Svart og hvítt hjá gulum Skagamönnum Skagamenn eru enn án stiga í Pepsi-deild karla í fótbolta eftir algjört hrun á lokamínútunum á móti Breiðabliki í Kópavogi í gær. ÍA-liðið fékk þá á sig fjögur mörk á síðustu átta mínútunum og steinlá 1-4. Íslenski boltinn 17. maí 2013 16:45
Fjórtán ár síðan að KR-ingar voru síðast með fullt hús eftir þrjá leiki KR-ingar eru einir á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta eftir 3-0 sigur á Þór á KR-vellinum í gær. KR hefur unnið alla þrjá leiki sína með markatölunni 7-1 og þetta besta byrjun liðsins í fjórtán ár. Íslenski boltinn 17. maí 2013 15:15
Uppgjör þriðju umferðinnar | Myndband Þriðja umferð Pepsi-deildar karla fór öll fram í gær en hér má sjá mörkin sem voru skoruð í umferðinni. Íslenski boltinn 17. maí 2013 14:30
Ég skil ekki hvað hann var að gera Ejub Purisevic átti engin svör þegar hann var spurður út í vítaspyurnuna sem Víkingur Ólafsvík fékk á sig í leiknum gegn Keflavík í gær. Íslenski boltinn 17. maí 2013 14:12
Samantekt úr leik Víkings og Keflavíkur Hér má sjá svipmyndir úr leik Víkings Ó og Keflavíkur í 3. umferð Pepsi-deild karla en ekki var hægt að sýna þær í Pepsi-mörkunum í gær af tæknilegum ástæðum. Íslenski boltinn 17. maí 2013 13:57
Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun | Myndband Gylfi Þór Orrason, formaður dómaranefndar KSÍ, segir að Kristinn Jakobsson hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann rak FH-inginn Guðjón Árna Antoníusson af velli í gær. Íslenski boltinn 17. maí 2013 13:45
Ég og Kiddi erum bestu vinir Rúnar Már Sigurjónsson segir það rangt sem kom fram í Pepsi-mörkunum í gær að hann hafi rifist við Kristinn Frey Sigurðsson, liðsfélaga sinn hjá Val, í leik liðsins gegn Fram í gær. Íslenski boltinn 17. maí 2013 09:47
Klúðrið sem kom Gary í gang | Myndband Gary Martin var maður leiksins í 3-0 sigri KR á Þórs í gær, enda skoraði hann og lagði upp mark. En hann fór líka illa að ráði sínu fyrir framan mark andstæðingsins. Íslenski boltinn 17. maí 2013 09:18
David James: Íslenska sólin er til vandræða Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, tók viðtal við David James, markvörð ÍBV, eftir 1-1 jafntefli liðsins í kvöld á móti Íslandsmeisturum FH. James líkar lífið á Íslandi en kvartar undan dagsbirtunni á Íslandi. Íslenski boltinn 16. maí 2013 23:45
Allir leikirnir í Pepsi-deildinni á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en þá fer fram öll 3. umferðin. Íslenski boltinn 16. maí 2013 18:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍA 4-1 Skagamenn eru enn án stiga í Pepsi-deild karla eftir 1-4 tap fyrir Blikum á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar skoruðu öll fjögur mörkin sín á síðustu sjö mínútum leiksins og þar af gerði Elfar Árni Aðalsteinsson tvö þeirra. Íslenski boltinn 16. maí 2013 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fram 1-1 Valsmenn og Framarar gerðu 1-1 jafntefli í þriðju umferð Pepsi-deildarinnar á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn fengu kjörið tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokin en Kristinn Freyr Sigurðsson skaut í stöngina úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 16. maí 2013 18:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 1-1 FH og ÍBV skildu jöfn 1-1 í toppslag Pepsí deildar karla í fótbolta í kvöld. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Guðjón Árni Antoníusson fékk að líta rauðaspjaldið skömmu fyrir leikslok. Íslenski boltinn 16. maí 2013 16:44
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 0-1 Stjarnan vann frábæran sigur á Fylki 1-0 í Lautinni í kvöld. Eina mark leiksins gerði Kennie Knak Chopart í liði Stjörnunnar en hann kom inná sem varamaður í síðari hálfleiknum. Íslenski boltinn 16. maí 2013 16:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó - Keflavík 1-3 Þrjú mörk á síðasta hálftímanum tryggðu Keflavík 3-1 sigur á Víkingi í Ólafsvík í 3. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Víkingur er enn stigalaus á botni deildarinnar en gestirnir nældu í sín fyrstu stig í sumar. Íslenski boltinn 16. maí 2013 16:39
