Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Erum að toppa á réttum tíma

"Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur verið að spila mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætlum okkur alla leið í ár

"Leikurinn leggst bara vel okkur, þetta er spennandi tækifæri fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Forréttindi að spila þennan leik

Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunarbikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex

KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið

Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Breiðablik bikarmeistari árið 2013 | Myndir

Breiðablik varð í dag bikarmeistari í knattspyrnu kvenna eftir frábæran sigur á Þór/KA, 2-1. Það var fyrrum leikmaður Þór/KA Rakel Hönnudóttir sem tryggði Blikum sigurinn með öðrum marki Breiðabliks í síðari hálfleik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Læknir á öllum heimaleikjum KR

Oft og tíðum getur fótbolti verið beinlínis hættuleg íþrótt og slysin gera einfaldlega ekki boð á undan sér. Á sunnudagskvöld lenti Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, í skelfilegu samstuði við Grétar Sigfinn Sigurðarson, leikmann KR, í leik liðanna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KSÍ þarf að skerpa á sínum reglum

Stjórn KSÍ hefur tekið ákvörðun í máli Hannesar Þórs Halldórssonar, markvarðar KR. Hann var í leikbanni í leiknum gegn Breiðablik á sunnudagskvöld en leikurinn var eins og kunnugt er flautaður af vegna höfuðmeiðsla sem Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Blika, varð fyrir eftir aðeins fjögurra mínútna leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Torfason þekkir vel til K.R.C. Genk

Guðmundur Torfason verður á meðal áhorfenda í Kaplakrika í kvöld þegar FH mætir K.R.C. Genk. Landsliðsframherjinn fyrrverandi er vel kunnugur belgíska félaginu enda spilaði hann með liðinu á sínum tíma. Guðmundur gekk í raðir Winterslag í Belgíu árið 1987 en árið eftir var liðið sameinað öðru félagi, Waterschei. Úr varð Genk.

Sport
Fréttamynd

Nær Stjarnan fram hefndum gegn Fram?

Pepsi-deild karla heldur áfram að rúlla í kvöld en þá fara fram þrír leikir. ÍBV tekur á móti Keflavík í Eyjum, Breiðablik fer upp á Akranes og spilar við ÍA. Skagamenn í vondum málum á botni deildarinnar en Breiðablik í harðri toppbaráttu en liðið er í fjórða sæti og níu stigum á eftir toppliði FH.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Við teljum okkur vita allt um FH

FH-ingar eru bara einu skrefi frá því að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem myndi þýða að tímabilið þeirra endaði í fyrsta lagi í desember. Framhaldið ræðst mikið af fyrri leiknum við Genk sem er á Kaplakrikavellinum í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Selfoss skoraði sex mörk á móti Völsungi

Selfoss vann 6-1 stórsigur á botnliði Völsungs í 1. deild karla í fótbolta í kvöld og á sama tíma sóttu Djúpmenn þrjú stig á Ólafsfjörð eftir 3-0 sigur á KF. BÍ/Bolungarvík ætlar ekki að gefa neitt eftir í æsispennandi baráttu um sæti í Pepsi-deildinni.

Íslenski boltinn