KR vann fyrsta leikinn í Lengjubikarnum Emil Atlason skoraði eina mark leiks KR og Stjörnunnar í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Íslenski boltinn 15. febrúar 2013 20:58
Halldór Orri gerði tveggja ára samning við Stjörnuna Halldór Orri Björnsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Stjörnunnar; Silfurskeidin.is. Íslenski boltinn 15. febrúar 2013 19:00
Vissi svo sem að Lennon væri engin mannvitsbrekka Brynjar Jóhannesson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er ósáttur við upphlaup framherjans Stevens Lennon í Fréttablaðinu í gær. Formaðurinn segir að leikmaðurinn segi ekki satt og rétt frá. "Þetta er alger þvæla,“ segir Brynjar og bætir við að þó allt sé Íslenski boltinn 15. febrúar 2013 06:00
Helgi mun spila með Fram í sumar Helgi Sigurðsson mun spila með Fram í sumar en hann fékk leikheimild með félaginu í dag. Í haust réði hann sig til félagsins sem aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 18:35
Arnór Ingvi framlengir við Keflavík Hinn stórefnilegi leikmaður Keflavíkur, Arnór Ingvi Traustason, er búinn að skrifa undir nýjan eins árs samning við Keflavík. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 18:33
Ný tölvuflaga í fótboltatreyjum framtíðarinnar Það þarf að breyta fótboltareglunum til þess að leikmenn megi hafa tölvuflögu á fótboltabúningnum sínum. Umræða um slíka framtíðarfótboltabúninga er nú í gangi til að auka eftirlit með leikmönnum inn á vellinum í kjölfar hjartaáfalls Fabrice Muamba í miðjum leik í fyrra. Fótbolti 14. febrúar 2013 16:00
Öll liðin í íslenska riðlinum féllu niður FIFA-listann Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 98. sæti á nýjasta Styrkleikalista FIFA eftir að hafa fallið niður um níu sæti frá listanum sem var gefinn út í janúar. Öll sex liðin í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 eiga það sameiginlegt að hafa fallið niður listann að þessu sinni. Fótbolti 14. febrúar 2013 15:30
Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 13:30
Lettneskur landsliðsmaður inn á miðju Skagamanna Maksims Rafalskis hefur gert tveggja ára samning við ÍA og mun spila með Skagamönnum í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 12:00
Ísland niður um níu sæti á FIFA-listanum Íslenska karlalandsliðið er í 98. sæti á nýjum Styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í morgun. Íslenska liðið fellur um níu sæti frá síðasta lista sem var gefin út 17. janúar síðastliðinn. Fótbolti 14. febrúar 2013 10:30
Rakel vildi ekki fara frá Val Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 09:45
Lennon í launadeilu við Framara Steven Lennon, framherji Fram, segir að það sé ekki útséð með að hann spili í búningi félagsins næsta sumar. Hann deilir nú við félagið vegna loforða frá fyrri stjórn knattspyrnudeildar. Hann segir ekki koma til greina að lækka launin sín. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 08:00
Fram og Hlynur Atli sættust Heimasíða Fram hefur greint frá því að félagið hafi náð fullum sáttum við Hlyn Atla Magnússon, fyrrverandi leikmann Fram. Íslenski boltinn 13. febrúar 2013 16:15
Ingimundur Níels: Lofar 20 mörkum í sumar Það styttist í að fyrsta tímabil Ingimundar Níelsar Óskarssonar með FH hefjist en hann kom til Íslandsmeistaranna frá Fylki í vetur. FH-ingar tóku kappann því í viðtal á heimasíðu sinni. Íslenski boltinn 13. febrúar 2013 11:45
Eini bikarinn sem Bjarni hefur ekki lyft KR-ingar eiga enn eftir að vinna Reykjavíkurmeistaratitil karla í fótbolta undir stjórn Rúnars Kristinssonar en í gær töpuðu þeir þriðja árið í röð í úrslitaleik keppninnar. Leiknir varð þá Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn eftir 3-2 sigur á KR í Egilshöllinni. Íslenski boltinn 12. febrúar 2013 16:30
Siggi Raggi: Besti þjálfarinn á Íslandi? Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur sett nýjan pistil inn á heimasíðu sína www.siggiraggi.is. Hann skrifar þar um það hvernig leikmenn og starfsfólk kvennalandsliðsins breyttu honum sem þjálfara. Íslenski boltinn 12. febrúar 2013 10:30