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Þór 3-0 | Gary Martin kominn í gang KR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram á KR-vellinum í kvöld þegar liðið vann þægilegan 3-0 sigur á Þór í 3. umferð Pepsi-deild karla í fótbolta. KR er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína á Íslandsmótinu en nýliðar Þórsara eru stigalausir eftir þrjá leiki. Íslenski boltinn 16. maí 2013 16:20
Kristinn skoraði flottasta markið Það kom fáum á óvart að mark Kristins Jónssonar hafi verið kjörið besta mark annarrar umferðar Pepsi-deildar karla af lesendum Vísis. Íslenski boltinn 16. maí 2013 10:58
Tíu þjóðir eiga leikmann í Víkingi Víkingar úr Ólafsvík hafa samið við spænska varnarmanninn Kiko Insa og króatíska varnarmanninn Mate Jujilo sem báðir verða löglegir fyrir leikinn á móti Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2013 07:45
Versta byrjun nýliða í hálfa öld Nýliðar Þórs og Víkings frá Ólafsvík eru enn stigalausir að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla en það er í fyrsta sinn síðan 1963 sem það gerist í efstu deild. Þriðja umferðin fer öll fram í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2013 07:30
Breyta Valsmenn hefðinni? Valsmenn eru með sex stig (fullt hús) í Pepsi-deild karla og það þrátt fyrir að hafa einir liða í deildinni ekki spilað heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum. Þetta er þriðja sumarið í röð þar sem Valsmenn eru með fullt hús á þessum tíma en í hin tvö skiptin hefur liðið ekki náð að fylgja þessum sigrum eftir og tapað leikjum sínum í 3. og 4. umferð. Íslenski boltinn 16. maí 2013 06:00
Arnar Már lánaður til Ólafsvíkur Víkingur Ólafsvík hefur fengið sóknarmanninn Arnar Má Björgvinsson lánaðan frá Breiðabliki. Lokað verður fyrir félagaskipti á Íslandi í lok dagsins. Íslenski boltinn 15. maí 2013 17:30
Ólafur: Verður hugsað sérstaklega vel um völlinn Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með að fá grannlið HK í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Íslenski boltinn 15. maí 2013 12:39
Haukur Páll átti flottasta markið í fyrstu umferð Lesendur Vísis hafa gert upp hug sinn um hvert var fallegasta markið í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Íslenski boltinn 15. maí 2013 12:20
Eilífsliturinn fer mér vel Baldur Sigurðsson er leikmaður annarrar umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á hans gamla félagi, Keflavík. Baldur var að glíma við magavírus fyrir leikinn. Íslenski boltinn 15. maí 2013 06:30
Þetta eru liðin 32 sem verða í pottinum á morgun Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta á morgun. Átta síðustu liðin tryggðu sér farseðilinn í aðalkeppnina í kvöld þar á meðal 1. deildarlið Grindavíkur og Tindastóls. Íslenski boltinn 14. maí 2013 22:17
Nýliðarnir skotnir niður á jörðina í Eyjum Nýliðar HK/Víkings voru nálægt því að vinna Breiðablik í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna en þær áttu ekki möguleika í öðrum leik sínum í Vestmannaeyjum í kvöld. Heimastúlkur í ÍBV komust í 3-0 eftir 11 mínútur og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Shaneka Jodian Gordon skoraði þrennu fyrir ÍBV. Íslenski boltinn 14. maí 2013 20:02
Umeå með annan sigurinn í röð með Katrínu í vörninni Katrín Jónsdóttir og félagar hennar í Umeå IK FF unnu 4-0 heimasigur á botnliði Sunnanå SK í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í kvöld. Umeå hefur nú unnið tvö leiki í röð með Katrínu í vörninni. Fótbolti 14. maí 2013 19:12
Þrjú með fullt hús eftir tvo leiki - úrslit kvöldsins hjá konunum Breiðablik, Stjarnan og Selfoss eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Pepsi-deild kvenna í fótbolta en 2. umferðin fór fram í kvöld. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir tryggði Blikum sigur á Val með frábæru skoti. Íslenski boltinn 14. maí 2013 19:00
Tvö mörk á fyrsta hálftímanum dugðu Stjörnunni Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvelli á Akureyri. Íslandsmeistarar Þór/KA eru því bara með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína í titilvörninni en Stjarnan er aftur á móti með fullt hús. Íslenski boltinn 14. maí 2013 17:45
Hver skoraði flottasta markið í 2. umferð Pepsi-deildarinnar? Lesendur Vísis fá tækifæri til að velja besta mark hverrar umferðar í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar og nú er komið að því að velja flottasta markið í 2. umferðinni sem lauk í gær. Íslenski boltinn 14. maí 2013 17:00