Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar

Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Aftur glutra Frakkar forystu sinni

Liðin sem léku til úrslita á HM 2018, Frakkland og Króatía, endurtóku leikinn í Þjóðadeildinni í kvöld og gerðu 1-1 jafntefli. Leikið var í Split í Króatíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðaður við PSG

Forráðamenn franska félagsins Paris Saint-Germain eru sagðir horfa til hins portúgalska Jose Mourinho sem næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Byrjunarlið Íslands: Bræðraskipti í framlínunni

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, hefur tilkynnt um byrjunarlið Íslands fyrir leik liðsins gegn Albaníu sem hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni. Arnar gerir þrjár breytingar frá 2-2 jafntefli liðsins við Ísrael á fimmtudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Neitar ásökunum Haalands: „Ég tala ekki einu sinni norsku“

Erling Braut Haaland, nýjasti leikmaður Manchester City, fór mikinn er Noregur og Svíþjóð tókust á í grannaslag í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Haaland skoraði bæði mörk Norðmanna í 2-1 sigri í Stokkhólmi og lét svo Alexander Milosevic, varnarmann Svía, heyra það.

Fótbolti
Fréttamynd

Skipuleggja leik við Sáda

Knattspyrnusamband Íslands tilkynnti í dag um fyrirhugaðan landsleik íslenska karlalandsliðsins við Sádí-Arabíu í nóvember. Leikurinn verður hluti af undirbúningi þeirra fyrir HM í Katar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mögnuðustu úr­slit í sögu Wa­les“

Gareth Bale var vægast sagt kampakátur eftir 1-0 sigur Wales á Úkraínu í úrslitaleik um hvort liðið færi á HM í Katar síðar á þessu ári. Bale talaði um mögnuðustu úrslit í sögu þjóðarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjörtur að jafna sig eftir að­gerð

Hjörtur Hermannsson, leikmaður Pisa á Ítalíu, er ekki hluti af landsliði Íslands sem leikur fjóra leiki í júní. Hann er að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“

„Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakklandsforseti beitti sér fyrir framlengingu Mbappé

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, hefur staðfest við fjölmiðla að hann beitti sér fyrir því að Kylian Mbappé yrði áfram leikmaður Paris Saint-Germain. Mbappé skrifaði undir nýjan samning nýverið eftir að hafa verið orðaður við Real Madrid á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Wales á HM í fyrsta sinn í 64 ár

Wales er komið á heimsmeistaramót karla í fótbolta í annað sinn í sögu landsins. Liðið vann 1-0 sigur á Úkraínu í umspilsleik um HM-sæti í Cardiff í dag.

Fótbolti