Leiknir Reykjavíkurmeistari eftir sigur á KR | Myndir Leiknir varð í kvöld Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á KR-ingum í úrslitaleik, 3-2. Fótbolti 11. febrúar 2013 21:00
Bræðraslagur í úrslitaleiknum í kvöld KR og Leiknir mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í kvöld en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.00. Þetta er fimmta árið í röð sem KR-ingar spila úrslitaleikinn í þessari keppni en Leiknir er aftur á móti að spila til úrslita í fyrsta sinn. Íslenski boltinn 11. febrúar 2013 16:00
Præst til Stjörnumanna Stjörnumenn eru búnir að finna mann fyrir Alexander Scholz sem fór til belgíska félagsins Lokeren eftir síðasta tímabil. Michael Præst, fyrirliði danska b-deildarliðsins FC Fyn, mun spila með Stjörnunni í Pepsi-deildinni í sumar en þetta kemur fram á fótbolti.net Íslenski boltinn 11. febrúar 2013 13:36
Kóngar, Fákar og Vatnaliljur mæta til leiks í sumar Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur nú gefið út riðlaskiptingu í 1. deild kvenna og 4. deild karla fyrir keppnistímabilið 2013 en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Þar má nú einnig finna drög að leikjaniðurröðun í þessum deildum. Íslenski boltinn 11. febrúar 2013 13:00
Þetta sagði Geir í ræðunni sinni á ársþingi KSÍ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hélt setningarræðu á 67. ársþing KSÍ um helgina en þingið fór fram á á Hótel Hilton Nordica. Knattspyrnusambandið hefur birti ræðu Geirs í heild sinni inn á heimasíðu sinni en þar fór hann yfir knattspyrnuárið 2012 sem og yfir rekstur sambandsins. Íslenski boltinn 11. febrúar 2013 11:30
KA vann Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins KA vann 3-1 sigur á Þór í úrslitaleik Kjarnafæðimótsins í fótbolta í Boganum í kvöld en fjölmargir norðanmenn kíktu á einvígi erkfjendanna um sigur í þessu árlega undirbúningsmóti norðanliðanna. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 22:25
Guðjón Pétur ekki lengi án félags - samdi við Breiðablik Guðjón Pétur Lýðsson mun spila með Breiðabliki í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en þetta kemur fram á fóbolti.net. Guðjón Pétur gerði starfslokasamning við Val í fyrrakvöld en var ekki lengi án félags því Atli Sigurðsson framkvæmdastjóri Breiðabliks staðfesti nýja samninginn á Facebook í kvöld. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 21:58
Margrét Lára í viðtali hjá FIFA Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 15:15
Kolbeinn nær ekki metinu hans Péturs Það er ekki langt síðan Alfreð Finnbogason sló markamet Péturs Péturssonar yfir flest mörk Íslendings á alþjóðlegum vettvangi á einu ári en annað markamet kappans er öruggt í bili að minnsta kosti eftir leik Íslands og Rússa á Spáni á miðvikudagskvöldið. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 07:00
Gary Martin skoraði tvö þegar KR komst í úrslitaleikinn Það verða KR og Leiknir sem spila til úrslita í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í ár en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Egilshöllinni í kvöld. Leiknir vann Val í vítakeppni og KR vann 4-1 sigur á Víkingum þrátt fyrir að leika manni færri í klukkutíma. Íslenski boltinn 7. febrúar 2013 22:56
Guðjón Pétur: Ætla að halda áfram í boltanum Guðjón Pétur Lýðsson segist vera heill heilsu og ætlar sér að halda áfram að spila fótbolta, þó það verði ekki með Val. Íslenski boltinn 7. febrúar 2013 16:47
Bjarni Hólm til liðs við Fram Varnarmaðurinn Bjarni Hólm Aðalsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram og mun því leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. Íslenski boltinn 7. febrúar 2013 14:02
Kolbeinn er yngsti fyrirliðinn síðan 1977 Kolbeinn Sigþórsson bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn á móti Rússum í gær, aðeins 22 ára, 10 mánaða og 23 daga gamall. Íslenski boltinn 7. febrúar 2013 07:00
Tæp sex ár síðan að Kolbeinn skoraði fernu á móti Rússum Kolbeinn Sigþórsson ber fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Rússum í vináttulandsleik á Marbella á Spáni. Það eru tæp sex ár síðan að hann fór illa með Rússa í leik með 17 ára landsliðinu í milliriðli Evrópukeppninnar. Fótbolti 6. febrúar 2013 19:06