Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Íslenski boltinn 1. júní 2022 17:01
Real horfir til Manchester fyrst Mbappé kom ekki Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madríd vilja fá Raheem Sterling, leikmann Manchester City, í sínar raðir. Á hann að leysa Kylian Mbappé af hólmi en talið var nær öruggt að franski framherjinn myndi ganga í raðir Real í sumar. Fótbolti 1. júní 2022 16:30
Segir sprengjuhótunina hafa verið yfir strikið Harry Maguire, varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, segir að hann geti vel tekið gagnrýni á eigin frammistöðu en að það hafi verið farið yfir strikið þegar sprengjuhótun barst á heimili hans fyrr á þessu ári. Enski boltinn 1. júní 2022 15:30
Fyrrverandi leikmaður Liverpool segir Thiago einn þann ofmetnasta í Evrópu Dietmar Hamann, fyrrverandi miðvallarleikmaður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur ekki mikið álit á spænska miðjumanninum Thiago Alcântara. Enski boltinn 1. júní 2022 15:01
Zouma dæmdur til samfélagsþjónustu og má ekki eiga kött í fimm ár Kurt Zouma, dýraníðingur og leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var dag fundinn sekur um tvö brot á lögum er varða velferð dýra. Enski boltinn 1. júní 2022 13:30
Þungavigtin: „Held að hann sé betri kostur en Heimir Hallgrímsson“ Slæmt gengi Vals og möguleg þjálfarabreyting hjá liðinu var meðal þess sem var til umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin. Íslenski boltinn 1. júní 2022 13:01
Salah opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands Mohamed Salah, framherji Liverpool, segist opinn fyrir því að færa sig um set innan Englands ef hann fær ekki þeim mun betra samningstilboð frá Liverpool. Enski boltinn 1. júní 2022 12:30
Pogba fer frá United Manchester United hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Paul Pogba muni yfirgefa félagið þegar samningur hans við það rennur út í lok mánaðarins. Enski boltinn 1. júní 2022 11:13
Bale kveður og segir draum sinn hafa ræst hjá Real Hinn 32 ára gamli Gareth Bale hefur nú yfirgefið Real Madrid eftir að hafa fagnað Evrópu- og Spánarmeistaratitli með liðinu á nýafstaðinni leiktíð. Fótbolti 1. júní 2022 10:30
Segir Ísland aldrei hafa átt jafn sterkt landslið Sara Björk Gunnarsdóttir segir að íslenska kvennalandsliðið hafi líklega aldrei verið jafn vel skipað og um þessar mundir. Fótbolti 1. júní 2022 09:01
Allir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í opinni dagskrá á Viaplay Viaplay hefur tryggt sér sýningarréttinn að Þjóðadeild UEFA á Íslandi til 2028 og mun sýna alla leiki íslenska karlalandsliðsins í opinni dagskrá. Fyrsti leikur Íslands er á fimmtudaginn, 2. júní, gegn Ísrael og verður hann sýndur í beinni, opinni útsendingu á Viaplay. Áskrifendur Viaplay geta síðan fylgst með öllum öðrum leikjum í Þjóðadeildinni í beinni. Samstarf 1. júní 2022 08:51
Óskar Hrafn um Ísak Snæ: „Þurfti að leysa þessa orku, kraft og styrk úr læðingi“ „Það er erfitt að segja. Ég var ekki til staðar upp á Skaga en ég held í fyrsta lagi hafi hann ákveðið að nú væri kominn tími til að gera allt sem í hans valdi stæði til að vera í eins góðu formi og kostur er,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um Ísak Snæ Þorvaldsson, markahæsta mann liðsins. Íslenski boltinn 1. júní 2022 08:01
Slapp með skrekkinn: „Hefði ég ekki náð því væri verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba“ „Ég er bara óvenju góður, er bara með smá hausverk og nokkra sauma í andlitinu. Þetta fór betur en á horfðist þar sem ég fékk fréttir eftir myndatökuna að ég væri tvíbrotinn í andliti,“ sagði Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Vals, sem var borinn af velli eftir skelfilegan árekstur í leik gegn Fram á dögunum. Íslenski boltinn 1. júní 2022 07:30
Tárvotur Zinchenko lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko brast í grát á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Skotlandi í umspili um laust sæti á HM sem fram fer í kvöld. Hann lofaði að gera úkraínsku þjóðina stolta. Fótbolti 1. júní 2022 07:01
Þrjátíu þúsund áhorfendur í það minnsta þrátt fyrir áhorfendabann Að minnsta kosti þrjátíu þúsund áhorfendur munu mæta á leik Ungverja og Englendinga í Búdapest næstkomandi laugardag þrátt fyrir að leikurinn eigi að fara fram fyrir luktum dyrum. Fótbolti 31. maí 2022 23:31
