Umfjöllun: Framarar í bikarúrslitin eftir 1-0 sigur á KR Framarar eru komnir í bikarúrslitaleikinn eftir 1-0 sigur á KR í undanúrslitaleik liðanna á Laugardalsvellinum í dag. Það var varamaðurinn Joseph Tillen sem tryggði Fram sigurinn með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 12. september 2009 15:00
Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari Valsmanna Gunnlaugur Jónsson mun ekki þjálfa Selfossliðið í Pepsi-deildinni næsta sumar því Gunnlaugur hefur ákveðið að gerast þjálfari Valsmanna og taka þar við starfi Atla Eðvaldssonar. Íslenski boltinn 12. september 2009 14:23
Framarar hafa unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð í bikarnum Framarar mæta bikarmeisturum KR í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum klukkan 16.00 í dag. Framarar hafa söguna með sér í leiknum því Framliðið hefur unnið alla undanúrslitaleiki sína í bikarkeppninni síðan árið 1971. Alls hefur Framliðið unnið þrettán undanúrslitaleiki í röð. Íslenski boltinn 12. september 2009 14:00
Haukar unnu topplið Selfyssinga og eru komnir upp í Pepsi-deildina Haukar eru komnir upp í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1979 eftir 3-2 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð 1. deildar karla í dag.. HK náði aðeins markalausu jafntefli upp á Akranesi og getur ekki náð Haukum að stigum. Íslenski boltinn 12. september 2009 13:57
Pétur gerði 2. flokk að Íslandsmeisturum annað árið í röð KR-ingar urðu í gær Íslandsmeistarar í 2. flokki karla í fótbolta eftir 7-0 sigur á Þór en þetta er í fyrsta sinn í tíu ár sem 2. flokkur félagsins verður Íslandsmeistari. KR hefur eftir leikinn fjórtán stiga forskot á Þór þegar 9 stig eftir í pottinum. Íslenski boltinn 12. september 2009 11:30
Valur Fannar framlengir við Fylki Valur Fannar Gíslason, fyrirliði Fylkis, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára. Íslenski boltinn 11. september 2009 13:17
Katrín Ómarsdóttir ekki í hópnum á móti Eistlandi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hóp sinn fyrir leikinn gegn Eistlandi í undankeppni fyrir HM 2011. Leikurinn fer fram fimmtudaginn 17. september á Laugardalsvelli og hefst kl. 20:00. Fótbolti 10. september 2009 17:00
Gunnleifur: Vorum miklu betra liðið Gunnleifur Gunnleifsson hafði ekki mikið að gera í marki Íslands í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Georgíu í æfingaleik á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 9. september 2009 22:10
Grétar Rafn: Auðvelt að hitta á svona stóran haus Grétar Rafn Steinsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik gegn Georgíu en hann fann þá verk í hnénu. Fram að því hafði Grétar leikið fantavel og lagði upp fyrsta mark leiksins með glæsilegri fyrirgjöf. Íslenski boltinn 9. september 2009 22:06
Pape skoraði aftur í öðrum sigri 19 ára liðsins á Skotum Íslenska 19 ára landsliðið vann annan sigur á jafnöldrum sínum frá Skotlandi á þremur dögum þegar íslensku strákarnir unnu vináttulandsleik þjóðanna 3-1 í dag. Íslenski boltinn 9. september 2009 16:30
Sex breytingar á byrjunarliðinu gegn Georgíu - Grétar Rafn fyrirliði Ólafur Jóhannesson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvelllinum í kvöld kl. 19.30. Ólafur gerir 6 breytingar á byrjunarliðinu frá leiknum við Noreg í undankeppni HM 2010 á laugardag. Íslenski boltinn 9. september 2009 16:08
Björgólfur fimmti leikmaðurinn sem kemur inn í hópinn fyrir Georgíuleikinn Ísland mætir Georgíu í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum klukkan 19.30 í kvöld en hópurinn er nokkuð breyttur frá því á laugardaginn þegar liðið var óheppið að vinna ekki Norðmenn í undankeppni HM 2010. Þrír af fjórum fremstu mönnum liðsins hafa forfallast sem og fyrirliðinn, öll miðjan, annar miðvörðurinn og varamarkvörðurinn. Fótbolti 9. september 2009 14:30
Völsungur og KV upp í 2. deild Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar. Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3. Íslenski boltinn 8. september 2009 23:15
Þorkell Máni: Stefnum á að taka dolluna næsta sumar „Ég er svekktur með tapið en við börðumst og stefndum á sigur og ekkert annað. Það dugði því miður ekki að þessu sinni. Valsstúlkurnar þurftu samt virkilega að hafa fyrir sigrinum og mér fannst við vera að spila vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 8. september 2009 22:30
Kristín Ýr: Erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ „Um leið og fyrsta markið kom þá fannst mér við vera með þetta í okkar höndum. Við erum bestar þegar við spilum okkar „sambabolta“ eins og við gerðum í síðari hálfleik í stað þessara kýlinga í fyrri hálfleik,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir eftir 0-2 sigur Vals gegn Stjörnunni í kvöld en Valur er nú í kjörstöðu til þess að verja titil sinn. Íslenski boltinn 8. september 2009 22:15
