Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur æfir mögulega með MLS-liðinu New England

„Það verður ekkert af því að ég fari í atvinnumennsku að þessu sinni. Þá er bara að skella sér til Harvard og mér finnst það alls ekkert verra,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson kátur, en hann fer í skiptinám í hinn heimsfræga Harvard-háskóla eftir áramótin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rakel samdi við Breiðablik

Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Reynir á leið í Harvard

Einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta sumar, KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, er að öllum líkindum á leið til Bandaríkjanna eftir áramót þar sem hann hefur komist inn í skiptinám í hinum heimsfræga Harvard-háskóla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhannes: Ég hef enn engin svör fengið

Jóhannes Valgeirsson hefur ekki dæmt leik á vegum Knattspyrnusambands Íslands á þessu ári. Hann frétti það í fjölmiðlum í mars á þessu ári að hann hefði verið tekinn af dómaralista KSÍ. Hann segist ekki vita hvaða ástæður liggi þar að baki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Örn samdi við Grindavík

Grindvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar staðfest var að Ólafur Örn Bjarnason hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sóknarleikurinn heillandi

Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjörnumenn hafa hækkað sig um heilt Íslandsmót

Stjörnumenn komu mikið á óvart í sumar þegar litið er á spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara fyrir mót. Stjörnuliðinu var spáð 10. sætinu en var síðan aðeins hárbreidd frá því að ná þriðja sætinu, sem hefði gefið sæti í Evrópukeppni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur Fannar til Hauka

Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Íslenski boltinn