Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðmundur í svissnesku deildina?

Guðmundur Steinarsson, sóknarmaður Keflavíkur, er með samningstilboð í höndunum frá FC Vadus í Liechtenstein. Liðið leikur í svissnesku úrvalsdeildinni þar sem það situr í næstneðsta sæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þorvaldur framlengir hjá Fram

Þorvaldur Örlygsson skrifaði í kvöld undir nýjan þriggja ára samning við Fram. Safamýrarliðið kom mjög á óvart á síðasta tímabili og hafnaði í þriðja sæti undir hans stjórn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar að taka við U17 landsliðinu

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 verður Gunnar Guðmundsson næsti þjálfari U17 landsliðs karla. Hann mun taka við liðinu af Lúkasi Kostic sem fékk samning sinn ekki endurnýjaðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mætum Liechtenstein á Spáni

Knattspyrnusamband Íslands og Knattspyrnusamband Liechtenstein hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik 11. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gunnar Þór á leið í Val

Bakvörðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er á leið til Vals samkvæmt heimildum DV. Viðræður eru langt komnar og búist við því að gengið verði frá málum á næstu dögum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur og Keflavík vilja Baldur

Norskir fjölmiðlar greina frá því að Valur og Keflavík vilji bæði fá Baldur Sigurðsson frá Bryne. Norska félagið á í viðræðum við þessi tvö lið en það kemur einnig til greina að lána Baldur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gummi Ben með flestar stoðsendingar

Guðmundur Benediktsson, núverandi leikmaður KR, hefur átt flestar stoðsendingar í efstu deild karla síðan byrjað var að taka þá tölfræði árið 1992. Hann fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Keflavíkurkonur í Val

Systurnar Björg Ásta og Guðný Petrína Þórðardætur hjá knattspyrnuliði Keflavíkur skrifuðu í dag undur tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Finnur áfram hjá HK

Finnur Ólafsson hefur ákveðið að vera um kyrrt í herbúðum HK þó svo að hann hafi fengið tilboð frá nokkrum úrvalsdeildarliðum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV fær tvo sóknarmenn

ÍBV hefur samið við tvo sóknarmenn sem koma úr liðum í 1. deild. Þetta eru þeir Elías Ingi Árnason sem kemur frá ÍR og Viðar Örn Kjartansson sem gengur til liðs við Eyjamenn frá Selfossi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kvennalið Aftureldingar og Fjölnis sameinuð

Afturelding og Fjölnir hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að félögin munu tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Í samningi sem gildir í eitt ár er einnig að sendur verður sameiginlegur 2. flokkur kvenna.

Íslenski boltinn