hádeginu 7. sætið á Algarve Cup mótinu með góðum 3-0 sigri á Finnum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið snemma leiks með sínu 35. marki í 39 landsleikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Bjarki í KR

Viktor Bjarki Arnarsson mun leika með KR í Landsbankadeildinni á komandi sumri. Viktor verður lánaður frá norska liðinu Lilleström en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðjón í viðræðum við Árna Gaut

Guðjón Þórðarson þjálfari Skagamanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu segir í samtali við heimasíðu félagsins í dag að hann hafi rætt við landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason um að leika með liðinu í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Öruggur sigur á Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið vann Portúgal 3-0 í lokaleik sínum í riðlakeppni Algarve Cup. Með þessum sigri tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og mun leika um sjöunda sæti mótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Auðveldur sigur á Írum

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag sannfærandi sigur á Írum á Algarve mótinu 4-1. Íslenska liðið byrjaði mjög vel í leiknum og komst yfir á sjöundu mínútu með marki frá Erlu Steinu Arnardóttur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR Reykjavíkurmeistari

ÍR varð í dag Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Liðið vann sigur á Fram í úrslitaleik, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

KR skoðar danskan miðjumann

KR-ingar eru í leit að liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Landsbankadeild karla og á stuðningsmannasíðu liðsins, krreykjavik.is, er sagt að í sigtinu sé danskur miðjumaður.

Íslenski boltinn