Átta sem léku úrslitaleikinn í liði tímabilsins Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur sett saman lið tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Átta af ellefu leikmönnum liðsins léku til úrslita, fjórir leikmenn Liverpool og fjórir leikmenn Real Madrid. Fótbolti 31. maí 2022 22:16
Deschamps yfirgaf franska hópinn vegna andláts föður síns Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins í fótbolta, þurfti að yfirgefa hópinn í dag, degi eftir að liðið kom saman til æfinga, eftir að faðir hans lést. Fótbolti 31. maí 2022 21:30
Brynjar Atli framlengir við Breiðablik Markvörðurinn Brynjar Atli Bragason hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Breiðabliks sem heldur honum innan raða félagsins til ársins 2024. Íslenski boltinn 31. maí 2022 20:45
Di Maria leggur landsliðsskóna á hilluna eftir HM Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María ætlar sér að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið sem fram fer í Katar í lok þessa árs. Fótbolti 31. maí 2022 19:30
Benzema valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeildinni Franski framherjinn Karim Benzema hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 31. maí 2022 18:01
Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Fótbolti 31. maí 2022 17:30
Þungavigtin: „Ef einhverjir þurfa að æfa eru það FH-ingar“ Gengi FH í Bestu deild karla í fótbolta það sem af er sumri var til umræðu í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þungavigtin. Þar var farið yfir dræma stigasöfnun liðsins og þá staðreynd að Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins væri á leið í sex daga golfferð. Íslenski boltinn 31. maí 2022 17:01
Crawley Town reyndi að ráða þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea Crawley Town sem leikur í ensku D-deildinni íhugaði að ráða Emmu Hayes, þjálfara Englands- og bikarmeistara Chelsea. Hún afþakkaði pent. Fótbolti 31. maí 2022 16:30
Inter mun hitta lögfræðinga Lukaku til að ræða mögulega endurkomu Endurkoma Romelu Lukaku til Chelsea hefur ekki gengið jafn vel og báðir aðilar vonuðust eftir. Belgíski framherjinn lét þau orð falla seint á síðasta ári að hann gæti vel íhugað sér að snúa aftur til Inter Milan, að gæti raungerst í sumar. Fótbolti 31. maí 2022 16:01
Freyr sækir leikmann ársins til Lyngby Freyr Alexandersson hefur þegar hafið undirbúning fyrir sitt fyrsta tímabil með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann er við það að fá markahæsta leikmann B-deildarinnar til liðs við félagið sem þýðir aukin samkeppni fyrir Sævar Atla Magnússon. Fótbolti 31. maí 2022 15:30
Lampard sektaður um tæpar fimm milljónir fyrir ummæli eftir leikinn gegn Liverpool Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Frank Lampard, knattspyrnustjóra Everton, fyrir ummæli hans eftir leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í apríl. Enski boltinn 31. maí 2022 15:01
Perisic kynntur til leiks og sendi hjartnæma kveðju Króatinn reynslumikli Ivan Perisic er formlega genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Tottenham og skrifaði hann undir samning við félagið sem gildir til ársins 2024. Enski boltinn 31. maí 2022 14:54
Eiður Smári í sigti grísks stórveldis Forráðamenn gríska stórveldisins AEK Aþenu hafa sett sig í samband við Eið Smára Guðjohnsen í von um að fá hann til starfa. Fótbolti 31. maí 2022 14:03
Lítil hrifning yfir nýrri landsliðstreyju: „Eins og úr lagerverslun á Tene“ Svo virðist sem að fáir séu hrifnir af nýrri landsliðstreyju Knattspyrnusambandsins sem fumsýnd var í gær. Puma hannaði treyjuna en KSÍ gerði samning við þýska íþróttavörurisann til sex ára árið 2020 og mun fyrirtækið því hanna nokkrar treyjur í viðbót fyrir landsliðin. Innlent 31. maí 2022 13:12
Fyrrverandi markvörður Man Utd og Rangers á aðeins hálft ár eftir ólifað Goðsögnin Andy Goram á aðeins hálft ár eftir ólifað eftir að hafa greinst nýverið með vélindakrabbamein á lokastigi. Goram gerði garðinn frægan með Rangers á tíunda áratug síðustu aldar og lék svo um skamma stund með Manchester United eftir aldamót. Fótbolti 31. maí 2022 12:31