Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun: Latir FH-ingar heppnir að fá stig gegn Víkingi

Ef FH ætlar að spila í sumar eins og liðið gerði í kvöld gegn Víkingi þá á liðið enga möguleika á titlinum. Meistaraefnin í Firðinum mættu hrokafull til leiks gegn Víkingi og héldu að hægt væri að fá þrjú stig gegn þeim án fyrirhafnar. Það gekk svo sannarlega ekki eftir því baráttuglaðir Víkingar voru hreinlega heppnir að taka ekki öll stigin í Krikanum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrír lykilmenn Valsliðsins meiddir

Valsmenn hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en þrír af lykilmönnum liðsins eru meiddir. Færeyski bakvörðurinn Pól Jóhannus Justinussen nefbrotnaði í Fylkisleiknum í gær og verður frá keppni í 2-3 vikur samkvæmt heimildum íþróttadeildar Stöðvar 2.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pepsimörkin: Mörkin og öll tilþrifin úr 3. umferð

Fjórðu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta lýkur í kvöld með þremur leikjum og verður leikur KR gegn nýliðum Þórs frá Akureyri í beinni útsendingu á Stöð 2 sport kl 20.00. Að venju verður fjallað um umferðina í samantektarþættinum Pepsi-mörkin kl. 22 í kvöld þar sem að Hörður Magnússon fer yfir gang mála ásamt þeim Hjörvari Hafliðasyni og Magnúsi Gylfasyni. Öll mörkin úr þriðju umferðinni er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is. Leik FH og Víkings verður lýst í beinni netútvarpslýsingu á visir.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar: Matti Villa hvað

„Þetta var geggjað, það er ekki á hverjum degi sem við vinnum svona stórt og á útivelli - og ekki skemmdi fyrir að setj´ann upp í samúelinn - Matti Vill hvað,“ sagði kampakátur garðar Jóhannsson eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andrés Már: Búnir að læra af mistökunum

"Þetta var frábært, við lögðum okkur alla fram og vorum yfir allan leikinn fannst mér. Þetta var verðskuldað. Góður sigur, kannski ekki fallegasti fótboltinn heldur vinnusigur," sagði kampakátur miðjumaður Fylkis Andrés Már Jóhannesson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jón Vilhelm: Sköpuðum okkur lítið sem ekki neitt

"Við létum boltann ganga ágætlega á milli okkar en þegar við komumst á síðasta þriðjunginn gerðist voðalega lítið. Áttum stangarskot, eitthvað klafs í teignum en það var ekkert meira en það,“ sagði Jón Vilhelm Ákason vængmaður Vals að leik loknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þórarinn Ingi: Vilji og barátta í restina

Þórarinn Ingi Valdimarsson hefur verið sjóðandi heitur í síðustu leikum ÍBV. Hann skoraði stórglæsilegt sigurmark á móti Valsmönnum í uppbótatíma í síðustu umferð og hélt uppteknum hætti í dag þegar hann skoraði jöfnunamarkið á móti Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fylkis gegn Val

Fylkismenn unnu 2-1 baráttusigur á Valsmönnum í Lautinni í Árbænum í kvöld. Þórir Hannesson og Albert Brynjar Ingason komu Fylki í 2-0 áður en bakvörðurinn Jónas Tór Næs minnkaði muninn með skallamarki í lok leiksins. Sigur Fylkis var sanngjarn þar sem þeir voru beittari í aðgerðum sínum og sköpuðu sér hættulegri færi. Valsarar voru hins vegar bitlausir fram á við og fundu ekki leiðina í markið fyrr en of seint. Fylkismenn eru með sigrinum komnir í hóp efstu liða deildarinnar með sjö stig en Valsmenn koma skammt undan með sex stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ingólfur kominn í Val

Ingólfur Sigurðsson tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú fyrir stundu að hann væri genginn til liðs við Val. Hann hefur því fengið sig lausan frá KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Verður sumar ungu stelpnanna

Valskonur hafa unnið Íslandsmeistarabikarinn fimm ár í röð og tvöfalt undanfarin tvö tímabil. Stóra spurningin fyrir tímabilið í Pepsi-deild kvenna er því eins og áður hvort að einhverju lið takist að velta Valsstúlkum af toppnum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur fylgst vel með undirbúningstímabilinu og hann hefur mikla trú á því að Stjörnustúlkur geti gert titilbaráttuna virkilega spennandi í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Matthías: Set mikla pressu á sjálfan mig

„Það var grátlegt að þetta mark skyldi ekki duga til sigurs. Enda lamdi ég fast í jörðina þegar þeir jöfnuðu,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, sem taldi sig hafa tryggt FH sigur í Keflavík er hann skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu af um þrjátíu metra færi.

Íslenski boltinn