Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð

"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

"Neitaði engum um viðtal"

Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindvíkinga í knattspyrnu segir það ekki rétt að hann hafi neitað að veita fjölmiðlum viðtal eftir tapleik liðsins í Pepsideild karla gegn FH í gærkvöld. Þetta sagði hann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rætt verður Guðjón Þórðarson á Boltanum á X-inu

Það verður komið víða við í íþróttaþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Þar mun Hjörtur Hjartarson ræða m.a. við Guðjón Þórðarson þjálfara Grindavíkur. Bjarki Bergmann Gunnlaugsson leikmaður FH verður einnig í viðtali. Þátturinn hefst kl. 11. og er hægt að hlusta á hann með því að smella hér.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik ÍBV og Selfoss frestað til morguns

Viðureign ÍBV og Selfoss í 12. umferð Pepsi-deildar karla sem fara átti fram á Hásteinsvelli í Eyjum klukkan 16 í dag hefur verið frestað til morguns vegna veðurs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnusambandi Íslands.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH hugsanlega á leið til Póllands

Karlalið FH í knattspyrnu mætir annaðhvort liði frá Póllandi eða Aserbaidsjan nái félagið að slá út AIK í forkeppni Evrópudeildarinnar. FH og AIK mættust í Svíþjóð í gær og skildu jöfn, 1-1. Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika í næstu viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Garðar Gunnlaugsson: Gulur og graður

Stuðningsmannafélag ÍA hefur vakið athygli fyrir skemmtileg myndbönd þar sem núverandi og fyrrverandi leikmenn liðsins eru teknir tali. Í nýjasta þættinum af Návígi bregður Garðar Gunnlaugsson, framherji Skagamanna, á leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Glódís Perla valin í A-landsliðshópinn

Glódís Perla Viggósdóttir, varnarmaður úr Stjörnunni er eini nýliðinn í landsliðshópi Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem tilkynntur var á blaðamannafundi í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Skotum í æfingaleik ytra 4.ágúst næstkomandi.

Íslenski boltinn