Stórsigur hjá U-21 árs landsliðinu gegn Norður-Írum Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands unnu 2-6 sigur gegn Norður-Írum í undankeppni EM 2010 í kvöld en leikið var ytra. Staðan var 0-4 fyrir Íslandi í hálfleik. Fótbolti 8. september 2009 20:45
Freyr: Erum komin með níu fingur á titilinn „Þetta er mjög sætt og vissulega er þungu fargi af mér létt þar sem það er náttúrulega alltaf pressa á að skila titlum á Hlíðarenda. Við erum komin með níu fingur á þennan,“ segir Freyr Alexandersson þjálfari Vals í viðtali við Vísi eftir 0-2 sigur liðs síns gegn Stjörnunni á Stjörnuvelli í kvöld. Íslenski boltinn 8. september 2009 20:30
Kristín Ýr afgreiddi Stjörnuna - Blikar töpuðu í Árbæ Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði bæði mörk Vals í 0-2 sigri gegn Stjörnunni í toppbaráttuslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 8. september 2009 18:46
Norðmenn fá aðstoð frá íslenskum dómara í kvöld Örvar Sær Gíslason, dómari, verður í eldlínunni í dag þegar hann dæmir leik Hönefoss og Kongsvinger í næst efstu deild í Noregi. Um sannkallaðan toppslag er að ræða því að þetta eru félögin sem sitja sem stendur í öðru og þriðja sæti deildarinnar og í mikilli baráttu um að komast upp í efstu deild. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 8. september 2009 15:30
Sandra: Viljum vera áfram með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn Sandra Sigurðardóttir, markvörður og fyrirliði Stjörnunnar, er klár í leikinn á móti Val í kvöld en með sigri geta Stjörnukonur komist á toppinn í Pepsi-deildinni en tapi þær leiknum eiga þær ekki lengur möguleika á Íslandsmeistaratitlinum í ár. Íslenski boltinn 8. september 2009 15:00
Árni Gautur er meiddur - Hannes Þór inn í hópinn Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert eina breytingu á hóp sínum fyrir vináttulandsleikinn gegn Georgíu á Laugardalsvellinum á morgun. Fótbolti 8. september 2009 13:30
Frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í kvöld Avant, einn helsti styrktaraðili Stjörnunnar, hefur ákveðið að bjóða frítt á toppleik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-deild kvenna í kvöld en heimastúlkur geta komist í toppsæti deildarinnar með sigri á sama tíma og Valskonur geta með sigri farið langt með að tryggja sér fjórða Íslandsmeistaratitilinn í röð. Íslenski boltinn 8. september 2009 13:00
Landsliðsmennirnir ánægðir með Tólfuna - gáfu 150 miða á Georgíuleikinn Leikmenn A-landsliðs Íslands í knattspyrnu voru ánægðir með stuðningssveit íslenska landsliðsins og þökkuðu Tólfunni fyrir frábæran stuðning á leiknum gegn Norðmönnum á laugardaginn. Í þakklætisskyni ákváðu leikmennirnir að gefa liðsmönnum Tólfunnar 150 miða á vináttulandsleikinn við Georgíu á morgun. Fótbolti 8. september 2009 11:00
Pape var á skotskónum á móti Skotum í dag Fylkismaðurinn Pape Mamadou Faye skoraði bæði mörk íslenska 19 ára landsliðsins sem vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik í Skotlandi í dag. Liðin mætast í öðrum vináttulandsleik á miðvikudaginn. Fótbolti 7. september 2009 17:30
Veigar Páll: Ég bara trúði þessu ekki Stöngin hefur ekki verið besti vinur Veigars Páls Gunnarssonar í leikjum Íslands gegn Noregi í undankeppni HM. Í báðum leikjunum skaut hann í stöngina og út þegar hann átti möguleika á að tryggja Íslandi sigur. Fótbolti 5. september 2009 22:01
Gunnleifur: Ég ber ábyrgð á marki Noregs Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Íslands, var ekki sáttur við niðurstöðuna úr leiknum gegn Noregi í kvöld. „Við áttum að vinna þennan leik enda miklu betra liðið allan tímann," sagði Gunnleifur. Fótbolti 5. september 2009 21:51
Rúrik: Hefði verið sanngjarnt að vinna 4-1 „Ég er ánægður með okkar frammistöðu þó við hefðum mátt nýta færin betur," sagði Rúrik Gíslason sem lék sinn fyrsta byrjunarliðsleik með íslenska landsliðinu í kvöld þegar það gerði 1-1 jafntefli gegn Noregi. Fótbolti 5. september 2009 21:42
ÍA, Þór og ÍR tryggðu sér þrjú stig hvert ÍA, Þór og ÍR unnu sína leiki í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld, líkt og Selfyssingar sem komust þar með upp í Pepsi-deildina. Fótbolti 4. september 2009 20:31
Frábær úrslit fyrir U-17 ára liðið Íslenska U17 ára landslið kvenna hóf leik í dag í riðlakeppni EM með fræknu jafntefli gegn ríkjandi Evrópumeisturum, Þjóðverjum. Um gríðarlega mikilvægt stig gæti verið að ræða. Fótbolti 4. september 2009 19:15
Albert: Ég man ekki eftir því að hafa klárað leikinn Markvörðurinn Albert Sævarsson hjá ÍBV lenti í óskemmtilegu atviki í uppbótartíma í leik gegn sínum gömlu félögum í Grindavík í Pepsi-deildinni í gærkvöld þegar hann og framherjinn Gilles Ondo skullu saman. Íslenski boltinn 4. september 2009 15:00