Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Valur og FH töpuðu

Það urðu heldur betur óvænt úrslit í Landsbankadeild karla í kvöld. FH og Valur töpuðu leikjum sínum og Keflavík sem vann 5-0 sigur á Þrótti er komið með tveggja stiga forskot á toppnum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR vann Val 3-2

KR vann Val 3-2 í stórleik dagsins í Landsbankadeild kvenna. Eftir þessi úrslit er KR þremur stigum á eftir Val sem trjónir á toppi deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimasigrar í 1. deild

Þrír leikir voru í 1. deild karla í dag en allir unnust þeir á heimavelli. ÍBV er komið með sex stiga forystu eftir 1-0 sigur á Víkingi Reykjavík. Yngvi Borgþórsson skoraði markið. Víkingar nálgast fallbaráttuna óðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías: Tryggvi er meistari í þessu

Matthías Guðmundsson skoraði eina mark FH gegn Aston Villa í kvöld. „Við spiluðum ágætlega í þessum leik og hefðum átt að skora fleiri mörk að mínu mati. En þeir eru gott lið og refsa auðvitað," sagði Matthías eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR vann í Garðabæ

Fjórtándu umferð Landsbankadeildar kvenna lauk í kvöld með fjórum leikjum. KR er enn sex stigum á eftir Val en Vesturbæjarliðið vann 2-0 útisigur á Stjörnunni í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarki í tveggja leikja bann

Bjarki Gunnlaugsson var á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag dæmdur í tveggja leikja bann. Bjarki hrinti öðrum aðstoðardómaranum í leik ÍA og Keflavíkur í gær en hann stýrði Skagamönnum af hliðarlínunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH vann KR í hörkuleik

FH vann í dag 2-1 sigur á KR og náði þannig fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla. Bjarni Guðjónsson fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Íslenski boltinn