Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Marel bjargaði stigi fyrir Valsmenn

Marel Baldvinsson tryggði Valsmönnum stig á móti Grindavík í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar karla á Vodafone-vellinum í kvöld. Marel jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok þegar Valsmenn voru búnir að pressa Grindavík nær allan seinni hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Seiglusigur Keflavíkur

Keflvíkingar kræktu í þrjú dýrmæt stig í baráttunni í Pepsi-deild karla þegar þeir unnu baráttusigur á Fram á heimavelli sínum í Keflavík. Keflvíkingar eru því komnir með 9 stig í deildinni en Framarar hafa fjögur stig og hafa einungis skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

HK á toppinn

HK varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur á Víkingi frá Ólafsvík er liðin mættust á Kópavogsvellinum. HK vann, 4-1, eftir að hafa verið með 2-0 forystu í hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arnar frá næstu vikurnar

Arnar Grétarsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Breiðabliks, verður frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Breiðabliks og FH í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jankovic í tveggja leikja bann

Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk að líta eftir að leikur liðsins gegn Fjölni var flautaður af.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jankovic fékk rautt spjald í leikslok

Grindvíkingar voru afar ósáttir við Þorvald Árnason dómara í lok leiks þeirra gegn Fjölni í kvöld. Fyrirliðinn Orri Freyr Hjaltalín hafði á orði að dómarinn hefði dæmt á móti þeim „eins og hann fengi borgað fyrir það“.

Íslenski boltinn