Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu eftir mikla kynþáttaníð Franska stórstjarnan Kylian Mbappé íhugaði að hætta í franska landsliðinu í fótbolta eftir að leikmaðurinn verð fyrir mikilli kynþáttaníð í kjölfar þess að hann misnotaði vítaspyrnu sem varð til þess að liðið féll úr leik gegn Sviss á EM í fyrra. Fótbolti 20. júní 2022 17:00
Allir spenntir en fáir átt von á að hún stimplaði sig svona rækilega inn Katla Tryggvadóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir skoruðu báðar í leik Þróttar og Vals í Bestu deildinni í gær og fengu mikið hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 20. júní 2022 16:31
Nýtt Framlag Hreims fyrir fyrsta leikinn í efstu deild í Grafarholti Í kvöld verður í fyrsta sinn spilaður leikur í efstu deild í boltaíþrótt í Grafarholti þegar þar mætast Fram og ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 20. júní 2022 15:31
Blikar missa einn sinn besta leikmann í glænýtt lið Hildur Antonsdóttir hefur samið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Fortuna sem og Breiðabliks en hollenska félagið kaupir Hildi af Blikum. Íslenski boltinn 20. júní 2022 14:31
Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. Fótbolti 20. júní 2022 14:01
„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“ Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg. Íslenski boltinn 20. júní 2022 13:01
Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Pöntuðu ís og útlandaferð eftir frábæran úrslitaleik Það var nóg um að vera í Vestmannaeyjum þegar TM-mótið fór þar fram á dögunum, þar sem stelpur í 5. flokki léku listir sínar. Þær sýndu einnig tilþrif utan vallar og voru laufléttar í bragði í samtölum sínum við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem gerði mótinu góð skil í þætti á Stöð 2 Sport. Fótbolti 20. júní 2022 12:30
Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir. Enski boltinn 20. júní 2022 11:30
KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. Íslenski boltinn 20. júní 2022 11:05
Tuttugu dagar í EM: „Með þá lágmarkskröfu á klefatónlist að það sé hægt að syngja með laginu“ Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Hallbera Guðný Gísladóttir ríður á vaðið. Fótbolti 20. júní 2022 11:02
Segir að Alfons og Jón Dagur gætu verið á leið til Þýskalands Fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason segir að landsliðsmennirnir Jón Dagur Þorsteinsson og Alfons Sampsted séu undir smásjánni hjá þýska félaginu Hamburger SV. Fótbolti 20. júní 2022 08:30
Jesus eftirsóttur í Lundúnum Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina. Fótbolti 20. júní 2022 08:01
Zidane mun ekki þjálfa PSG en langar að halda áfram í þjálfun Franska goðsögnin Zinedine Zidane verður ekki næsti þjálfari Paris Saint German. Hann hefur þó enn ástríðu fyrir fótboltanum og langar að halda áfram í þjálfun. Fótbolti 19. júní 2022 22:31
Gunnhildur Yrsa lék allan leikinn í stóru tapi Orlando Pride Orlando Pride, með landsliðskonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur innanborðs, heimsótti efsta lið NWSL deildarinnar Portland Thorns fyrr í kvöld. Portland Timbers sýndi afhverju þær eru efstar og lögðu Pride 6-0. Fótbolti 19. júní 2022 21:15
Eiður Smári nýr þjálfari FH Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024. Fótbolti 19. júní 2022 20:40
Viðar Örn ekki í hóp og Brynjar Ingi ónotaður varamaður er Våleranga gerði jafntefli Álasund og Våleranga gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik dagsins í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, Eliteserien. Það vakti athygli að Viðar Örn Kjartansson var ekki í hóp og þá var Brynjar Ingi Bjarnason ónotaður varamaður. Fótbolti 19. júní 2022 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn. Íslenski boltinn 19. júní 2022 19:20
Kristján: Þurftum að brjóta upp leikinn Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, var að vonum ánægður eftir sigur síns liðs gegn ÍBV í Bestu deild kvenna í dag. Fótbolti 19. júní 2022 19:16
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 1-3 KR | KR-ingar sækja þrjú stig í Keflavík Það voru tvö sjálfsmörk skoruð í 1-3 útisigri KR gegn Keflavík í 10. umferð bestu-deild kvenna í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 19. júní 2022 18:14
Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Noregi Fimm leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra en Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson byrjuðu leikinn fyrir Viking á móti Sandefjord. Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar topplið Lilleström lagði Rosenborg 3-1. Fótbolti 19. júní 2022 18:01
Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim. Fótbolti 19. júní 2022 18:00
Helmingur leikmanna á EM og Afríkukeppninni urðu fyrir netníð Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur birt skýrslu um rannsókn á netníð sem sneri að leikmönnum sem spiluðu á EM 2020 og Afríkukeppninni 2020 og kom í ljós að helmingur leikmanna hafði orðið fyrir aðkasti á netinu. Fótbolti 19. júní 2022 17:30
Eru Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson að taka við FH? Heimildir Vísis herma að Eiður Smári Guðjohnsen muni taka við þjálfarastöðunni hjá FH eftir að Ólafur Jóhannesson lét af störfum í síðustu viku. Honum til aðstoðar verður Sigurvin Ólafsson. Fótbolti 19. júní 2022 17:15
„Eigum heima í þessari deild“ Guðmunda Brynja, framherji KR var að vonum mjög glöð eftir góðan 1-3 sigur í Keflavík í rigningu og roki. Fótbolti 19. júní 2022 17:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. Íslenski boltinn 19. júní 2022 16:42
Pétur Pétursson: Cyera átti frábæran leik Valur vann 1-2 útisigur á Þrótti. Þetta var fjórði sigur Vals í röð og var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með frammistöðu Cyeru Makenzie Hintzen eftir leik. Sport 19. júní 2022 16:35
Botnliðið sótti stigin þrjú á Selfossi Afturelding gerði sér lítið og sigraði Selfoss á þeirra eigin heimavelli, 0-1, í 10. umferð Bestu-deildarinnar. Fótbolti 19. júní 2022 16:30
Berglind í byrjunarliðinu í sigri en Hallbera ekki í hóp Berglin Rós Ágústsdóttir var í byrjunarliði Örebro í 1-2 útisigri liðsins á Vittsjo í sænsku úrvalsdeildinni en á sama tíma var Hallbera Guðný Gísladóttir ekki í leikmannahóp Kalmar sem tapaði á heimavelli gegn Djurgarden, 0-1. Fótbolti 19. júní 2022 15:00
Real Madrid að undirbúa tilboð í Haaland Spænska félagið Real Madrid er að undirbúa tilboð í Erling Haaland, einungis nokkrum dögum eftir að hann gekk til liðs við Manchester City. Enski boltinn 19. júní 2022 14:31
Liverpool staðfestir komu Ramsay Enska liðið Liverpool tilkynnti í dag komu Calvin Ramsay til liðsins á 6,5 milljónir punda frá Aberdeen í Skotlandi. Enski boltinn 19. júní 2022 13:46